laugardagur, september 30, 2006

Vá hvað ég er búin að vera á útopnu síðustu daga...

Greinilega komin á hressleikatímabilið (þó fyrr hefði verið). Er hreinlega búin að vera úti öll kvöld og skríða heim rétt eftir miðnætti! Ólíkt öllum undanförnum 4 mánuðum!

þriðjudagur, september 26, 2006

Jæja Regína mín...smá glaðningur
skora á þig að mæta með þessa klippingu á klakann um jólin!

sunnudagur, september 24, 2006

Sjáiði þessar litlu snúllur á deitballi í 8. bekk, hver hefði getað ímyndað sér að 11 árum síðar myndu þau eiga von á litlu kríli saman:)


(þeir sem eru viðkvæmnir fyrir væmni hefðu átt að sleppa því að lesa þessa færslu!)
Oh það er svo gott að vera í helgarfríi...

Verst hvað þær eru alltaf fljótar að líða en vikan er svo sem alveg jafn fljót að líða og það verða komin jól áður en maður veit af!

Er einmitt aðeins farin að huga að jólunum, fór allt í einu í morgun að hugsa hvernig ég myndi nú skreyta hérna í Kambódíu og hvar ég gæti mögulega verið með jólatré...

Í dag er planið að þrífa kofann, þvottur kominn í eina vél, verið að taka af sængunum og ryksugan að fara á fullt.

Í gær fór ég á myndina Step up með systrum mínum tveimur og auðvitað klikkaði hún ekki. Verst að mig langaði ískyggilega að fara að kenna Body jam en það verður víst að bíða aðeins betri tíma, fékk reyndar alveg staðfestingu á því að ég þyrfti nú ekkert að taka því neitt sérstaklega rólega lengur og ég mætti nú alveg sprikla aðeins. Best að fara bara rólega af stað þegar er búið að liggja í dvala svona lengi. Byrjaði reyndar í meðgöngujóga á fimmtudaginn sem var agalega hressandi...

Jæja farin í húsverkin!
Adios

föstudagur, september 22, 2006


Í dag fékk ég að heyra það frá einum samkennara mínum að ég ætti svo ótrúlega mikið af flottum fötum, væri bókstaflega í nýju dressi á hverjum degi!

Var það planið fröken tískulögga? Er með einkastílista sko...

Allaveganna þegar ég reyndi að malda í móinn og sagði að ég væri nú búin að vera í sama kjólnum í þrjá daga bara með mismundi fylgihluti með...sagði sami kennari að ég minnti hana eiginlega bara á Carrie Bradshaw en bætti svo um betur að ég væri bara svona týpa eins og Carrie Bradshaw...æj þetta gladdi nú mitt litla hjarta enda er ég Carrie;)

Hafið það gott um helgina, mín verður stútfull af frítíma til að gera eitthvað stórskemmtilegt eins og að kíkja á eitt Workshop hjá les mills, hitta vini, borða góðan mat og umfram allt sofa út!

ta ta...
miss Bradshaw!

miðvikudagur, september 20, 2006

Mikið er ég glöð og hamingjusöm núna...

Var að koma úr skoðun hjá uppáhalds lækninum mínum og allt lítur svona ljómandi vel út og fylgjan á besta stað eins og hann orðaði það!

Hann sagði mér líka að nú ætti ég að fara að brosa:)

Sem ég ætla auðvitað að gera...

mánudagur, september 18, 2006

Eftir miklar umræður við tvær "fullorðinsvinkonur" mínar og reyndar föður minn undanfarin ár og svo auðvitað AFO...

höfum við Kambó-búar komist að þeirri niðurstöðu að hér eftir verður "húsbóndakortið" eins og AFO kýs að kalla það eingöngu notað og peningarnir í ávöxtun á meðan...

Þetta krefst auðvitað mikillar skipulagningar og áætlanagerðar en þar sem pabbi pottþétti er búinn að vera í bransanum síðan 1982 er ekki langt að sækja það!
Nú fara ferðaávísanirnar að hlaðast upp...


föstudagur, september 15, 2006

Ég er farin að hallast að því að ég gangi með grænmetisætu...

Síðan ég komst að því að ég væri ekki kona einsömul hef ég varla komið niður bita af kjöti. Jú reyndar sleppur álegg á pizzu en kjöt í formi nautsteikur eða einhverju álíka hefur varla farið inn fyrir mínar varir.

Flestir sem þekkja mig vita að ég hef ósjaldan bölvað réttum á Græna "hollustubuff" kostinum eða á Næstu grösum og ávallt hef ég haldið því fram að ég fái hreinlega í magann af því að borða þennan óþverra.

Áðan eftir afar skemmtilega ferð í bíó á nýjustu mynd Woody Allen, Scoop (eitt sem hefur líka breyst hjá mér) fékk ég skyndilega óstjórnlega löngun í að fá mér eitthvað hollustubuff. Spínatbuff á þessum græna varð fyrir valinu og mikið fannst mér það gott. Hvað er eiginlega að gerast með skyndilinduna?

Þarf síðan aðeins að ræða um Woody Allen og viðhorfsbreytingu gagnvart honum, held ég sé að fikra mig yfir í "hinn hópinn"!

Eigið annars góða helgi!
ég er farin í kennarapartei....

miðvikudagur, september 13, 2006

Ég var svo ógeðslega þreytt í gærkvöldi og svo fannst mér ég eiga svo endalaust mikið eftir að skipuleggja fyrir vinnuna og ég horfði á þetta allt fyrir framan mig og var við það að fara að gráta en tók mér tak og gerði það ekki, heldur fór að sofa alltof seint og var andvaka til tvö þannig að ég hefði alveg getað horft á Magnavökuna eins og restin af þjóðinni...

Í dag var ég hins vegar ótrúlega spræk, gerði fullt af tilraunum í náttúrufræðinni um millilítra og rúmsentimetra og var með yfirfallsker og var næstum farin í hvíta sloppinn og svona og svo voru mínir ormar svo duglegir í algebrunni, brunuðu alveg áfram og ég var eins og stolt mamma 23 unglinga en svo voru þau reyndar mjög þreytt í íslensku en hver er ekki þreyttur eftir langan vinnudag þegar klukkan er að verða hálf þrjú og einhver kennarastelpa er að fara yfir einkenni lýsingarorða...

Fór síðan á kennarafund þar sem ég sló um mig með nokkrum bröndurum...

Síðan var ég að koma úr síðdegiskríunni minni, hún fer svona á topp 10 held ég bara. Náði nefnilega engri kríu í gær og þá verð ég bara svona öfugsnúin;)

Og nú er bara að koma helgi once again!


þriðjudagur, september 12, 2006


Mikið er það nú ótrúlegt hvað hjartsláttur getur haft mikil áhrif á mann...

Það yrði þó aldrei að maður yrði bara rólegur fram yfir helgi!

sunnudagur, september 10, 2006

Það sem maður leggur á sig fyrir skeinipappírinn...

Eins og fram hefur komið hér á síðunni fór ég í verslunarleiðangur í gær þar sem ég þræddi helstu búðir sem Íslendingar þræða um helgar þ.e. Elko, BT, Kringluna, IKEA, Rúmfatalagerinn, Blómaval og síðan endaði ég á Bonna í Holtagörðunum.

Í ljósi þess að kennaralaunin gefa meira af sér en von var á fannst mér alveg tilefni til þess að við Kambsvegsbúar færum að hreinsa á okkur neðri endann með aðeins betri pappír en undanfarið og splæsti í Andrex rúllur, nota bene 9 rúllur á 639 kr. Tek fram að það er góðæri í gangi á Kambsveginum í augnablikinu! Það fór nú ekki betur en svo að ég gleymdi pakkningunni á kassanum og kom því heim með engan pappír. Ég hugsaði með mér nei fjandinn hafi það ég verð að gera mér ferð þarna á morgun til að sækja helv... pappírinn enda búin að eyða alltof mikið í hann. Og það gerði ég, var að koma heim úr Bonna, náði rétt fyrir lokun og jú það passaði það hafði gleymst pakkning af Andrex á kassanum hjá Ragnheiði nokkurri og ég mátti bara skokka inn í búð og ná mér í nýja. Ég hélt af stað inn í búðina glöð í bragði með að málið væri svona auðleyst en viti menn þegar ég kom að hillunni þar sem Andrex átti að vera greip ég í tómt...allt búið!

Mér var því tjáð af öðrum starfsmanni að þær á kassanum yrðu bara að endurgreiða mér pappírinn og ekki nennti ég nú að fara að standa í 10 metra langri röð fyrir það þannig að ég spurði hvort ég mætti ekki bara velja mér aðra tegund og jú jú það var í lagi.

Það besta í stöðunni var að velja þriggja laga mjúkan Bonnapappír, 9 rúllur í pakka en auðvitað enginn Andrex. Ég gekk því nokkuð þungum skrefum út úr búðinni enda búin að tapa rúmum 240 kr. (því ég nennti ekki að bíða í röð til að fá mismuninn endurgreiddan) og leggja á mig ferð í búð út af skeinipappír...

Það verður langt í það að boðið verði upp á Andrex á Kambsveginum, það er þá ekki nema við einhver hátíðistilefni!

laugardagur, september 09, 2006

Við hjúin tókum smá kaupa kaupa kaupa trylling í dag..

svona eins og okkur einum er lagið. Það var auðvitað bráðnauðsynlegt þar sem kennaralaunin reyndust vera töluvert hærri en við var að búast og svo var Andri auðvitað að fá svo frábært verkefni þar sem hann fær borgað fyrir að lesa! Takk fyrir ekki svo slæmt fyrir mann sem kemst ekki út í bíl án þess að vera með bók við hönd.

Allaveganna...við keyptum okkur nettar græjur í stofuna því við erum orðin ansi þreytt á að hlusta á allt í dvd með kveikt á sjónvarpinu og sjálflýsandi bláan skjá, auðvitað þurftum við einhverja jack (bauer, ég veit ég er smá fyndin) snúru með til að geta tengt ipodinn. Síðan héldum við í Kringluna þar sem ég fann mér eina fína peysu og einn góðan síðan bol, skrýtið hvað ég á bara voða stutta og þrönga boli! Ég þarf nauðsynlega að fara að leggja pening inn á vinkonur mínar í H&M landi og biðja þær að senda mér fallega boli í pósti:)

Síðan þegar allt safnaðist saman var komin góð hrúga af dóti, diskur með Mahler, Erikur í stóra pottinn út á tröppum, þurrkað blóm, salatsett, þvottapokar, sokkar, ilmkerti (nokkrar týpur), einn rammi og svo auðvitað nóg af mat...svona er þetta bara þegar maður missir sig í kaupa kaupa!

Lottó og Ruth komu svo í mat til okkar og ég skellti í amerískar pönnslur í eftirrétt, með sírópi og öllu tilheyrandi!

Til að toppa daginn þá er uppþvottavélin komin í gagnið aftur og starfar nú betur en nokkru sinni fyrr.

Ansi góður laugardagur að baki en á morgun tekur við smá vinna, það fylgir þegar maður getur leyft sér að fara heim klukkan tvö á föstudögum.

Þar til næst...ciaoooo

föstudagur, september 08, 2006

Ég held að ég hafi verið að taka mjög svo skynsamlega ákvörðun áðan...

Ég ætla að sleppa því að fara á barnabókmenntaráðstefnuna í Stokkhólmi sem mér var boðið á núna 21. september...

Það er nefnilega ekkert víst að "litli kallinn í mallanum" myndi vera ánægður með það og að sjálfsögðu tekur maður enga sénsa þegar svona mikið liggur við.

Jæja ég er fegin að vera búin að ákveða þetta og varpa "sprengju" númer 2 hérna á vinnustaðnum og það var auðvitað ekkert mál frekar en hin fyrri:) Það fer bara einhver annar núna og skólastjórinn sannfærði mig um að ég fengi annað tækifæri seinna til að fara á slíka ráðstefnu.

Ég get farið glöð inn í helgina og hafið það gott um helgina kæru vinir:)

fimmtudagur, september 07, 2006


Fimmtudagur til ferlega mikillar þreytu...

þið getið treyst á góða kríu hjá kennslukonunni eftir hálf þrjú!


Zzzzzzzzzzzzzzz...

þriðjudagur, september 05, 2006

Oldie Goldie myndir sem amma Malla var að fá úr framköllun...
ca. 5-6 árum eftir myndatöku!

Mágkona mín spengileg í sparikjólnum...
Nýjabrumið varla farið af...lítið hefur maður nú breyst á 6-7 árum!
Ótrúlegt þegar þau voru með þessa greiðslu..
Og þeir, Hjallinn hefur lítið breyst!

Minningar, minningar...


mánudagur, september 04, 2006

Ég vaknaði upp með andfælum í nótt..

Mig var að dreyma einhverja ógeðslega kónguló og þegar ég fór á fætur í morgun var ég viss um að þetta væri fyrir einhverju hræðilegu en eftir að hafa farið á stúfana og kannað hvað það merkir að dreyma kónguló þá kom í ljós að það boðar mikla hamingju að dreyma kóngulær..

Við skulum vona að það rætist:)

laugardagur, september 02, 2006

Laugardagur til lukku...

Ég er að fara í brúðkaup og skírn í dag og ég hlakka óheyrilega mikið til. Ekki bara vegna þess að ég er að deyja úr spenningi hvort drengurinn fær nafnið Andri Björn eða Fannnar Björn heldur líka út af því að ég hlakka svo til að sjá brúðina og gumann í sínu fínasta pússi. Hvað er betra en að fá smá tár í augun og upplifa rómantíkina sem á sér stað í litlu brúðkaupi.

Ég hef aldrei verið hrifin af stórum brúðkaupum eða bara brúðkaupum yfir höfuð þ.e. svona eins og þau birtast í Brúðkaupsþættinum JÁ, með öllum þessum hefðbundnu hundleiðinlegu leikjum sem hafa verið leiknir alltof lengi.

Besta brúðkaup sem ég hef farið í var hjá foreldrum mínum árið 2000, þá ákváðu þau eftir 18 ára samvistir að láta gefa sig saman og sögðu mér og systrum mínum frá því á föstudegi og athöfnin var á laugardegi, afmælisdegi föður míns. Í kirkjunni voru einungis þau, við systurnar, presturinn og nokkrir flautuleikarar. Þetta var ákaflega falleg stund:) Síðan var búið að bjóða nánustu ættingjum í afmælisboð á Grunninn og þegar þeir mættu var mamma auðvitað í látlausum fallegum hvítum kjól þannig að það fór ekki á milli mála hvað var í gangi. Þetta var brúðkaup í lagi.

Ég hef sömu væntingar til dagsins í dag, ég held að þetta verði svona lítil falleg athöfn þar sem engin uppgerð á sér stað. Oh ég get ekki beðið...

En að öðrum málum. Það er ekki svo alslæmt að vera kennari bæði auðvitað út af því að þetta er draumastarfið mitt og mér finnst ótrúlega gaman í vinnunni og síðan eru launin bara miklu miklu hærri en ég átti von á. Nú hugsa einhverjir tala við hana eftir 3 mánuði en ég gæti bara ekki verið sáttari, dugar allaveganna mér og mínum en auðvitað gæti maður orðið þannig að þegar maður sér þetta hækka vill maður alltaf meira og meira. En allaveganna þá er alltaf að bætast einhverjar summur ofan á það sem ég hélt að væri heildartalan. Eins og já svo færðu auðvitað auka hérna fyrir þetta og hérna bætist ofan fyrir þetta o.s.frv., held að viðbótin hlaupi á einhverju tugum án gríns:)

Jæja nú blöskrar örugglega einhverjum kennurum en ég læt það ekki á mig fá, svo ég minnist nú ekki á vetrarfríin, jólafríin, páskafríin og sumarfríiin...þið sem getið ekki verið sammála...fáið ykkur bara annað starf, bara hundleiðinlegra...tek samt fram að mér finnst að laun almennt sem snúa að umönnunarstörfum eigi að vera miklu miklu hærri. Kennarar halda bara oft að þeir séu þeir einu sem standa höllum fæti.

Jæja kannski aðeins of mikið á jákvæðu nótunum í dag en maður kemst nú ekki langt nema vera það svona svona endrum og sinnum!