föstudagur, apríl 29, 2005

Í dag á móðir mín afmæli og fagnar 43 árum...mér finnst hún alltaf vera 35:)

Ég óska henni innilega til hamingju með daginn.

Annars var ég að koma úr hjólreiðatúr með Biking Wonder. Hann plataði mig með sér upp í Lambaselið þar sem að hann er nr. 6 á biðlista um að fá lóð. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta svæði í kringum Kögurselið allra allra allra skásta svæðið þarna upp frá. Reyndar voru börn á hjólum og hlaupum þarna út um allt og heyrðist í einum guttanum...ég er brjálæðingurinn! Alveg lýsandi fyrir þetta hverfi...

Við afrekuðum samt sem áður að hjóla 22 km með þvílíkan móttvind. Afi er sko ekkert að hlífa sér enda maðurinn í toppformi.

Núna væri ég hins vegar til í eitthvað ljúffengt að borða...
Schönen Wochenende!

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Rauðbólgin augu...

Ég er svoooo þreytt núna að það jaðrar við að ég sé jafn þreytt og þegar ég vann yfir mig í Tékk-kristal ein jólin í 3. bekk í menntó, léttist í kjölfarið um 5 kg og reif kjaft við Rutlu tengdó út af því að mér fannst jólapappírinn sem hún keypti alveg hreint ómögulegur og sagði henni sko hreint út að ég myndi ekki pakka mínum gjöfum í svona ljótan pappír! Til allrar hamingju var Rutlan ekkert að kippa sér upp við svona dónaskap og keyrði bæinn á enda á Þorláksmessu til að finna bensínstöð sem gæti mögulega selt fallegri pappír en þann sem til var!

Svona getur maður nú verið klikkaður, held ég sé nú orðin aðeins kurteisari í dag eða ég ætla nú rétt að vona það. Við erum hins vegar að hlæja að þessu núna þannig að það er ekkert verið að erfa svona uppákomur við mann sem betur fer...

Góðan svefn (G) englar
Fréttablaðið í dag segir hljómsveitina Megadeath vera á leið til landsins...

Spurning hvort Daðsteinn Már sé að flytja hana inn, ekki er maðurinn orðinn umbi líka, hefur hann ekki nóg með þessa blessuðu milliveggi?


Í þessari ferð gekk hann hins vegar undir nafninu Skyler en hver man ekki eftir Josh og Skyler tvíeykinu?

Annars er ég soldið svona núna Zzzzzzzz........

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ég er búin að vera að skreppa og taka við símtölum og hringja símtöl í allan dag...

Þegar ég vaknaði í morgun klukkan átta leið mér eins og ég hefði verið að taka þátt í boxbardaga í gærkvöldi, svo mikill var sársaukinn í gómnum. Það var því ekkert annað í stöðunni en að bryðja verkjatöflur og leggja sig til ellefu! Skil stundum ekki af hverju maður er að reyna að vakna svona snemma og snúsa í 2 tíma kannski...

Eftir það fór ég með maka mínum og ritgerðarpartner upp á hina einu sönnu Þjóðarbókhlöðu og við rifjuðum upp þegar við mættum þarna á menntaskólaárunum fyrir átta á morgnana og biðum óþreyjufull fyrir utan eftir að járnhliðið rúllaði upp og þá tók maður kollhnísinn og henti sér undir og reyndi að vera sem fyrstur upp til að ná 4 manna borði enda engin stemning að læra nema vera með alla félagana á sama borði!

Í dag vorum við hins vegar ekki í þeim pælingum að fara að læra þarna heldur einungis að ná okkur í góðar greinar, heimspeki og ástargreinar...enda vorum við guðslifandi fegin að þurfa ekki lengur að læra þarna, guð minn góður hvað þetta er súr og morkinn staður (sorry þig sem lærið þarna) með ömurlegu óhjálpfúsu starfsfólki sem nennir ekki að hreyfa á sér rassgatið og kann ekki að brosa! Þá er nú mun betri stemning hérna í Kennó þar sem allir eru að vilja gerðir til að hjálpa manni og hlaupa til handa og fóta ef það er eitthvað sem bjátar á. Mér leið líka hálfpartinn eins og þetta væri einhver kjötmarkaður...hver er sætastur í prófalestrinum? (sorry enn og aftur þið sem ég þekki og eruð að læra þarna) en þetta var mín upplifun:)

Ég segi það nú ekki að ég sé alltaf að læra á fullu hérna í Kennó enda hafði doktor á orði að ég væri alltaf að skreppa eitthvað...endalaust ná í þetta og sækja hitt og hann látinn bíða fyrir utan en ég hugsa nú alltaf bara með mér að hann er með eitthvað bitastætt að lesa í bílnum og sekkur sér í það;) Ekki satt þið sem þekkið hann...hann er nú ekkert að stressa sig á smá bið!

Ritgerðin er hins vegar komin vel á veg.... í kollinum á mér og nú er bara að þrusa henni á blað.

Það var ekki fleira...
Linda

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Ég sit hérna í Skúta Kennaraháskólans, hlusta á Ágætis byrjun með Sigurrós og skrifa ritgerð um ástina og ég verð bara að viðurkenna að það er komin ágætis byrjun í þessa blessuðu ritgerð....hversu rómantískt er það?
laugardagur, apríl 23, 2005

Rannsóknir hafa sýnt fram á að menn geta sofnað eitt augnablik...


Menn vilja meina að Daði "buffhrútur" Guðmundsson eða Daðsteinn Már eins og hann kýs að kalla sig hafi verið yfirbugaður af þreytu eftir að hafa verið að henda upp milliveggjum í nýrri íbúð sinni í Breiðholtinu og hreinlega sofnað í innkasti í leik sem Fram fór á dögunum gegn Fimleikafélaginu. Þrátt fyrir þreytu Daðsteins sigraði lið FRAM með yfirburðum...
Kitlandi villidýraæði er málið í sumar...

eða að minnsta kosti samkvæmt Fréttablaðinu...erum við að tala um að Lillan verður komin í Tiger í sumar? Ég veit það ekki...

Annars er það nýjasta úr gómnum að ég er barasta ekkert bólgin, smá vonbrigði þar sem það hefði verið gaman að toppa síðasta skipti. Hins vegar er ég líka fegin að geta notað helgina aðeins í lærdóm og afslappelsi en við erum að passa Töru og Geislann þar sem að Ruth og Lottó skelltu sér á Akureyri. Verð nú bara að segja að það er ansi notalegt hérna í sveitasælunni:)

ciao tutti:)

föstudagur, apríl 22, 2005

Sá þennan einhvers staðar og fannst hann fyndinn...minnir óneitanlega á body jam hehe:)

LILLAN hitt og LILLAN þetta.....

Er talið eðlilegt að manneskja á þrítugsaldri sé kölluð Lilla. Nei held ekki en það hefur nefnilega gerst núna í tvígang að ég er kölluð Lillan! Fyrst á námskeiðinu um síðustu helgi þar sem ég var nú með reynslumeiri þjálfurum að eigin sögn og alls ekki yngst og svo aftur núna rétt áðan þegar ég fékk sms frá framkvæmdastjóra ISF.......takk Lillan mín! æj ég er ekki að fíla þessa nýju nafngift!

Annars er spurning um að plata Skallann í að koma með svona frá ameríkunni og þá ekki með nafninu Lillan!

Maður var síðan bara að koma úr endajaxlatökunni og er helvíti dofin...fer ekki að finna fyrir þessu fyrr en um fjögur og þá er nú rétt að hafa kælipoka og verkjatöflur við höndina. Kem með nýjustu fréttir af þessu...

Góða helgi folks!
Lillan

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Mig dreymdi Megas í nótt sem er nokkuð fyndið í ljósi þess að óvænt kom upp að það eru tónleikar með honum í kvöld á Grand-rokk. Ég fór samt ekki því ég verð svo hrikalega pirruð á reyknum sem er þar inni. Stifti og doktor fóru samt með myndavél þannig að ég get séð kallinn. En þeir tveir voru einmitt í draumnum líka og Megas með nýjar tennur.....hversu steikt er það!

Andri fékk nýjan stað í unglingavinnunni því til mikillar óhamingju fékk hann Breiðholtsskóla aftur og þangað fer maður nú ekki í vinnu í annað sinn....hann fékk hins vegar Laugarnesskóla og verðum við því bæði hérna í hjartanu...ég í Viðey og hann í hinum undursamlega Laugarnesskóla.

Í dag las ég bókina Skugga-Baldur eftir Sjón. Fróðleg og skemmtileg saga verð ég að segja og verður gaman að spyrja kallinn spjörunum úr þegar hann kemur í tíma á mánudaginn. Mamma bað mig líka að skila kveðju til hans frá Ágústu sem var með honum í Hólabrekkuskóla....einmitt!

Gleðilegt sumar:)

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Kellan bara búin með Svövu Jakobs ritgerðina 4 dögum fyrir áætlaðan skiladag...

Það er þá hægt að fara að setja sig í gírinn fyrir þetta:)

en ég mun eyða helginni á námskeiði hjá Hectori sem kemur frá Hollandi og byrja svo að kenna þetta kerfi í húsunum í haust gaman gaman!

FRAM-KR á eftir tjékk it át á nýja grasvellinum....Áfraaaaammmm FRAAAMMARAR ÞIÐ ERUÐ MIKLU BETRI!

Sól og blíða og pensilínið farið að rífa í...
Later
Er einhver framtíð í þessu?

Spurning um að snúa sér að einhverju öðru? Ha ha ha!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ég er orðin mjög þreytt á gómbólgunni og jaxlaveseni...

Þessu bara verður að linna því framundan er:

Vikan 11. - 17. apríl - Klára ritgerð um Svövu Jakobs í nútímabókmenntum og mæta á námskeið í body jam
Vikan 18. - 24. apríl - Klára verkefni í orðhlutafræði og mæta í ENDAJAXLATÖKUNA
Vikan 25. - 1. maí - Klára lokaverkefni í nútímabókmenntum sem ber að skila 17. maí
Vikan 2. - 8. maí - Frumlesa allt efni sem hefur verið sett til prófs í íslenskukennaranum...spennandi! Og mæta svo í prófið þann 9. maí
Vikan 9. - 15. maí - Læra fyrir lokapróf í orðhlutafræði og skríða örmagna inn í prófið þann 17. maí.

18. maí - Leggjast í dvala

Þar hafiði það en mun þetta ganga upp?

LH

mánudagur, apríl 11, 2005

Það eru nú einhverjar ástæður fyrir því að maður er ekki spenntur að fara aftur í endajaxlatöku!Myndin segir allt sem segja þarf ekki satt? En þetta er í 1. bekk í menntaskóla, það mætti halda að ég væri ólétt líka eða bara fitubolla en peysan er ansi skökk eitthvað:)

Við skulum vona að þetta verði ekki afleiðingarnar í næstu viku.

Hægt er að sjá myndina í fullri stærð hérna
Ég þakka móður minni innilega fyrir að hafa tekið þessa mynd á sínum tíma, ég lít ekki út fyrir að hafa verið hress með það þá!

Gaman að því.
Ég held að minn hafi nú ekki litið svona illa út!

Ég veit ekki hverjir muna eftir mér síðan síðast þegar endajaxlarnir í efri góm voru teknir. Man samt eftir því að Allý og Helga komu í heimsókn og áttu erfitt með að halda í sér hlátrinum. Ég ætla að reyna að skanna inn myndina, hún er ógeðslega fyndin svona eftir á. Það verst er að Biggi tannsi sagði að þetta væri oft verra með neðri góm, frábært!

Einmitt tíminn í endajaxlatöku núna þegar verkefni og próf dynja yfir manni.

Jæja best að dópa sig aðeins meira upp og sötra AB mjólk!

Tannslan

sunnudagur, apríl 10, 2005

Endajaxl að brjótast um.....

Árshátíðin var með eindæmum fín í ljósi þess að ég vann inneign í öllum NTC verslununum að verðmæti 5000 kall. Fínt fyrir fátækan námsman sem elskar að versla föt. Andri vann bíómiða eins og oft áður.

Maturinn var la la, skemmtiatriðin fín og ég setti síðan svip minn á samsteypuna með því að vinna eigandann í armbeygjukeppni. Endaði í 36-26 mér í vil. Það sem var lagt undir voru peningar að upphæð 50.000, ég býð því eftir fúlgu inn á reikninginn minn. Þar sem ég var orðin ansi æst og í miklu keppnisstuði skoraði ég líka á hann í 90 gráðu keppni, tók það að sjálfsögðu líka og endaði með því að eigandinn hélt súr á svip inn á sitt herbergi.

Kvöldið endaði síðan á því að endajaxlinn minn fór að brjóta sér leið í gegnum auman góm minn og hringdi ég að sjálfsögði beint í tannsann í minningunni um það þegar hinir tveir voru teknir og ég leit út eins og kýldur hamstur í tvær vikur. Hann smellti mér beint á pensilín og á ég tíma í fyrramálið. Lítur satt bezt að segja ekki vel út fyrir mig....

Ætla skella mér í bíó á kvikmyndahátíðina...
Lilly

föstudagur, apríl 08, 2005

Góða helgi allir saman!

Ég ætla byrja mína á því að slafra í mig feitum kjúklingabitum hjá Ruth og Lottó....

Síðan er það árshátið hjá adidas á Grímsá í Borgarfirði en þar munum við hjúin hjúfra um okkur á notalegu hótelherbergi.

Ciao
Linda
já ég er komin með sommerjob hjá vinnuskólanum.....VIÐEY!

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Til hamingju Megas!
Í tilefni afmælisins fór ég á þrælskemmtilega dagskrá í Máli og menningu í gær.

En þar sem að hann fékk íslenskuverðlaun finnst mér við hæfi að nefna eitt nýtt orð sem ég lærði í dag. Karlkynsorð yfir fyrirtíðaspennu er nefnilega brundlosunargremja! Þar hafiði það:)
Setningu dagsins á samt Guðjón sem er með mér í íslensku, hann lét þessi orð falla: Ég meina ég fer alveg á túr þó það komi ekkert í buxurnar hjá mér! Magnað:)

Segjum það!

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Sveittu svínku myndir komnar inn!

Ég er allaveganna helv... sveitt á enninu á mörgum myndum.
Tjékk it át sveittar svínkur

Setti inn nýja myndasíðu sem er ekki svona slómó eins og hin.....verð dugleg að bæta inn nýjum myndum.

Þetta er nú alveg týpískt Álfrún ekki satt?

Zzzzzzzzzzzzz......

Lítið um svefn í nótt. Ekki nógu spes að vera andvaka til 02:00 og vakna svo 05:50 eða reyndar 05:43 sem er reyndar ennþá verra. Ég er eitthvað svo þvílíkt spennt að það er ótrúlegt, fór að kenna í morgun og fann varla fyrir þreytu, hrikalega letjandi samt að hlusta á fyrirlestur um hvernig best er að kenna stofn orða í íslensku, að minnsta kosti svona snemma morguns, skellti mér svo í rpm til Ings í hádeginu og þvílíkt sem var tekið á því jeminn eini!

Held samt að ég sé svona spennt því doktorinn kemur heim á eftir, það er eitthvað svo miklu skemmtilegra þegar hann er:)

Ætla leggjast í heitt bað......já lífið er gott þessa dagana.

Lilly

mánudagur, apríl 04, 2005

Hver kannast ekki við þetta dansmúv?

Er þetta hor?


Yndislegt veður.....

Veðrið er svo geggjað að mommsan mín plataði mig með sér í klukkutíma hraðgöngu um hjartað (LA). Í gær fórum við í svipaða 45 mín göngu og á eftir ætla ég með henni Ings í Body Attack. Veit ekki alveg hvernig beinhimnubólgan (sem er by the way er að drepa mig) á eftir að höndla það! Hrikalega er ég dugleg í útivistinni og hreyfingunni. Það er hins vegar annað mál með lærdóminn en koma tímar koma ráð ekki satt?

LH í sumarskapi:)
Biking Wonder turns 60!

Í dag á afi minn hann Atli a.k.a Biking Wonder afmæli. Hann fagnar 60 árum á Kanarí í stanslausum danskeppnum, göngutúrum og áti á appelsínuönd. Hafðu það sem allra best í dag afi minn:)
Ha ha ha Einsigúmm eitthvað komist í template hjá mér!
Fyndið að ég var einmitt að hugsa um breytingar þegar ég var að komast inn á síðuna og viti menn.....

Er þetta ekki samt aðeins of grátt letur svona þar sem það er nú eiginlega komið sommer?
Hvað finnst ykkur?

Lindsey