mánudagur, febrúar 28, 2005

9 tíma seta gerir mig nú ansi þreytta í afturendanum.....

Annars finnst mér mjög fínt að læra inni í matsal fyrir utan það hversu stutt er í matinn, maður er alltaf að krækja sér í hálfan kleinuhring, smá kleinu, kókómjólk, einn sleikjó, snakkpoka úr sjálfsalanum og svo djúpan ummm....en vá hvað þú borgaðir mikið fyrir mig í dag Magga, ég sé um morgundaginn, hann verður samt meira út í melónur og vínber!

Klikkaða vikan sem sagt hafin en gengur fínt, ég og Magga massi erum líka svo hrikalega gott team í svona verkefnavinnu og auðvitað Bjössi líka, ekki má gleyma honum kallinum.

Farin í fiskinn

L

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Vi clubbar vi clubbar vi clubbar i stazionen..........einkunnarorð fjölskyldubílsins!

Var að koma úr vinnunni og er með valkvíða, veit ekki hvað ég á að fara að gera fram að mat. Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég leggja mig en þar sem að crazy vika er að fara í gang í skólanum þá hef ég ekki samvisku í það. Ég gæti því í staðinn gripið aðeins í gítar enda tími á þriðjudaginn og ef ég ætla skora hærra en síðast hjá kennaranum þá er kannski betra að æfa sig aðeins!

Gæti líka farið út að hlaupa og hresst mig aðeins við en þá gæti ég orðið enn meira stífluð...

Óska ÍR til hammara með sigurinn í gær og Stifti minn þá verð ég nú að viðurkenna það að hlaupaæfingarnar sem ég hef verið að taka þátt í eru á vegum ÍR en eina ástæðan fyrir því að ég tek þátt í þeim er vegna þess að þær fara fram í HJARTANU....

Chelsea deildarbikarsmeistarar....pabbsinn minn örugglega ánægður með það með öl í hönd í Ölveri:)

Segjum það.......

laugardagur, febrúar 26, 2005

Ég setti inn myndir úr partýunum fyrir árshátíðina í gær........undir myndir 2005

Þetta var fínt kvöld en ég hefði samt alveg viljað bara vera áfram í partýinu, fannst millararnir ekki alveg að gera sig á svona balli.....

Ég er voða þreytt.....og enn stífluð

Letidýr

Langar mest að fara að sofa

L

föstudagur, febrúar 25, 2005

Oh ég er svoooooo stífluð í nebbanum mínum....................

Ég þoli ekki að vera svona stífluð sérstaklega þegar að það er árshátíð og gleði í kvöld. Ætla samt að harka þetta úr mér og mæta í banastuði á ballið.

Er á leið í klippingu núna og það verður eitthvað róttækt enda ekki seinna vænna. Gengur ekki lengur að vera með svnoa topp eins og 10 ára stelpa sem eru búin að vera að safna í langan tíma. Ég vil eitthvað röff, töff, marga liti af strípum og flotta línu sem er líka flott þó að maður nenni ekki að gera neitt fyrir hárið:)

Hlakka til að sjá ykkur í kvöld dýrin mín

Pís
Linda

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Ég er búin að fá myndavélina.......eða við Andri!

Eigum hana víst saman, jólagjöf frá mommsunni minni og pabbsa. En Ella og Stóri Maggi komu færandi hendi með djásnið í morgun, beint frá Ameríkunni. Þetta er hrikalega töff, nett og létt vél sem á eftir að koma að góðum notum við ýmis tækifæri.

Annars er crazy í skólanum.....skilaverkefni.......skilaverkefni.....skilaverkefni!

Framundan verður því killer og mikilvægt að fara ekki yfir um af stressi, taka öndun inn/út og jógaæfingarnar verða teknar upp aftur.

Í þessum töluðu orðum var litla systan mín að hnerra tyggjóinu sínu í hárið á sér......spurning um að fara að greiða það úr.

Í gær fjárfesti ég í nýju týpunni af Supernova hlaupaskónum enda ekki alvöru hlaupari nema vera í alvöru skóm......komst samt að því að ég nota 38 2/3 sem er alveg helv....stórt miðað við litla manneskju, hefði næstum getað tekið 39 1/3, það hefur greinilega allt verið lagt í fæturna enda sérlega lögulegir:)

Jæja það verður ekki lengra að sinni, ætla í smá kvöldgöngu, taka aðeins í gítar, ákveða BP-prógram, gera vinnuskýrslu og fleira og fleira..........Zzzzz

Góði Guð gefðu mér 36 tíma sólarhring:)

föstudagur, febrúar 18, 2005

Lúxusdagur í vandamálum en reddaðist eins og allt gerir á endanum....

Byrjaði á því að ég reif mig upp úr rúminu klukkan 9 eftir að hafa setið alltof lengi frameftir og kjaftað um allt og ekkert við Láru, sem var samt hrikalega gott og hressandi fyrir mig:)

Tilbúin í slaginn við kennsluverkefnið og komin í gírinn, byrja vandamálin að hlaðast upp. Straumbreytirinn á tölvunni minni gefur upp öndina og hættir að hlaða sem gerir það að verkum að tölvan verður batteríslaus og ölllllllll verkefnið mín eru inni á henni....er samt með afrit af flestu nema ekki því sem ég var að gera í vikunni og það er ótrúlega merkilegt......

allevejene til að gera langa sögu stutta þá þræddi ég allar tölvubúðir bæjarins til þess að leita að réttu tengi og það gekk bara alls ekki vel, besta boðið sem ég fékk var á 12000........einmitt, ekki beint fyrir budduna mína en ég fór heim búin á því eftir erfiðan dag . Þá tók pabbsinn minn sig til og bauðst til að greiða kostnaðinn sem fékk mig til að taka gleðina á ný. Reyndar er þetta kannski skólanum að kenna en ég nenni ekki að útskýra af hverju.....ok ekki búið því í kvöld hringdi gaur sem hafði fengið meil frá partalistanum því Magga yndi sagði mér að senda meil þangað og hann bauð mér nákvæmlega eins dæmi og minn á 3000 kall, ég brunaði heim til hans og var svo ánægð að ég borgaði honum 3500 og kyssti hann rembingskoss nehhh ekki alveg koss en blikkaði hann haha......

Löng og leiðinleg saga en ótrúlega gaman þegar hlutirnir enda svona vel.

Fór síðan á fyrstu hlaupaæfinguna mína áðan og það er nú ekki frásögu færandi nema hvað að það voru 6 km í upphitun takk fyrir og þrælmikið þrek og einhverjar frjálsíþróttaæfingar sem ég var ekki alveg að fatta, eitthvað með samhæfingu og tempo en ég ætti nú að ná því á endanum.

Jæja æfing aftur í fyrramálið......hætti þessu áður en Lára verður brjáluð að ég sé hérna í tölvunni..........

Góða helgi

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Hlaupa hlaup........

Jæja góðir hálsar á morgun ætla ég að láta smá draum rætast sem ég hef lengi verið að gæla við. Þannig er mál með vexti að rpmið mitt á mán og mið er að detta út því mætingin hefur ekki verið nógu góð, leiðinlegt það reyndar:( Ég ætla hins vegar að nota tækifærið og byrja að æfa hlaup, ójá! Lindan mun mæta galvösk á þrekæfingu hjá ÍR á morgun og á laugardaginn hefjast hlaupin miklu. Ég veit að þetta mun vera erfitt og þetta mun taka á og þar sem að Martha Ernst er með þetta verður örugglega ekkert gefið eftir. Ég mun samt hafa hana Ylfu systur hennar Auðar vinkonu mér til halds og trausts:)

Hver man ekki eftir mér í denn í 10 km hlaupunum. Eitt skiptið stóð ég meira að segja uppi sem sigurvegari í Jónsmessuhlaupinu 18 ára og yngri! Geri aðrir betur.......

Hugsa samt að ég þurfi að sýna ákveðna þolinmæði þar til fyrra hlaupaþol hefur náð sér á strik en það er um að gera að láta á það reyna...er það ekki?

Óskið mér góðs gengis

Hlaupadrottningin

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Viðbjóðskuldi alltaf hreint.....

Það er að hellast í mig einhver flensa, höfuðverkur og beinverkir. Ég kenni kuldanum eindregið um enda var ég aldrei veik í hitanum á Ítalíu.

Í skólanum er nóg að gera sem eykur titring fjörfisksins sem hefur tekið sér bólfestu í vinstra auganu mínu. Þannig að ef þið verðið vör við mikinn titring þá er það ekki tourette heldur fiskurinn í essinu sínu.

Ég hef tekið ákvörðun um að fara bara á ballið á árshátíðinni í Kennó. Ástæðan er ekki að það hafi verið leiðinlegt í fyrra heldur er í fyrsta lagi of dýrt fyrir buddu Piccolinu sem vill frekar verja peningnum í annað en viðbjóðsmat á Broadway. Ég er samt alveg til í teiti fyrir ballið svona fyrir ykkur hin sem treystið ykkur ekki í matinn. Engin móri bara mín indæla skynsemi:)

tjuss

Belinda Hólm

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Rauðar rútur........

Ég hef ekki séð mig knúna til þess að skrifa hér í einhvern tíma, sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því.

Þessi helgi er hins vegar búin að vera hressandi og hófst hún með semi Idol partý hérna á Grunninum. Mættir voru: Ég, Andri, Sóley, Kobbi, Sigríður Erna og Svava systir mín. Ég vonaðist til þess að Lísa dytti út en varð ekki að ósk minni enda söng Helgi sig réttilega úr keppninni með fáránlegu lagi. Að Idolinu loknu var haldið á Megasukk á Grand Rokk. Þar var margt um góðan manninn og slæman. Sóley og Kobbi slógust í för með okkur og við hittum síðan Stifamtmanninn með meiru, Hjalta Kris með bjór í annarri og sígó í hinni, Gunna og Orra úr FRAM og að ógleymdum rónunum sem dvelja á Grand Rokk. Tónleikarnir voru ágætir þrátt fyrir að reykjarmökkur og rónagól hafi sett dökkan blett á. Kallinn var í ágætis formi en ég hef þó séð hann betri. Fyrir menn eins og Andra og Stifta var auðvelt að fylgja textum eftir en amatörar eins og Sóley og Kobbi sátu með lafandi kjálka og stjörf augu. Við fórum rétt fyrir lok tónleikanna sökum þess að erfitt var að halda augunum opnum útaf sígarettureyk. Við heyrðum því ekki lagið Rauðar rútur sem hefði verið gaman. Mig dreymdi hins vegar nóttina eftir að við hefðum misst af þessu lagi svo það getur vel verið að þeir hafi tekið það eftir að við fórum.

Á laugardeginum átti systir mín afmæli. Harpa er orðin 16 ára sem segir mér það að ég er orðin hundgömul. Eftir að hafa kennt eitt stykki hjólatíma með látum var haldið smá kaffiboð í tilefni dagsins og gæddum við fjölskyldan okkur á dýrindis kræsingum.

Um kvöldið var stefnan sett á Öxina og jörðina drátt fyrir umdeilda dóma á sýningunni. En það er eins og einhver sé að segja okkur að fara ekki því síðast þegar við gerðum tilraun til þess fékk ég ælupest og í gærkvöldi var einn leikari veikur og sýningin féll niður. Ég vil hins vegar taka ofan fyrir starfsfólki Þjóðleikhússins sem endurgreiddi mér miðana að fullu þrátt fyrir að ég hefði greitt í cash á sínum tíma. 5200 kr koma sér vel fyrir mjög svo fátæka námsmenn.

Ég og Andri skelltum okkur því í bíó á myndina Meet the Fockers og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, brandarar sem falla vel að mínum aulahúmor og gerðu kvöldið þrælskemmtilegt.

Í dag svaf ég fram að hádegi sem er besta sem ég geri. Ég kláraði minn hluta af barnabókmenntaverkefninu sem er magnað því einbeitingin hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Ég skellti í heitan salsarétt handa Andra (og smá mér) og á eftir hef ég hugsað mér að fara út að hlaupa. Góður sunnudagur sem mun sjálfsagt enda á lostætis grænmetissúpu hjá tengdó.

Framundan eru eintóm skilaverkefni og sé ég ekki fram á slökun fyrr en um páskana. 5 bls. verkefni í orðhlutafræði, 5 bls. ritgerð í nútímabókmenntum, barnabókaverkefni, kennsluáætlun og fleira og fleira og fleira og fleira, að ógleymdum gítarnum sem sárlangar í auma fingur.


Later
Lilly

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Ég hef ekkert til að skrifa um en ég er að hugsa alveg ótrúlega mikið og stundum þá bara skil ég ekki alveg allt.......

Takk fyrir í dag.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Fitubelgirnir

Þegar ég fór til Ítalíu hafði ég hvað mestar áhyggjur af því að ég myndi koma heim sem fitubelgur sökum ofneyslu á Gnocchi, pizzum og áfengum kokteilum. Þar sem ég var svona svakalega meðvitum um þetta þá held ég að ég hafi bara ekki fitnað neitt enda gekk ég flest allt sem ég fór og hljóp 120 þrep jafnvel 4 sinnum á dag. Hins vegar eftir að ég kom heim finnst mér hver pizzusneiðin og öll sætindin hlaðast á mig. Ég veit samt vel ástæðuna, hérna heima labbar maður akkúrat ekki neitt, maður situr í bíl eða á rassinum allan daginn og síðan fer maður og tekur trylling í ræktinni meira en góðu hófi gegnir sem endar síðan með því að manni fannst maður svo hrikalega duglegur að maður treður í sig 2 Devitos sneiðum. Og hér tala ég fyrir mig sjálfa en veit vel að einhverjir geta tekið undir þetta.

Ég er því dottin í sama helv..... vítahringinn og allir eru í hérna á Íslandi, kaloríur, kolvetna ofurhugsunina. Í morgun fór ég að kenna pump og núna er ég að fara að leggja í útihlaup með Rögnu og einnig gerði ég samning um að mæta í brennslu í fyrramálið. Já svona er nú tilveran hjá mér.

Samt mun ég pottþétt leyfa mér að fara á Eldsmiðjuna í kvöld jú af hverju.....því ég er búin að vera svo dugleg:)

LH

P.s. Þetta var leiðinlegur pistill ég veit það vel.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Ég er töff.....

Í gær byrjaði ég að spila á gítar. Ég get spilað blússtef í D og A og kann C á fyrsta bandi og G7. Ég er ánægð með mig og mér fannst ég það töff með gítartöskuna á bakinu að ég ákvað að labba frá Kennó niður í listhús. Ég upplifði mig sem gítartýpu með strá í munninum......fyrir næsta tíma á ég að læra lögin Hjólin á strætó.... og einn lítill tveir litlir......það verður eflaust stuð.

Í augnablikinu sit ég við lestur nokkuð góðrar bókar, Atómstöðin heitir hún eftir nóbelsskáldið okkar. Ég verð að viðurkenna að þetta er besta bókin sem ég hef lesið eftir kallinn en ég hef tekið Sjálfstætt fólk, Kristnihald undir jökli og núna síðast Innansveitarkroniku. Í tíma á morgun mun ég ræða um hvernig má sjá hliðstæður með Organistanum og Niezsche.

Í dag sagði ég mig líka úr faginu stærðfræðinám, rannsóknir og þróun, ég ætla einbeita mér af fullum krafti að íslenskunni. Enda engin ástæða til að ofreyna sig.

Ég er því að verða bókmenntatýpan með gítar á bakinu.

Segjum það gott
L