föstudagur, desember 31, 2004

Árið 2004

Þar sem árið er senn á enda finnst mér við hæfi að setja saman stuttan pistil um liðið ár ásamt hápunktum þess enda þessi tími árs einmitt sá tími þar sem allir líta yfir farinn veg og skipuleggja hvað betur mætti fara og hvað stendur upp úr.

Þegar ég lít yfir árið 2004 í fljótu bragði get ég ekki kvartað. Þetta var gott ár, að vísu ansi ólíkt öllum öðrum árum sem ég hef lifað.

Árið fór rólega af stað eða svona miðað við minn mælikvarða í byrjun árs. 3 vinnur og nóg að gera í hópverkefnum í skólanum. Þar stendur nú einna helst upp úr vettvangsnámið með þeim stöllum Krunku og Ingibjörgu. Frábær vinna, frábært verkefni og frábær mórall. Hef samt ekki nokkrar áhyggjur af næsta vettvangsnámi sem verður í Korpuskóla og með yndinu henni Margréti.

Þó svo að álag og streita hafi oft á tíðum verið að buga mig lét ég ekki til leiðast og skellti mér í keppnisferð með Rögnu til Birmingham. Þar hét ég Linda Heimisdóttir og fór sem Team Manager from Iceland. Þetta var sweet og gott að komast burtu úr annríkinu hérna heima.

Prófin gengu sinn vanagang og voru óvenjuskemmtileg þetta árið enda tók ég bara próf síðastliðið vor. Þar eyddi ég öllum mínum tíma uppi í Kennaraháskóla í hópi góðra manna.

Sumarið var gott að því leyti að ég náði að ferðast heilmikið um okkar fallega land Ísland ásamt því að vinna með einni af mínum bestu vinkonum henni Rögnu. Við eyddum góðum tíma í slátt og önnur garðyrkjustörf ásamt því að sendast bæinn á enda. Einnig var ég í Baðhúsinu og adidas búðinni og náði að taka að minnsta kosti þrjár Lindur í adidas búðinni og þá ein þar sem ég var að afgreiða með pilsið girt ofan í að aftan!

Ég og Andri fórum með Möggu og Andra upp á hálendi 17. júní og þó svo að sú ferð hafi verið púum niður af ýmsum þá stóð þessi 17. júní upp úr af öllum 17. júní sem ég hef upplifað. Enda sé ég ekki hvað er að því að fara út á land á þessum degi í stað þess að vera í bænum þar sem ,,rignir hálfétnum pulsum, pappírsfánaræflum og prinspólóumbúðum........” Mikið lifandi skelfingar ósköp sem við eigum fallegt land. Við keyptum okkur líka allar græjur í útileiguna og fórum í tvær frábærar ferðir með þær. Sú fyrri á Laugarás og sú seinni á Hala í Suðursveit.

Toppurinn á sumrinu er samt að FRAMARAR náðu að halda sér uppi 6. árið í röð og nú hlýtur bara að fara að koma að titlinum.

Þegar á sumarið leið hófst eftirvæntingin fyrir Ítalíuförinni. Ekki hafði ég nú hugmynd um hvað ég væri að fara út í en þegar ég horfi til baka þá var frábært þarna úti. Þó svo að heimþráin og söknuðurinn hafi stundum bankað upp á hefði ég aldrei í lífinu viljað sleppa þessari ferð. Þarna kynntist ég endalaust af frábærum krökkum frá fullt af löndum ásamt því að kynnast Hrafnhildi enn betur og komast að því að hún er gull af manneskju. Þú varst mér svo sannarlega allt í þessari dvöl okkar.

Síðan kom ég heim reynslunni ríkari og örugglega nokkrum aukakílóum líka. Fólk talaði um hversu afslöppuð ég væri og rólegri en ég hef nokkru sinni verið. Það sæist bara í andlitinu á mér. Þetta er líka allt rétt. Á Ítalíu lærði ég einmitt að slappa af, lifa í núinu og njóta líðandi stundar. Ég komst að því að á Íslandi snýst lífsgæðakapphlaupið alltof um kaloríur og kolvetni. Allir eru að stressast yfir öllu, allt á haus því jólin eru að koma og fólk er farið að hugsa löngu fyrir jól hvernig það ætli að ná aukakílóunum af sér. Allir eru að velta sér upp úr annarra manna málum og hringsnúast í afskiptaseminni. Enda hefur fyrsta spurningin sem fólk tekur á mig meira og minna verið hva hefurðu breyst eitthvað og svo er tekið skannið á mann frá toppi til táar. Þessu hef ég líka alltaf tekið þátt í en héðan í frá ætla ég ekki að láta þetta stjórna lífi mínu eins og svo margir gera og reyna að lifa eins og ég gerði á Ítalíu, laus við allt stress og áhyggjur. Kannski er þetta óumflýjanlegt í þessu litla sjávarplássi sem við lifum í en það vakna örugglega allir einhvern tímann við þann vonda draum að hafa gleymt að hugsa um sjálfan sig sökum þess að öll athyglin var á náunganum.

Ég átti síðan mín bestu jól í faðmi fjölskyldunnar og naut þess að sofa út, lesa, horfa á dvd, spila og slappa af með Andra og í góðra vina hópi.

Þó svo að margt annað hafi borið á góma þá eru þetta topparnir án þess þó að ég vilji vanmeta litlu hversdagslegu atburðina, þeir voru ekki síður góðir.

Gleðilegt nýtt ár!

Linda

miðvikudagur, desember 29, 2004

Seint skrifa sumir en skrifa þó......

...hef einhvern veginn ekki haft eirð né löngun til að drita inn einhverju hérna á þetta blessaða blogg mitt.

Ég óska ykkur hins vegar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sendi reyndar 28 jólakort sem ég vona að hafi hlýjað einhverjum um hjartarætur. Fékk hins vegar bara 4 kort sjálf, hvar eru hin 24?

Það er hins vegar alveg yndislegt að vera komin heim og ég hefði ekki mátt koma degi seinna því það var stanslaust prógram frá því að ég lenti í Keflavík. Var alveg best í heimi að knúsa alla og kyssa.

Í fyrsta skiptið í 7 ár held ég var ég ekki að vinna fyrir jólin, ég naut þess því að sofa út, tjilla í bænum og pakka inn jólagjöfum. Gerði samt enga svaka jólahreingerningu en mun reyna að standa mig í áramótahreingerningunni.

Á Þorlák kíkti ég í bæinn með Andra, Rögnu, Sigríði, Helenu og Lindu og náðum við rétt að troða okkur inn á Mokka, þvílík var fólksmergðin.

Aðfangadagur rann síðan upp með allri sinni fegurð og enn og aftur var ég ekki að vinna og svaf því út og vaknaði rétt tímanlega í smörrebröd hjá pabbanum mínum en hann stóð vaktina í þeim málum.

Um kvöldin borðuðu svo Andri og Uppáhalds afi með okkur og kláruðum við tæp 3 kg af hamborgarhrygg. Andri fór síðan í Mosarimann að opna pakkana.

Það var mikið hlegið þegar var verið að taka upp gjafirnar og þá sérstaklega af afa mínum sem var aðeins kominn á undan sjálfum sér og skrifaði alltaf jól 2005 á öll kortin. Mommsan mín var heldur ekkert skárri og skrifaði undir eitt kortið jólakveðja, Ágústa, Heiðar, Linda, Harpa, Svava og Harpa, sem átti að sjálfsögðu að vera Andri.

Ég fékk endalaust mikið af flottum gjöfum og að vanda voru flestir pakkar í mínum sófa. Það mætti samt halda að það væri eitthvað vond lykt af mér þar sem ég fékk heil 5 body lotion, baðsalt og bað lotion og mér var nú allri lokið þegar ég fékk svo líka svitalyktaeyði.....

Frá Andra fékk ég síðan fallegan hvítagullshring, þennan hring má ekki kalla trúlofunarhring heldur hefur hann fengið nafngiftina 5 ára hringurinn, ég er bara glöð með það, enda er þessi hringur á miðputtanum eins og Helgi kýs að kalla það.

Eftir að hafa kíkt upp í Mosarima og opnað enn fleiri gjafir enduðum við síðan á því að fara í miðnæturmessu í Fríkirkjuna sem var yndislegt, Páll Óskar og Monika voru að spila eins og reyndar í fyrra og ég varð meyr og fékk tár í augum. Síðan sungum við nóttin var sú ágæt ein og heims um ból. Fullkominn endir á frábæru kvöldi. Helgi kíkti svo til okkar og ein rauðvín var opnuð og ostar lagðir á borð.

Jóladagur rann upp um tvöleytið, þá var ekkert því til fyrirstöðu en að henda sér í sturtu og maka á sig öllum nýju body lotionunum og fara í jólaboð með fjölskyldunni hans Andra. Þar var setið og etið í 5 tíma og endaði með að ég sofnaði í sófanum eftir átuna. Kvöldið var síðan bara rólegt eftir það, lestur góðra bók og meiri matur.

Annar í jólum var náttfatadagurinn mikli, þangað til ég áttaði mig á því að ég yrði að fara út að hlaupa eða svona meira út að renna mér, svo mikil var hálkan. Síðan fórum við í jólaboð til ömmu og átum dýrindis kalkún, ís, konfekt og kaffi. Því miður komst pabbi ekki með því hann var eitthvað að bardúsa í sætunum í bílnum, sem skullu síðan á vörina á honum og endaði með því að vörin bólgnaði upp og blóðið lak stanslaust. Hann sat því bara heima með plástur og ís. Eftir boðið kíktum við Andri til Sóleyjar og Kobba og spiluðum popppunkt með þeim og Rögnu og Vidda. Við stelpurnar fórum á kostum í þessu spili og gáfum sko ekkert eftir. Hver segir að millinafn George Harrison hafi ekki verið FORD!

Á þriðja í jólum var sofið út að vanda og stússast aðeins samkvæmt skipulagsplaninu mínu. Komst að því að ég átti yfir 30000 kall í orlof sem er alltaf óvæntur glaðningur þegar aurinn er að klárast.

Í gær var ég svo að vinna í adidas, fyrsti vinnudagurinn eftir 4 mánaða fjarveru. Get ekki neitað því að blendnar tilfinningar komu upp. Um fimmleytið fann ég síðan að ég var örugglega að fara að fá gubbuna sem er að tröllríða öllu á Íslandi. Kláraði samt vinnudaginn en var svo alveg bakk þegar ég kom heim og ég og Andri þurftum að cancelera leikhúsi sem við ætluðum í. Ég tók síðan tvær góðar gusur og var frekar slöpp í alla nótt. Mætti því ekki í vinnu í dag en er öll að koma til.

Það var ekki meira í bili.....
hvað á annars að gera á gamlárs?

Litla gubbustelpan

miðvikudagur, desember 15, 2004

Í dag (14. des) sagði ég við Hrafnhildi hugsaðu þér ekki á morgun ekki hinn heldur hinn þá förum við heim og þá sagði Hrafnhildur og hugsaðu þér að á morgun segjum við ekki á morgun heldur hinn förum við heim........

Þetta voru góð orð.

Já satt best að segja þá er brjálað að gera hjá Piccolinu í skipulagningu og niðurpökkun. Er búin að senda ein 8 kg heim og stefnir allt í það að ég sendi 2 í viðbót á morgun. Maður er liggur við með gjafir fyrir alla á Íslandi!

Í dag skellti ég mér hins vegar til Mílanó og tjillaði með bréfpoka (Fiorucci) í annarri og pizzu í hinni. Þetta var góður dagur sem endaði í mat hjá prófessor Morra og vinkonu hans Mariu sem er frá Belarus í Hvít-Rússlandi og mánaðarlaunin hennar eru 150 evrur á mánuði og hún er doktor í sálfræði. Ég fékk eiginlega smá móra yfir því að hafa ekki gefið henni gjöf eða eitthvað.......

Ég vil hins vegar hópa öllum FRAMkonum saman þegar ég kem heim enda tími til kominn að sletta úr klaufunum, maður er sko ekki lengur einhver amatör í djamminu eftir dvölina hérna. Hvað segja fósturmamma og jólakötturinn um það (og by the way Gréta þá er ansi ólíklegt að ég fari í jólaköttinn svona miðað við magnið af fötum sem ég hef keypt hérna í mekka tískunnar)

Ætla hins vegar að kasta mér í bælið núna enda langt og strangt prógram fram að heimkomu. Giljagaur var voða næs í gærmorgun og mundi eftir mér og gaf mér nammigott í skóinn enda hafði ég ekki étið alla molana úr dagatalinu eins og hann Unnar vinur minn. Hverslags uppeldi er eiginlega á því barni?

Bið að heilsa í bili,
ci vediamo
a presto

Linda

föstudagur, desember 10, 2004

Eftir allt eru Ítalir bara hið indælasta fólk...

......fyrir utan nokkra fabíóa!

Nei ég komst að því í dag að Ítalir eru afar hjartahlýjar manneskjur. Eftir tölvutímann minn skellti ég mér á Café Dóm eða Hjá Dóra eins og við kjósum að kalla það, varð að dúndra í mig einum expresso eftir aðeins 3 tíma svefn, svona ef ég ætlaði að meika ræktina. Dóri var sprækur að vanda og er ávallt duglegur að kenna mér ítölskuna og blaðrar í gríð og erg og spyr og spyr og auðvitað komu spurningar um heimför mína og ég sagði honum það væri nú bara prossimo venerdi og svo bara basta Italia. Ha! Kemurðu ekkert aftur, nei nei, kannski í heimsókn eða eitthvað því la mia amica verður hérna áfram. Heyriði, Dóri bara góður á því og ætlar að halda la festa fyrir mig og Krunku á mánudagskvöldið. Bara mæting og Café Dóm klukkan 21:00 og festa. Dýrka Dóra:)

Ekki nóg með það heldur smellti ég mér í ræktina og hitti þar Simonu sem er með alla tímana sem ég fer í. Hún fer svona að tjatta eins og allir Ítalir og spyr hvort að sé ekki bara allt í góðu og svona. Jú, jú segi ég og segi henni að svo sé ég bara að fara heim í næstu viku. Ha! já um jólin, nei nei forever. Og viti menn Simona vill efna til veislu, ég og gymmfélagarnir saman eitthvað á næsta miðvikudagskvöld. Maður er því orðin ansi fullbókaður í næstu viku! Gaman að því.

Fór síðan í rassa- og læratímann, pump og endaði á að taka 30 mín teygjur. Hélt það myndi líða yfir mig eftir þetta sökum hungurs og ofþreytu. Náði samt að smella mér í Standa og versla í matinn, náði í myndirnar okkar Möggu í framköllun, fór og græjaði jólagjöfina, hitti dreddagaurinn aftur 2svar, hann stakk upp á barferð, ég þakkaði aftur pent og sagðist vera fullbókuð þar til ég væri heim. Þið megið ekki líta svo á að það séu allir á eftir manni hérna, engan veginn. Þetta er bara eitthvað með þetta ljósa hár, skiptir akkúrat engu máli hvernig þú ert útlítandi, bara ljósa hárið gerir gæfumuninn:)

Síðan sendi ég eitthvað meil í morgun til allra á Alþingi til að mótmæla hækkun skráningargjalda í háskólum, eitthvað sem ég fékk frá stúdentaráði og átti að senda ef ég vildi og setja nafnið mitt undir. Haldiði að maður sé ekki bara búin að fá svör frá Merði Árna (eitthvað hressandi við hann Mörð, skemmtilega smámæltur og svo er hann hálfbróðir hennar Emblu sem er hálfsystir hennar Álfrúnar vinkonu minnar), Sigurjóni Þórðarsyni, Ágústi Ólafi, Helga Hjörvari, Ögmundi Jónassyni og Margréti Sverrisdóttur. Sumir gerðust jafnvel svo kræfir að senda mér eitthvað dótarí í viðhengi til að lesa og buðu mér að skrá mig á einhvern póstlista til að fylgjast með. Ég hef nú aldrei verið neitt agalega pólitískt virk en veit þó fyrir víst hvaða flokk ég kýs ekki, enda fékk ég ekki póst frá neinum í honum;) Mér fannst samt helvíti hressandi brandari (ef þetta var brandari) sem Helgi Hjörvar tók í lokinn í sínu meili: Góða helgi, Helgi. Þetta er einmitt svona húmor sem ég fíla og ég veit ekki oft hversu oft ég er búin að taka þetta á góðvin minn hann Helga:)

Málið er samt, hvað er ég búin að koma mér í? Jæja, gott fólk sem er með mér í Kennó, senduð þið ekki örugglega þetta bréf líka? Er þetta eitthvað sem maður á að fara að blanda sér í?

Vá hvað ég er með mikla munnræpu en það er ekkert skrýtið, hér er engin heima til að tala við nema skottuvinir mínir og það var einmitt ein dauð á gólfinu þegar ég kom heim. Hvað er málið með mig og þessar silfurskottur?

Eitt enn í lokin, mamma var að senda mér Kveðja frá mömmu meilið sem hún sendir alltaf annað slagið og hún var að segja mér að Svava litla systir mín er alltaf að segja henni frá einhverjum góðum draumum sem henni er að dreyma um mig og svo sagði hún upp úr þurru um daginn: oh ég elska hana Lindu svo mikið. Ég er ekki frá því að eitt tár hafi fallið þegar ég las þetta. Vá hvað ég hlakka mikið til að hitta systur mínar Hörpu og Svövu sem eru á efa bestu systur í öllum heiminum:)

Nú eru vinkonur mínar, Carrie, Sam, Charlotte og Miranda hins vegar komnar í heimsókn og ég þarf að sinna þeim 18 þætti í kvöld ásamt því að fara í langt gott bað með nýju baðbombunum mínum, ætla láta mig hafa þetta þrátt fyrir skottur, hef samt örugglega bara fulla lýsingu. Ég ætla líka aðeins að prófa að pakka því mér finnst svo gaman að skipuleggja og nú getur engin verið að setja út á það því ég er ein í heiminum.

Hafið það gott um helgina og góða helgi Helgi minn:)
2. andvokunottin

Spennan fyrir heimkomunni er gjorsamlega ad buga mig. Reyndi ad fara ad sofa um midnaetti en var ekki sofnud fyrr en um 4 og thurfti sidan ad vakna 7 til ad maeta i tolvutimann sem eg er i nuna. Enn og aftur ad vinna i heimsidunni, thad er ad blogga. Og eg tok enga kriu i gaer. Thetta vardur svakalegt ef eg mun halda thessu afram fram ad heimkomu. Veit ekki hvad er til rada?

Eg og Andri brutum lika sunnudagssimtalsregluna og hann i hringdi i mig i gaerkvoldi, thurfti sma pepp svona i profalestrinum. En ma madur ekki allt svona sidustu vikuna.

Dagurinn byrjadi samt ekkert alltof vel, kom inn a bad og thad var daud silfurskotta i sturtubotninum. Hressandi og einmitt thad sem eg vonadist eftir svona i morgunsarid!

Hef samt nog fyrr stafni i dag, aetla reyna ad bomba mer i raektina i hadeginu, fara med pakka a posthusid, thvo thvott og graeja eina jolagjof.

Hafdi samt hugsad mer thvilikt tjill i kvold, heitt bad med kerti, Cohen og badbombu en get ekki hugsad mer thad med skotturar tharna skridandi ut um allt brrrrrrrr:(

Leidinlegt ad kennarinn minn er enn i mutum, iskrar herna ut um alla stofu og ekki nog med thad heldur baud hann mer med ser i aperitivo gegnum msn og sagdi sidan vid hofum thad bara svona a milli okkar. Ja ja blessadur, lattu thig dreyma! Tharf bara ad fa undirskriftina hja ther og okkar samskiptum er lokid.

Jaeja aetla ad fara ad skoda allt a netinu sem eg veit um. Ollum simtolum til min um helgina verdur tekid fagnandi:)

Ykkar skotta


fimmtudagur, desember 09, 2004

Byrjaði í prófum í dag......búin í dag!

Rúllaði prófinu upp, kennarinn spurði spurninga á ítölsku, túlkurinn þýddi yfir á ensku og ég blaðraði og blaðraði. Pís of keik fyrir mitt leyti:) Þá á ég bara eftir að mæta í einn tölvutíma í fyrramálið og einn stærðfræði á mánudaginn and the school is over en ég tók nú lítið sem ekkert eftir því að hann hefði byrjað. Hlakka til að takast á við 19 eininga tryllinginn eftir jól.

Munaði litlu að annað þvottavélaslys hefði átt sér stað í dag en Martina setti vélina af stað án þess að setja frárennslið ofan í baðið en það er eina sem blívar. Vatn spíttist út um allt baðgólf en heppnin var með okkur því ég og Lísa vorum heima og skófluðum þessu upp.

Núna eru bara 8 langir dagar þangað til að ég kem heim en ég var svo spennt í gærkvöldi að ég varð andvaka og rauk á lappir og eldaði mér pítsu ásamt Krunku sem var líka andvaka, síðan mátaði ég öll nýju fötin mín og fann út hvað hentaði best í jólaboðin, horfði á satc og tók ofvirknistrylling, endaði samt að lokum á því að sofna en ég er hins vegar að lognast út af núna sökum þessa og meikaði ekki gymmið.

En 8 dagar eru nú alls ekki mikið þar sem þeir voru nú einu sinni 108!

Er svo löt að ég nennti ekki að finna til mat og tók fröken kornflex á þetta og fékk mér special K með súkkumlaði.

Var að byrja að lesa Hann var kallaður þetta, spólaði alveg í gegnum 72 bls áðan en þetta eru svakalegar lýsingar. Ég gerði samt þau mistök að byrja á síðustu bókinni þannig að ég veit hvernig þetta endar. Er líka með bók 2 en hún verður örugglega lesin um helgina en þá verð ég ein hérna í casa de mongo því allar stelpurnar eru að fara til Rómar.

Segið mér nú eitthvað af ykkur, fíla ekki að kommentadálkarnir hjá Skallanum sé í trylling en mínir í lægð:(

Belinda

miðvikudagur, desember 08, 2004

Prófalestur.....

Verður maður ekki aðeins að taka prófalesturinn fyrir þar sem öll blogg fjalla í augnablikinu um hann. Ég er sem sagt að fara í próf á morgun, mitt eina á önninni, svona til að ítreka það. Er samt búin að skila 3 ritgerðum, reyndar stuttum og laggóðum og gera yfir 30 stærðfræðiverkfni. Það er ekkert eins og maður sé bara í tjillinu hérna sko:)

Ég hins vegar er alls ekki í fílingnum fyrir prófalesturinn. Rétti andinn er ekki yfir mér nema ég sitji inni í svartholinu (Skúta) í Kennó eða inni í stofu í spassakasti með Möggu og öðrum félögum mínum sem taka næturlesturinn á þetta út í Kennó. Ég sakna þess líka að taka spekingaspjall, þau hafa nú verið ófá með útkrotaða töfluna af spekingaupplýsingum. Spekingaspjöll eru undursamleg þegar kemur að prófalestri, aldrei lærir maður meira en akkúrat þegar eitt slíkt á sér stað.

Ég man líka eftir prófalestrinum þegar ég var í sjúkraþjálfuninni og var ákveðin í að hætta en ákvað samt á þrjóskunni að taka prófin (veit ekki alveg af hverju). En þá fórum við Andri á hverjum morgni og keyptum okkur heilsuklatta, kókóskúlu og kók hjá Jóa Fel, fórum á Grunninn (bjuggum á Hjallaveginum þá) og slöfruðum þessu í okkur. Héldum svo niður í kjallarherbergið á vit lestursins en ákváðum alltaf að leggjast niður í svona hálftíma áður en við byrjuðum. Þetta var alltaf undursamleg lagning og við sögðum alltaf við okkur hugsaðu þér þegar við verðum búin í prófum og getum lagst niður án þess að fá samviksu yfir því síðan stóðum við upp og sungum saman það eru jól gengin í garð eins og villtur hundur rífur öll leiðindi sundur. Og þetta kom manni svo sannarlega í gírinn. Þetta eru glansmyndir fortíðarinnar.

Ég hef lokið mér af með umræðu um prófalestur
Gangi ykkur vel

Belinda Postman

þriðjudagur, desember 07, 2004

Berlínarferð í boði og banka og Laugarnesskóla, tja það er spurning sem krefst svara?

mánudagur, desember 06, 2004

Heima er best! (á Íslandi samt)

Komin heim heil á húfi og laus við perra alla leiðina, sat á móti blindum manni en ég taldi það skásta kostinn í sardínudósarlest með illa lyktandi Ítölum.

Einni Berlínarferð, 8 fæðingum og öllum tegundum af partýprumpi ríkari er ég mætt galvösk við prófalesturinn enda mitt eina próf þessa önnina á fimmtudaginn og það er munnlegt próf og kennarinn minn er búinn að redda sér tveimur túlkum því hann sjálfur talar litla sem enga ensku. Lentum í því hérna um daginn að ég var ekki í tíma og Krunka segir við hann Linda is going to read this book, kennarinn í sínu mesta sakleysi setur upp vandræðasvip og kallar á einhvern úr bekknum sem getur talað ensku, ein stelpa kemur upp og kennarinn eins undrandi og hægt er að vera segist ekki skilja orðið LINDA, Krunka í smá hláturskasti nær að æla upp úr Linda is the other erasmus student! OH Lííínnnnnddaaaa! segir kennarinn þá!

Það er nefnilega málið að það skilur engin Linda eins og við segjum það, við þurfum að segja Lííínnnnnda og þá átta fabarnir sig á örskammri stundu:)

Jæja ciao allir saman
Lííínnndaaa
Það er svooo kalt í Berlín.........

Kemst ekki út nema vera í flísaranum, dúnaranum, gammó, vettlingum, húfu og með trebba. Es ist scheisse kalt! Liðamótin mín eru ekki að þola þetta og ég er með verki út um allt, sem segir mér það að ég er búin að vera of lengi í hitanum og kominn sé tími á heimkomu sem er reyndar bara eftir 11 daga. Wunderbar!

Tók túristahringinn í dag og sá helstu byggingar og staðarhætti, þvílíka sagan hérna, þetta er mér alveg ofviða. Liggur við að ég dragi fram gömlu sögubækurnar frá honum Ragga og lesi söguna aftur.

Fórum á Bridget Jones 2 áðan og djö... var hún fyndið, pissaði næstum í mig af hlátri. Gef henni alveg 9 stjörnur af 10 mögulegum. Hún er jafnvel betri en sú fyrri.

Tvíræðni dagsins

Hvítur maður og svartur maður standa fyrir framan hvorn annan:

hvítur maður: Ich sehe schwarz!
svartur maður: Ich weiss!

Tvíræðni í þessu, hver áttar sig á henni, fáránlega skemmtileg þessi þýska.

Á morgun mun ég svo halda aftur á vit fabíóanna í Genova en fyrst ætla ég að taka einn góðan rúnt í H&M og sjoppa nærföt og kannski einhverjar jólagjafir fyrir sjálfa mig enda búin með allar hinar, Magga mun standa vörðinn um að ég bæti ekki við gjafirnar enda þolir yfirvigtin það ekki.

Tjuss
Linda


laugardagur, desember 04, 2004

Guten Abend meine liebe Freunde

Lindthrüde Schneider hat viel Spass (i) gehabt in Berlin. Zum Beispiel:

  • nach Cookies gegangen (einen der berömteste Club Berlins)
  • in deutschkurz gegangen mit Margthrude
  • einen mp drei spieler gekauft drei Mal weil jeden mal ist es kaputt geworden
  • habe bei Italienische Freundin von Margthrude gegesst und Deutsch und Italienisch gesprochen
  • Saxenhausen, eine Natzi Konzentrationslager angeschaut
  • Ein Weissbier getrunken
  • und jetzt drinkt sie einen Breezer

.....og komst að því að ég er ekki svo galin í þýskunni enda ekki með 9 á stúðent fyrir ekki neitt!

Er reyndar orðin fórnarlamb vandræðanna, byrjaði á því að vera rænd í Flórens og í framhaldi af því hófust vandræðin, þeir sem ekki skildu þá þurfti ég að skila mp drei spilara tvisvar sinnum því hann var eitthvað gallaður og tók 50 evrur út í Postbank sem gaf mér ekki peninginn en ákvað samt að taka hann af reikningnum mínum og ekki má gleyma perranum í lestinni. BIÐ UM PÁSU FRÁ ÞESSU.

Annars fann ég 2. seríu í satc í dag á tilboði á 26 evrur sem er ingen ting og splæsti að sjálfsögðu á mig og á því allt safnið núna. Á morgun verður túristahringurinn tekinn á þetta, annað hvort á hjólum eða tveimur jafnfljótum. Í kvöld er Rosis málið, underground staður eins og þeir gerast bestir í Berlín.

Ég vil síðan þakka hönnuðinum mínum honum Einari fyrir þetta nýja lúkk, ég vona að undraafinn minn get lesið! Jólabúningurinn kominn á síðuna og ekki skemmir fyrir að drottningin tróni á toppnum.

Bið að heilsa í bili og mun örugglega koma með fleiri hrakfallasögur af mér á morgun

Liebe Grüsse

Lindthrüde


fimmtudagur, desember 02, 2004

Ferð til Berlínarborgar

Þegar ég settist upp í lestina til Milanó leið mér alveg ótrúlega vel, þvílíkt spennt að vera á leið til Berlínar. Byrjaði að lesa í bók eftir Neil Postman bókinni sem ég er að fara í próf úr í næstu viku, þar vakti sérstaklega athygli mína kafli um Þýskaland þar sem ég var nú á leiðinni þangað. Í makindum mínum við bókalestruinn fæ ég sent sms frá Krunku um það sé komið Bréf til Lindu, bréf frá Andra sem ég er búin að vera að bíða eftir. Þegar ég er á fullu að senda sms eins og mér einni er lagið kemur inn maður um fimmtugt og spyr hvort það sé laust í klefanum , ég sat ein í klefanum og var að njóta þess í botn og vissi að margir aðrir voru lausir þannig að ég hugsaði af hverju í andsk.... þurfti hann að velja minn klefa. Hann byrjaði síðan að sjálfsögðu að tala eitthvað á ítölsku og ég þóttist vera niðursokkinn í bókina og búin að stilla mig inn á þýskuna, ég var samt það kurteis að ég bauð pistasíur sem ég var að maula. Eftir smá tíma fór ég að taka eftir því að það var eitthvað bogið við þennan mann, settist beint á móti mér og það sem hann var að gera var viðbjóður, fer ekki út í nánari lýsingar. Ég þóttist að sjálfsögðu ekki taka eftir honum og aktaði kúl eins og mamma var búin að kenna mér innst inni undirbjó ég öskur og kickbox spörk ef hann myndi gera eitthvað við mig. Að lokum gafst ég þó upp og fór fram á gang og stóð þar síðustu 10 mínúturnar til Mílanó. Ég er búin að fá mig fullsadda af þessum helv... ítölsku fabíóum.

Í Mílanó borgaði ég síðan 70 cent fyrir að pissa og tel mig því hafa verið rænda. Þar fann ég lestina til Bergamo og fann mér sæti þar sem engin gat sest á móti mér, tók upp nestið mitt og gæddi mér á salati, sko að spara mig fyrir Búrger King eins og maður segir á þýskunni. Þarna komst ég síðan í kynni við bóbó mömmu og bóbóbarnið Abu, ég og Abu urðum strax mestu mátar þar sem ég dældi í hann pistasíum og leyfði honum að þvo sér um hendur á blautþurrkunni minni, teikna mynd í stílabókina mína og klóra mig því ég ætlaði að taka pennann minn aftur. Abu er 2 ára og 3 mán og var svo duglegur að geta sagt Linda, benti á mig og sagði Linda! og ég benti á hann og sagði Abu! Þetta bræddi mitt litla hjarta. Abu sofnaði síðan með bros á vör í fanginu á bóbómömmunni sem reyndi að selja mér eitthvað drasl en ég þakkaði pent. Leiðin til Bergamo var því mun betri en til Mílanó. Bóbómamman stökk svo út með Abú á bakinu og varninginn í körfu á höfðinu. Ég komst síðan heil á húfi til Bergamo og veit ekki hvaða engill var með mér, örugglega Svava amma, ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég kæmist á flugvöllinn. Haldiði að ég hitti ekki bara fólk í alveg sömu sporum og ég sem var líka að fara á flugvöllinn og líka til Berlínar og talaði ítölsku, ég hengdi mig því á þau og losaði mig ekki fyrr en ég var búin að tjékka mig inn.

Þegar ég kom inn í flugvélina fékk ég hláturskast, allt í einu allt á þýsku, blöðin, starfsfólkið, útvarpið og það var verið að spila last christmas og white christmas, hversu jólalegt er það og svo tók Magga á móti mér og fór með mig á jólamarkað sem var æði og Berlín er æði æði æði, ich liebe Berlin.

Magga er síðan búin að vera að stjana við mig, búa til samlokur, færa mér popp, vatn og vínber, ja das Leben ist wunderschön!

Schöne Wochenende und viel spass (i)

miðvikudagur, desember 01, 2004

...einhverja hluta vegna lagði einhver tæp 60000 inn á reikninginn minn í dag, skýring:LAUN. Þar sem ég hef ekki unnið síðustu þrjá mánuði (svona í fyrsta skipti á ævinni) þá veit ég ekki hvaðan þetta kemur, ég segi því bara TAKK OG KNÚS og býð mig sjálfa velkomna inn í allar H&M búðirnar í Berlín. Allar vinnurnar mínar kannski svona vanar að borga mér laun að þær geta ekki hætt, spurning sko! Það má ekkert taka svona aftur út af reikningum ef það er búið að leggja ha er það nokkuð?

MILLJÓNERINN
Til hamingju með fullveldisdaginn kæru Íslendingar..........

Ekki margt markvert búið að gerast hjá mér undanfarna daga. Vorum reyndar með smá stelpukvöld í gærkvöldi og horfðum á ýmsar vídó (nýtt orð fyrir video) upptökur sem Sara hefur verið að taka upp undanfarna 3 mánuði, ótrúlegt að ég sé bara skyndilega búin að vera hérna í 3 mánuði. Í kvöld er síðan eitthvað voða húllum hæ hérna á Via Garibaldi, dj, hljómsveitir og ég veit ekki hvað og hvað, við ætlum að skella okkur þangað en samt ekki of lengi því ég er að fara til Berlínar í fyrramálið og eins gott að vera vel vakandi því það er stíft prógram í lestar- og flugferðum allan daginn:

11:19 Tek lest frá Genova P.P til Mílanó
12:50 Ætti að vera komin til Mílanó
13:20 Lest frá Mílanó til Bergamo
14:20 Ætti að vera komin til Bergamo
15:50 Þarf að vera komin í síðasta lagi út á flugvöll þannig að ég hef einn og hálfan tíma til að koma mér frá lestarstöðinni, ætti að bjargast
16:50 Farið í loftið frá Bergamo
18:25 Lent á Tegel flugvelli í Berlín þar sem Margthrude tekur á móti mér og þar hefst tryllingsprógram fram á mánudag.

Hef heyrt að Margthrude sé með stanslausa dagsskrá: Jólamarkaðir, H og M, matarboð, cookies, Saxenhausen , bíóferð, litlu jólin, erasmus partý og fleira og fleira og fleira. Gaman að taka prófatörnina þarna svona til tilbreytingar. Annars er ósköp lítið eftir af skólanum hjá mér, er að verða búin að fá undirskriftir frá öllum kennurunum upp á að ég hafi setið kúrsana þeirra þannig að ég á eftir að mæta svona 5 daga í skólann.

Síðan verður bara haldið heim eftir 16 daga og er formleg niðurtalning hafin. Ég er líka örugglega búin að skipuleggja ferðatöskurnar mínar svona 100 sinnum því ég hata ekki að skipuleggja hlutina (keypti mér nýja dagbók fyrir 2005 í dag og svona um að gera að vera snemma í því, sendi líka pakka heim á mánudaginn með 4 kg því ég þarf aldeilis að blikka einhvern í tjékkinu til að koma öllu draslinu heim!

Gangi ykkur vel í lestrinum lömbin mín og ykkur hinum í jólastússinu heima:)

Ykkar einlæg Belinda

mánudagur, nóvember 29, 2004

Frábær ferð til Flórens (stuðlað)

Ég get ekki haft þetta langt núna þar sem ég er að lognast út af sökum þreytu, klukkan að ganga þrjú. Er samt með kveikt á kertum í tilefni fyrsta í aðventu, er að horfa á piparkökurnar úr IKEA og ætla gæða mér á nokkrum, einnig er ég að hlusta á pottþétt jól útlenska diskinn og var að enda við að ljúka sunnudagssímtalinu við Andra, hvað gæti verið betra?

Jú ég var að koma úr snilldarferð til Flórens nánar tiltekið úr Casa de sprelló (ég sleppti hinu nafninu stelpur mínar þar sem ég er komin með hlutverk í leiknum). Til að gera langa sögu stutta er eftirfarandi það sem ég viðhafðist þessa helgi:

Kláraði að kaupa allar jólagjafirnar á einu bretti. Að sjálfsögðu með mikilli aðstoð Hrabbs enda ég með valkvíða á hæsta stigi og þurfti hennar aðstoð við

Keypti 40 jólakort sem ég ætla að skrifa á Stansted meðan ég býð í 8 tíma eftir að komast heim

Borðaði bestu pizzu sem ég hef fengið með alltof miklum hvítlauk (enda allir í casa de sprelló með kvebba

Svaf á svefnsófa í miðju reykskýi

Tók hraðgöngu með Hröbbu um alla Flórens til að meika jólagjafainnkaupin á réttum tíma

Eyddi metmiklum pening á mettíma

Gerði góð prúttkaup við Bóbó

Horfði á satc í billjónasta skipti

Sjoppaði meira

Borðaði beyglu og braut gosbindindið með því að fá mér eina diet með

Fékk mér marga café latte til að halda mér við innkaupinn

Vaknaði við að lúðrasveit var að spila fyrir utan gluggann og vaknaði líka við að le shef var mætt í eldhúsið kl 9 á laugardagsmorgni

meiri hraðganga

chili con carne eða eitthvað svoleiðis sem kom meltingu á aðeins meira skrið en venjulega og er ekki ráðlagt fyrir langar lestarferðir

Lenti á séns í lestinni með gaur með dredda sem byrjaði á small talk ca 20 mín áður en á áfangastað var komið. Pínlegt það, bauð mér svo í breakfast í fyrramálið, ég þakkaði pent og sagðist þurfa að læra enda brjálað að gera hjá mér í skólanum hérna úti!

Kom heim og sýndi gjafir öllum til mikillar gleði, en stelpurnar skildu samt ekkert í því að ég væri að kaupa gjöf fyrir ömmu hans Andra og mömmu hans og pabba og frændur hans og gjöf frá ömmu til Andra og meira og meira og meira. Ég útskýrði fyrir þeim að ég hugsaði að sjálfsögðu um alla stórfjölskylduna. Það þýðir nú ekkert að fara í burtu í 4 mán og koma heim án gjafa, nei það er ekki minn stíll.

Núna er ég hins vegar að sálast úr hungri og myndi helst vilja fá mér special K með mjólk en ég á bara mjólk, þá datt mér í hug gnocci en þá á ég bara sósu og hvítlauk, þá hugsaði ég ummm flatkökur í frystinum, en nei þá á ég ekki ost. Hvað er að gerast með húsmóðurina, á ekkert sem passar saman, þoli ekki þegar ekkert passar saman.

Takk fyrir mig elsku Casa de sprelló hlakka til að hitta ykkur um jólin.

Ég býð því góða nótt í skjóli nætur.

Linda

föstudagur, nóvember 26, 2004

Nýir tenglar........

Ég setti hana Hörpu hérna í tengla sem ég les gjarnan á löngum kvöldum hérna í Genova og hef gaman að. Ég og Harpa þekkjumst eiginlega ekki neitt en ég man eftir að hafa farið einu sinni með henni á Nings, eitthvað FRAMara tengt og ég er heldur ekki frá því að hún hafi einu sinni verið á einhverju FRAMdjammi í FRAMhöllinni. Enda spilaði kærastinn hennar eitt sinn með FRAM. Ég man ansi eftirminnilega eftir honum, því hann var alltaf með aðra höndina inni í peysuerminni, getur það passað?

Ég talaði við Skallann í síma í nótt og það var sjovt, Skallinn er alltaf hress og upplífgandi, einnig ræddi ég við Bjössa á msn og við gerðum upp okkar mál sem voru reyndar löngu uppgerð held ég. Hins vegar er ég á leið í afslöppun til Flórens núna, koma mér úr annríkinu hérna í Genova, búið að vera alltof mikið að gera þessa vikuna!

Hafið það gott um helgina strumparnir mínir.
Belinda

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Verð að segja það að ég er með bad hairday í dag.....þoli ekki svona daga, spurning hvort maður geti látið sjá sig í afmælinu. Er samt tilbúin nema með hárið, þoli ekki svona hár, á ég að slétta eða hafa liði. Hvaða virkar best, ég veit það ekki.


Hérna eru komnar myndir frá ferð Margthrude til okkar. Ég biðst afsökunar á fíflaganginum í mér á sumum myndum, stundum ræð ég bara hreinlega ekki við mig.

Afmæli Martinu í kvöld, surprise partý fyrir hana á einum bar.
Flórens á morgun, tjill og sjoppaðar jólagjafir.

Góða helgi
Bellan í stuði með 50 cent að þrífa casa de mongo:)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Ég verð að segja það að eftir að hafa klárað tvær ritgerðir í dag þá elska ég internetið og copy/paste fedusinn. Hins vegar bendi ég á skemmtilega ferðasögu Margthrute hér. Fleira var það ekki í bili. Góða nótt, bið engla og himinn að vaka yfir ykkur.
Silfurskotturnar hafa ekki sungið sitt síðasta......


Ég hef séð tvær hérna inni á baði og Sara eina. Það segir okkur það að þær þrífast hérna í casa de mongo. Kemur mér hins vegar ekki á óvart þar sem eldhúsvaskurinn er búinn að vera stíflaður í tvær vikur, þvottavélin virkar illa og sturtan er að mygla. Annars var plummerinn hérna rétt áðan að laga þetta og Cutri reyndi að sjálfsögðu að kenna okkur um að vaskurinn væri stíflaður og sagði að við hefðum örugglega verið að halla okkur upp að honum.........góða ástæðan fyrir að stíflast!

Annars er ég að heyra einhver rumour um óléttu í bekknum okkar.......ég ætla bara að minna á það hver var fyrst til að átta sig á að Eva væri ólétt þannig að ég bendi fólki eindregið á það að snúa sér til mín ef þið viljið aðstoð við að finna út hver er ólétt og hver ekki:)

Aldrei þessu vant þá kallar lærdómurinn.....ekki láta skotta ykkur upp úr skónum!

Silfurskottan:)

mánudagur, nóvember 22, 2004

Margthrute sind aus Berlin gereist......

Fór í morgun við fallega kveðjustund okkar þriggja hérna á flugvellinum í Genova. Þar ég sturtaði í mig expresso til að koma mér í gang. Maður er orðinn ekta Ítali í þessum málum!

Söngurinn í gær gekk vonum framar og áskotnaðist okkur 10 evrur á aðeins 40 mín. Skil ekki hvernig fólki datt í hug að gefa okkur pening, sumir skelltu jafnvel 2 evrum í hattinn. Eftirfarandi er lagalistinn sem við tókum:

Fatlafól
Höfuð herðar
Ísland ögrum skorið
Flugan
Öxar við ána
Hótel jörð
Ágústkvöld
Sprengisandur
Maístjarnan
Vertu til með fimm hey í endann
Kátir voru karlar
Þytur í laufi
Meistari Jakob
Skátasöngvar

Það besta var samt að við gátum endurtekið þetta aftur og aftur því að sjálfsögðu skilur engin íslensku og fólk var ekkert að átta sig á því að það var verið að taka sömu lögin aftur. Snilldin ein!

Hins vegar komumst við endanlega að því að ég er með valkvíða á háu stigi. Get aldrei ákveðið mig með neitt sem skiptir engu máli. Ég hef sterkar skoðanir á hlutum sem skipta máli en þegar kemur að því að ákveða hvort ég eigi að fá mér cappucino eða expresso liggur við að ég detti niður af kvíða. Þetta minnir mig á valkvíðakvæðið sem Andri samdi einu sinni og ég læt það því fylgja með:

Ég stend á vegamótum
og vá mig langar burt
en vandamálið er
ég veit hreinlega ekki hvurt

fjötraður valkvíða
ég færist engu nær
því finn ekki
hrokafullan áttavitann er felur sig og hlær

mér finnst bara eins og
ekkert bóli á betri tíð
bjartsýnin á brott
og því sit ég hér einn og bíð

þykist nú þröngva
þessu í þín eyru það er frekt
en þarfleg er aftöppun
og ég læt þig í friði ef þú lánar mér trekt

hví er ég að kveina
svo kílómetrum skiptir aumt val
- kvíðakvæði sem
kvikar ekki nokkru svona vonlaust hjal

og ég veit að ekki
er vænlegast að eiga alla völina
því víðáttan hún er
vandinn sem fóðrar einmitt kvölina.

En það er hins vegar greinilegt að ég hef erft fleira en ofvirknina frá honum afa mínum. Hugsa samt að hann syngi nú aðeins betur en ég!

Og Erna Björk er ég nokkuð að missa af miklu í íslenskuna, bomba ég mér ekki bara beint í skemmtilegu áfangana eftir jól. Hvernig fólk er þetta í bekknum, eitthvað stuð í þeim eins og okkur?:)

Jæja frökenin er farin að læra enda nálgast ritgerðarskil, hins eru þetta þau einu á önninni:)

Söngfuglinn


laugardagur, nóvember 20, 2004

Hey alleúbba!

Það er eiginlega alltof gaman hjá okkur stelpunum hérna. Í gær fórum við á erasmus kvöld á Jasmine, matur og alles, jytte brav, ég og mag samt soldið gamlar og lúnar og fórum heim um tvö. Á meðan tók Krunka þetta út fyrir okkur:)

Í dag hjálpuðum við Möggu að versla, mér finnst alltaf gaman að versla hvort sem það er fyrir mig eða aðra. Ég fann mér líka ýmislegt fallegt þannig að ef einhver vill spara sér ferð í Kringluna til að kaupa jólagjöf fyrir mig þá get ég keypt hana sjálf hérna;) Látið mig bara vita og ég sendi bankanúmerið um hæl. Lofa að nota hana ekki áður en ég kem heim.

Á morgun er stefnan sett á Nervi sem er úthverfi hérna í Genova. Margir verða eflaust hissa á því sem við erum að fara að gera en þetta er hugmynd sem kviknaði þegar við vorum þar í fyrradag að rölta meðfram strandlengjunni og syngja íslensk lög. Við ætlum nefnilega að fara á morgun og syngja með hatt fyrir framan okkur. Við erum búnar að setja saman 15 laga prógram og svo er Krunka alltaf með einhverja skátasöngva til að fylla inn í. Þegar við vorum þarna í fyrradag var allt gamla fólkið alveg heillað af sönghæfileikunum okkar þannig að við gerum okkur vonir um mikinn gróða. Fylgist með þessu, heitar fréttir verða settar inn annaðkvöld!

Annars kem ég heim eftir svo stuttan tíma að það er ótrúlegt, ég vona að snjórinn verði áfram því það er ekkert jólalegt hérna, alltof mikil sól og lítið um jólaskraut enda Íslendingar meistarar jólaskrautsins.

Lifið heil,
Linda

föstudagur, nóvember 19, 2004

Margthrute Schneider er maett i fullum skruda til pizzalandsins......
...gekk nu ekkert alltof vel hja henni ad komast hingad thvi hun rett missti af fluginu fra stansted og thurfti ad fljuga til milano og taka lest thadan. Reyndar for velin til milano a undan velinni til genova en folkid hja ryanair er eitthvad klikkad og hleypti henni ekki um bord thvi hun var korteri of sein i bording en thad var ut af thvi ad velin hennar fra berlin var of sein. Meiri vitleysan. Hun komst samt heil a hufi og var tekid turistarolt um baeinn, drykkur a Grigua, drykkur a litlum bar og svo var ad sjalfsogdu farid ad borda a trattoriunni i gotunni okkar. Thar eru live dansarar fimmtudaga-sunnudaga og their bjoda folki med ser ut a golf, agalega hressandi, eg hef lent i theim tvisvar og Krunka einu sinni thannig ad vid vorum bunar a plana thetta a Margthrute. Ad sjalfsogdu var hun tekin upp, baedi ut a golf og a video:) Eg og Krunka gatum heldur ekki sleppt thvi ad vera med enda farnar ad kunna hreyfingarnar, madur var nu ekki i 15 ar i dansi fyrir ekki neitt:) Spurning um ad fa vinnu tharna thar sem flyerarnir voru ekki ad gera sig fyrir mig!
Sidan var haldid heim og horft a sidasta thattinn af satc thar sem eg gret ur mer augun og stelpurnar hlogu ad mer. Thad er bara gott ad geta synt tilfinningar sinar gagnvart, sam, mirondu, carrie og charlotte enda eru thaer tvimaelalaust fjorar af minum bestu og traustustu vinkonum. Eftir thad var tekinn svefngalsi daudans thar sem voru rifjud upp skemmtileg atvik ur lifum okkar. Thar a medal hafdi eg ymsar skemmtilegar sogur ad segja af sjalfri mer enda hata eg ekki ad tala. Kom t.d med eina skemmtilega af bjorkvoldi i 3. bekk. Aetla ekkert ad fara ut i diteils her en Alfrun thu manst sjalfsagt best eftir thessu af ollum enda gistir thu heima hja mer og Andri var i keppnisferd. Rifjar thetta ekki upp einhverjar skemmtilegar minningar???????? HA HA HA. Eg gat sidan omogulega haett ad tala og er thad astaedan fyrir thvi ad eg sit herna i tolvutima i skolanum eftir ruman 3. tima svefn. Thetta er hins vegar alltof lett fyrir mig og sjalfsagt lika fyrir 9 ara systur mina hana Svovu, eg ma thvi vera ad survera a netinu eins og kennarinn ordadi thad. Gaman ad thvi:)
Eg akvad samt ad geyma adalfrettina thar til sidan en hun hljomar svo:
Thar sem Piccolina Heidarsdottir verdur buin i skolanum kringum 10. des akvad hun ekkert ad eyda meiri tima en hun tharf herna med pizzunum og fabiounum og tok tha akvordun um ad breyta fluginu sinu til Islands og mun lenda i Keflavik fostudaginn 17. des kl 22:40 a stadartima. Thetta hlyjar eflaust morgum um hjartaraetur sem eru ad farast ur stressi yfir ritgerdum, verkefnum og profum. Eg vona ad thetta muni fleyta ykkur afram i lestrinum. Thad sem er lika svo frabaert er ad akkurat thennan dag eru Ragna og Andri buin i profum og geta thvi hafid jolaundirbuninginn med mer um leid og eg lendi. Thetta kostadi ad sjalfsogdu pening en ekkert sem buddan min tholir ekki enda er hin LINan ad standa sig i stykkinu.
Njotid helgarinnar og takid ciestur!
Linda Heidarsdottir

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Ég öfunda alla sem eru heim á fróni að búa til snjóhús, snjókalla og kellingar og engla í garðinu hjá sér. Ég elska snjóinn og það er sko eins gott að það verði nóg af honum þegar ég kem heim. Hérna er 13 stiga hiti og í dag var sól og blíða. Ítalinn veit bara ekki hvaðan af sér stendur veðrið!! Og fólk spyr sig hvort sumarið sé að koma aftur. Kannski er ekki svo slæmt að vera hérna í blíðinu svona þegar ég rifja upp hversu pirraður maður getur orðið á snjónum. T.d. þegar það er engin skafa í bílnum og maður þarf að skafa með geisladisk, eitthvað sem á sér alltaf stað í daihatsu bílunum okkar Andra, maður gleymir vettlingum þegar er bráðnauðsyn á sköfun og hitakerfið virkar ekki (annað sem er oft í daihatsuunum okkar). En nú erum við að fara að fá nýjan bíl sem verður 1. flokks, hver veit nema að það fylgi skafari með honum!

Nú er bara brjálað að gera hjá manni, skólinn í morgun, gymmið í 2 tíma, beauty nap, þarf að fara að huga að ritgerð sem ég á að skila og svo er flyera vinnan í kvöld, bissí timar hjá piccolinu.

Og ekki nóg með það þá er ég líka fótgangandi allar mínar ferðir því ég er svo fúl út af því að mánaðarkortið mitt í strætó var í veskinu mínu sem var stolið og þetta er í annað skiptið sem ég týni því. Ætla sko ekki að fara að vera einhver styrktaraðili fyrir strætókerfið hérna!

Annars andiamo, eldamennskan kallar, planið er að henda hakki á pönnu, pasta í pott og tómatsósa yfir, einfaldur og þægilegur réttur sem hentar öllum lystakokkum.

Ciao tutti
Linda

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Í dag er dagur íslenskrar tungu, til hamingju með það kæru Íslendingar.........

Í tilefni að því hef ég ákveðið að tala eingöngu íslensku í allan dag, ekki bara við Hrafnhildi heldur alla íbúa Genova borgar. Þar sem þeir tjá sig á ítölsku við mig alla hina dagana, á ég skilið að fá einn dag fyrir mig. Hins vegar fer ég á ítalskt leikrit í kvöld sem er kannski ekki alveg við hæfi!

Þetta er samt sem áður snilldin ein og það besta sem ég hef heyrt í langan tíma:

SAMSÆRISKENNING ALDARINNAR!!!
Ég er rómantískur. Ég elska samsæriskenningar. Ég dýrka orðaleiki. Í dag er dagur íslenskrar tungu, sem er helst þekktur fyrir verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem var skáld er orti rómantísk ljóð full af orðaleikjum, dauði hans varð upphaf margra samsæriskenninga. Á þessum degi gerði ég merkilega uppgötvun á rómantískum orðaleik sem jafnframt er samsæriskenning.

KENNINGIN ER EFTIRFARANDI:
AND-RI
LI-NDA
Út úr fyrri parti má mynda LINDA
Út úr seinni parti má mynda ANDRI
Útkoman krossuð kemur AND og NDA(DNA)
Útkoman krossum aftur LI og RI (RILI)
Setningin verður þá: ANDRI AND LINDA=DNA,RILI?(LESIÐ REALLY)

HVAÐ ER HÉR Í GANGI? BARN Á LEIÐINNI? LINDA ÚTI Í ÚTLÖNDUM HVERS VEGNA FÓRU KONUR TIL ÚTLANDA Á TÍMUM JÓNASAR? SVAR: TIL AÐ EIGNAST BÖRN!!! EF RÉTT REYNIST HEIMTA ÉG AÐ BARNIÐ VERÐI SKÍRT EFTIR MÉR!!!
SAMSÆRI-SANNLEIKUR
EÐA
SAMLEIKUR-SANNSÆRI

Já Stiftamtmaður þetta barn hefur þá verið getið á vikunni 26. okt - 2. nóv og segir okkur það að koma þess í okkar harða heim er einhver tímann í kringum 26. júli en þar sem við gefum okkur það að barnið verði fyrirburi og fæðist 10. júní á þínum afmælisdegi þá tek ég nafnið þitt í sátt.

Drengur: Bjarni Þór Andrason (sem er alls ekki ólíkt nafni uppáhalds frænda míns Bjarki Þór Atlason)
Stúlka: Bjarnheiður Þórey Andradóttir

Við skulum vona að þetta verði sveinbarn!!!

Hins vegar get ég vel skilið samsæriskenninguna með að reka við svona bara út frá því að þekkja Rögnu Ingólfs ansi náið!

Þunga konan

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég elska Flórens......

Flórens var æði að vanda og ég mun leggja leið mína þangað aftur eftir tvær vikur. Þá fer Krunka til Parísar og ég ætla skella mér í ofurtjill með Hröbbu og félögum. Það er svo gaman að hitta alla þessa Íslendinga því Íslendingar eru skemmtilegasta fólk í heimi. Ekki vantaði heldur þjóðarstoltið því við tókum íslenska þjóðsönginn með fullri reisn og vakti það mikla lukku meðal útlendinganna sem voru á staðnum. Síðan var farið á skemmtistaðinn BLOBB og síðan haldið heim í ból. Einnig var aðeins kíkt í búðir og sjoppaðar jólagjafir og ég fann flottustu stígvél í heim og fæ þau frá tengdó. Ýkt heppin!!! Fékk líka lánaða bókina Hann var kallaður Dave og fimm dvd þannig að ég hef nóg fyrir stafni fram að næstu ferð þangað. Eina sem setti smá dökkan blett á þessa ferð var að veskinu mínu var stolið inni í Dómunni, já inni í kirkju, Guð stal veskinu mínu því ég á alltof mikla peninga. Sem betur fer var ég bara með einhverjar 7 evrur en að sjálfsögðu fullt af kortum og ökuskírteini og svona dótaríi sem er vesen að redda aftur. En greyið sem stal þessu græddi nú ekki mikið.

Nú fer að styttast í komu Margthrude frá Berlín og þá verður nú margt til gamans gert og rifjaðir upp gamlir djókar sem bara Íslendingar hlæja að eða bara við!

Á morgun er ég að fara í leikhús, ég man nú ekki alveg hvað leikritið heitir en þetta er eitthvað ítalskt, sérstakt og á vel við mann.

Lífið leikur því við mig þessa dagana og ég hef tekið gleði mína á ný
Hafið það gott gæskurnar

og mamma mín ég var að setja inn ýmsar myndir, þær eru kannski ekkert svo skýrar því ég þurfti að minnka þær svo mikið til að geta sett þær inn hérna heima. Farið í myndir og svo er það Genova 5

Ciao!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Það er alltaf gaman að fara á djammið í flíspeysunni og lopasokkunum......

....það gerði ég að minnsta kosti í gær. Var að koma úr gymminu og vissi að stelpurnar ætluðu að fara í aperitivo. Ákvað því að kíkja í einn drykk eða svo enda með íþróttatöskuna með mér og ekki alveg í rétta klæðnaðinum. Eini drykkurinn margfaldaði sig sem endaði með einu af mínum skemmtilegustu kvöldum hérna......bravissima og ekki nóg með það þá var engin ,,Linda í adidas búðinni tekin í dag". Þökk sé pizzastaðnum hérna niðri, smelltu í eina flata fyrir mig um hádegisbilið og það sem eftir lifði dags sat ég með pizzu í annarri og sóda í hinni og glápti á satc.

Ekki nóg með það að ég hafi skemmti mér vel heldur er ég búin að redda mér smá vinnu hérna því ég hata ekki vinnurnar. Þetta er reyndar mjög einfalt, snýst um að dreifa flyerum fyrir Grigua, barinn sem Lísa er að vinna á. Eina sem ég þarf að segja er: Due Birra per una al Grigua sta sera og kannski ef ég er stuði í talandum sem kemur fyrir þá get ég bætt við setningunni: Al Grigua sono molto bionde ragazze!

Þetta ætti ekki að vera vandamál fyrir mig og fyrir fjóra tíma af þessu fæ ég 18 evrur sem segir mér það að í hvert skipti sem ég geri þetta get ég farið daginn eftir og keypt mér t.d. nýjan bol eða bara eitthvað sem mig langar í og kostar ekki meira en 18 evrur. Já lífið er á uppleið hérna í Genova krakkar mínir.

Í kvöld var púlsinn tekin á rólegheitunum ásamt KFC. Reyndar bara fyrir tvo en það verður án efa spennandi að prófa fjölskyldupakkann þegar ég kem heim!

Ci vediamo
The KFC Queen


þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Í dag er grámygludagur mikill......rigning, kalt og allt öðruvísi kalt en á Íslandi. Ég kann betur við kuldann á Íslandi og væri alveg til í að vera á Íslandi akkúrat núna. Þess vegna ætla ég að bæla þeim tilfinningum frá mér og drífa mig í ræktina og láta hugann reika. Það er alltof of langt í það að fara að telja niður fyrir heimkomu ekki satt?

Um helgina verður líka gaman því þá förum við Krunka til Flórens og svo kemur Magga í vikunni þar á eftir og þegar Magga fer er sko minna en mánuður þangað til að ég kem heim til ykkar allra.....jibbíkóla:)

Hafið það gott elskurnar miss ú:)

Linda

mánudagur, nóvember 08, 2004

Í dag gaf Lucia (það er stelpan sem er með mig í liðveislu í stærðfræði) mér gjöf út af því að ég keypti einhverja skólabók í misgripum og gaf henni hana fyrir hjálpina þannig að hún ákvað að gefa mér litla sæta ljónalyklakippu og sætt kort til að þakka fyrir sig. Núna þarf ég því að gefa henni eitthvað sætt í staðinn fyrir sætasta ljón sem ég hef séð. Hvaða gjafarugl er ég eiginlega komin í? Þakkaði henni samt fyrir með einum ítölskum kossi.

Setjið þið bollasúpu í poka inn í ísskáp ef þið klárið hana ekki? Það gerði Sara húsfélaginn minn, alveg róleg á því að spara þó við séum fátækir námsmenn!

OK dók andiamo satc bíður........

La Bella

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Kjálkabólga sökum ofurtalanda!
Í dag fór ég á marathona ráðstefnu með PUMP líkamsræktarstöðinni minni. Ég fór með 4 ítölskum stelpukonum og gat því alveg hvílt kjaftinn á mér (á enn erfitt með samræður á ítölskunni en skil þeim mun meira!) í dag enda er ég aftur komin með vöðvabólgu í kjálkana því ég tala svo mikið, þið munið kannski að ég var einu sinni hjá sjúkraþjálfara út af nákvæmlega þessu vandamáli. Nú er enginn sjúkraþjálfari heldur bara herbergisþjálfarinn minn hún Hrafnhildur, hún bauð mér upp á dýrindis nudd á kjálkana með kerti og Cohen á.
Smá brot úr nuddinu:
Linda: Ég skil þetta ekki, tala ég virkilega svona mikið?
Krunka: Tja þú ert búin að þegja í svona eina mínútu á meðan ég hef verið að nudda þig...........
Linda: Já ok ég tala kannski soldið mikið.
Ég var því heppin að geta hvílt kjálkavöðvana í dag en það er nú önnur saga að segja um aðra vöðva líkamans eftir að hafa farið í fimm mismunandi eróbikktíma, pump, step, funky, hip hop og hálfgert afró.
Ég mun því segja þetta gott í bili og ætla taka mér síðbúna hvíld og undirbúa mig fyrir sunnudagssímtalið okkar Andra.
Kannski þarf að víra mig saman, nei mar spyr sig?
Belinda

laugardagur, nóvember 06, 2004

Dagur í lífi Belindu á Ítalíunni

08:00 Vaknað til að kveðja Dóru Birnu sem hélt aftur til London í morgun.
08:30 Skóflað í sig Special K með súkkulaðibitum
08:45 Byrjað að kíkja aðeins á sálfræðikafla sem ég á að lesa en hugsaði nei ég hef nægan tíma til að lesa þetta.
08:46 Tekin smá blundur
12:20 Vaknað af værum blundi við að Krunka er komin heim
12:45 Krunka spælir egg handa okkur og við tölum um heima og geima
13:00 Krunka ákveður að hjálpa mér að klára nokkur stærðfræðiverkefni sem ég á að skila
13:15 Við sitjum á rúmunum okkar og þýðum stærðfræðiverkefnin frá ítölsku yfir á íslensku og svörum á ensku.
14:15 Ákveðum að fara að finna okkur til fyrir bæjarröltið
14:16 Slétta hárið, velja föt, púður, maskari, gloss, næla í bolinn, allt í töskuna
15:15 Erum ready til að rölta í bæinn enda ciestan okkar að klárast, búðir opna hálf fjögur
15:30 Mættar í gamla bæinn, galvaskar til að versla nokkrar jólagjafir
16:00 Búin að fjárfesta í einni gjöf
16:15 ....og annarri
16:30 og þriðju
16:45 Karlmannsrakfroða keypt í upim því hvergi er að finna kvenmannsfroðu í Genova
17:00 Tími fyrir apertivo, setjumst inn á Grigua og pöntum okkur Kaiperuska og plönum næstu ferðahelgar.
18:45 Tími fyrir einn kaffi á Benetton, komum við í Dí per dí á leiðinni og kaupum helstu nauðsynjar, rauðvín, brauð, kex og pomodoro.
19:30 Haldið heim á leið með 35 eftir einn cappucino og einn expresso
20:00 Komið heim og kjaftað við húsfélagana um komandi ferðahelgar.
20:30 Opnuð rauðvín og settar myndir í tölvuna
21:00 Surfað á netinu og sötrað rauðvín
23:00 Planið sett á pizzu niðri á Pizzastaðnum okkar...........

Já vill einhver sem er að drukkna í lærdómi eða stresskasti á Íslandi skipta? Kæmi mér ekki á óvart.

Lifið heil,
Belinda

föstudagur, nóvember 05, 2004

Í dag gekk ég um götur Genova borgar og skoðaði í búðarglugga ásamt því að skipuleggja jólagjafainnkaup mín en eins og flestir vita þá er Lindan skipulögð og gefur ekki hvað sem er í jólagjöf. Þið getið því elsku vinir farið að hlakka til að opna gjafir frá mér. Á götunum voru ýmsir tónlistarmenn að spila fallega tónlist og mér leið eins og Carrie þegar hún gekk götur New York borgar og alveg eins tónlist og ég heyrði í dag var spiluð undir.......þetta var yndisleg tilfinning!
Er ég búin að horfa of mikið á Sex and the city eða er þetta eðlilegt stelpu thing að tengja ýmsar aðstæður sem þær lenda í við SATC?
Hafið það gott um helgina elskurnar mínar og mig er farið að undra hvort það sé bara hann yndislegi afi minn sem les þessa síðu......að minnsta kosti er hann eini sem kann að nota kommentakerfið!
Ciao
Það er föstudagur og ég svaf fram að hádegi án þess að fá móral yfir því enda ekki annað hægt þar sem Ítalía hreinlega bíður upp á það að taka það rólega. Nú er líka komin cíesta þannig að ég hef ekkert betra að gera en að hanga og láta mér líða vel.

Ég er líka komin í þvílíkt jólaskap og ef einhver á jóladiskinn Pottþétt jól vinsamlegast setja hann í brennslu og senda mér:

Cutri Cucinotta c/o
Via Bianchetti 2/21
16134 Genova
Italy

Dóra vinkona hennar Hrafnhildar er stödd hérna hjá okkur og einnig sænsk vinkona hennar Martinu. Að sjálfsögðu sýndum við þeim næturlíf Genova borgar í gærkvöldi og náðu þær að hitta nokkra vel sleikta Ítali. Við byrjuðum hins vegar í gleði heima hjá Schneider þar sem ég brá mér í líki barþjóns við miklar undirtektir gestanna. Ég, Dóra og Krunka skelltum okkur síðan á dansgólfið á Jasmine og tókum nokkur vel valin spor umkringdar viðbjóðs fabíóum og ákváðum því að beila og brunuðum heim í ból sem var góður endir á fínasta kvöldi.

Núna er eins og sumarið sé aftur að bresta á hérna. Ég heyri fuglasöng inn um gluggann og mælirinn segir mér að það sé 23 stiga hiti. Já svona er nú tilveran hjá mér.

Lindan

miðvikudagur, nóvember 03, 2004


Besta vika í heimi......

Já þá er Andrinn kominn og farinn og má segja að ýmislegt hafi á daga okkar drifið. Ég fór náttúrulega í mínu fínasta pússi upp á völl til að hitta hann og fékk alveg tár í augun við að sjá hann aftur. Já svona er maður nú meyr þegar á reynir!

Við gerðum endalaust af skemmtilegum hlutum saman eins og að labba um bæinn, út að borða í hádeginu, seinnipartinn og á kvöldin eins og kóngafólki sæmir, versluðum ný oufit á hann og smá á mig sem datt stundum í pokana! Fórum til Cinque Terre og löbbuðum þar í frábæru veðri, borðuðum pizzu uppi í rúmi eins og við gerum oft heima. Fórum til Flórens í 3 daga og tókum túristann á þetta ásamt öllum Kínverjunum, Könunum og fleiri hópum sem fylltu Flórens. Gistum hjá Brandi frænda og vini hans Steina sem tók okkur í Hannibal túr um bæinn og síðan keyptum við myndina um kvöldið og horfðum á hana. Þetta er nú orðin stór bisnesshugmynd í Flórens – HANNIBAL-TÚRINN. Einnig hittum við Hröbbu og húsfélaga hennar og við ætlum að endurtaka leikinn í Flórens eftir tæpar tvær vikur en þá ætlar Krunka með mér og Hrabba mun sýna okkar næturlíf Flórensborgar.

Síðan þurfti auðvitað að kveðja og það var gert í gærmorgun með tilheyrandi snökti. Annars tókum við ákvörðun um að þetta yrði ekkert lengi að líða fram að 20. des og eins og er er ég í vandræðum með að raða niður á helgarnar öllum ferðalögunum sem ég ætla í: Flórens, Milanó, Róm, Berlín (til Möggu þann 2. des.) og Venize ásamt fullt af öðru sem ég hef í huga að gera. Þannig að ég verð komin heim fyrr en mig grunar.

Í dag byrjaði ég síðan í faginu Lingua e cultura inglese (enskt mál og menning) og ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur að þegar Hrafnhildur byrjaði í þessu þurfti hún að tala í míkrafón og kynna sig og útskýra ýmsa siði á Íslandi, allt á ensku og fyrir framan 50 manns. Við sem vorum feimnustu manneskjur í heimi að tala ensku áður en við komum hingað. Ég sat fyrir framan bekkinn í svona klukkutíma í morgun og las upp úr bókinni fyrir þau, texta um iðnbyltinguna og hvernig hún birtist í Bretlandi ásamt því að útskýra ,,erfið” ensk orð fyrir þeim eins og þegar einhver own something, ég þurfti að útskýra á ensku hvað það þýðir (þið sjáið að þau eru ekkert alltof sleip í enskunni greyin). Eftir tímann sagði svo kennarinn við mig og Hrafnhildi að það væri voða gott ef við gætum svona hjálpað henni með tímana. Við erum sem sagt orðnir kennarar í ensku máli og menningu á háskólastigi og hana nú!

Í þessum töluðu orðum var ég nú bara að koma úr minni eigin ciestu sökum ofþreytu eftir eróbikk og rassatíma og hér í letilandinu þarf maður nú ekki að skammast sín fyrir að taka ciestur. Þær eru leyfðar á öllum tímum sólarhringsins og því lengri því betri.

Segið mér nú eitthvað sniðugt frá Fróni, hef ekkert heyrt frá ykkur í rúma viku.

Best regards from the english teacher

mánudagur, október 25, 2004

Dagar 5 kg sælgætis eru taldir........

.......var að stinga upp í mig síðasta bolanum af súkkulaðirúsínunum, já ég hef afrekað það að borða 5 kg af nammi á tveimur vikum. Geri aðrir betur. Það verður spennandi fyrir ykkur frónara að sjá hvernig ég verð útlítandi þegar ég kem heim!

Hins vegar kemur Andri Fannar á morgun og í þetta skipti bað ég ekki um neitt nammi...wonder why!!

A presto
Picco

sunnudagur, október 24, 2004

.....Áðan leið mér eins og Miröndu í SATC þegar hún var að fá sér kínverskan og konan í símanum sagði allt það sem hún vildi án þess að Miranda kæmi upp orði. Ég fór nefnilega að kaupa mér pizzu á pizzastaðnum hérna í götunni og um leið og ég kom að afgreiðsluborðinu sagði gaurinn: "Ah pizza con prosciutto, peperone (sem er nota bene paprika hérna) e aglio". Já mér var brugðið, fæ ég mér virkilega svona oft pizzu hérna, ég sem hélt að ég væri alltaf að elda!

Segjum það gott í bili
Pizzulinan

p.s. Hjalti ég vona að þú takir símtalinu í gær sem hrósi, framburður Finnanna, Svíanna, Þjóðverjans og Ítalans á nafninu þínu slær öll met, hef sjaldan heyrt eitthvað svona fyndið og þetta er allt til á teipi þannig að það er hægt að hlusta á þetta aftur og aftur. Og án gríns þá var ég að kynna þig til sögunnar sem eitt af okkar íslensku hönkum sem eru á lausu! Verð að leyfa þér að heyra upptöku á þessu.

föstudagur, október 22, 2004

Dagar sem innihalda bið og lærdóm......

Á næstu dögum mun ég fjárfesta í personal alarm, allar stelpurnar hérna eru með svoleiðis í veskinu, mjög hentugt fyrir litla ljóshærða stelpu sem er að spóka sig ein á götum Genova borgar!

Í gær var mér boðið að koma með erókbikk kennaranum mínum (simonu) á ráðstefnu sem er svona svipað og workshop hjá les mills nema þetta er ítalsk kerfi sem er með life pump, life combat, life step, hip hop, funk og fleira skemmtilegt. Þetta mun standa alla 10 dalla 17. Þetta verður jytte bra, get bara ekki ímyndað mér annað.

Ég er hins vegar að fara í próf á þriðjudaginn og er límd við bækurnar til þess að skora hátt á þessu prófi. Verð að viðurkenna að einkunnir hafa alltaf skipt mig persónulega miklu máli!

6 tímum eftir prófið lendir síðan prinsinn minn hérna og ég verð mætt í mínu fínasta pússi að sækja hann. Gvöð hvað það verður gaman, er með stillt á fast forward 24/7!

Horfði aftur á myndina Along came Polly.....ég var búin að gleyma hversu svaka góð hún er: "happy as a Hippi" og þegar Stillerinn skellur á sveitta bringuna á feita gaurnum, já það þarf lítið til að skemmta mér.

Síðan var casa de mongo (ég og sambýlingar mínir) að skipuleggja ferð til Milano þann 10. des þar sem verslaðar verða jólagjafir og fleira sem gleður augað. Ég er strax byrjuð að telja niður, hlakka svooooooo til jólanna, ég elska jólin jibbíkóla.

jólakveðjur,
Bellan


miðvikudagur, október 20, 2004

Í nótt dreymdi mig alveg ótrúlega fyndin draum. Ég var mætt í Baðhúsið að kenna body pump og þetta var nú ekkert venjulegt body pump, þetta var pump á ítölsku, hvað annað! Og það fyndna var að í tímann var mætt stórvinkona mín hún Amalía Björnsdóttir og ég fór eitthvað að segja frá því að ég hefði verið erasmus nemi á Ítalíu og þá sagði hún að hún væri sko ekki hrifin af þessu skiptinámi nema hvað að ég væri svo dugleg að ég hefði kannski alveg getað þetta!! (hvað ætli það þýði að Amalía sé að hrósa manni). Ekki nóg með það þá var tíminn alveg að fara að byrja og þá er hún mætt upp á svið með eitthvað íslenskuverkefni og er að biðja mig um að hjálpa sér því hún sé að taka einhvern íslenskuáfanga í Kennó! Já þetta var ansi spes draumur og sá sem getur ráðið hann má koma og búa með mér hérna fram að jólum (alltaf sömu verðlaunin)

Annars er ég með hinn ítalska Meyvant sem stærðfræðikennara, hann heitir reyndar Paolo Boero og nær nú ekki alveg honum Meyva okkar Magga mín en kemst ansi nálægt því.

Hver man eftir þættinum í Friends þegar Ross var að kenna í tveimur byggingum og þurfti að drífa sig á milli og kom alltaf lafmóður í tíma (þátturinn er í 8. seríu). Þetta kom einmitt fyrir ítölsku kennarann minn hann Francesco í dag, minnti mig óneitanlega á Ross og var auðvitað drepfyndið

Til að funkera í hinu ólgandi mannlífi Genova borgar eru nokkur atriði sem maður þarf að breyta í fari í sínu. Ég er því farin að:

láta hundaskítinn sem vind um ,,augun” og ,,nefið” þjóta


tek strætó eins oft á dag og ég get og því mér finnst ótrúlega þægilegt að líða eins og ég sé í sardínudós


taka mér ciestu án þess að hika milli tólf og tvö á daginn (reyndar þekkt fyrir það á Íslandi líka)
hróp og köll eins og ciao bella!! Eru farin að blandast saman við ítölsku útvarpsrásirnar sem ég er með í eyrunum því ég er svo mikið í strætó og verð að hlusta á eitthvað


borða gnocchi á hverjum degi (eða kartöfluhnykla - svona til að geta hnyklað vöðvana múhaaaaaa)
senda sms á ítölsku til þeirra sem eru hérna úti


ganga með orðabók á mér allan daginn því engin talar ensku


tala ítölsku við leigusalann Cutri Cucinotta


taka nýja handritið mitt eins og oft á dag og ég get (já ég er frá Íslandi, já það er kalt þar núna, já ég er erasmus nemi hérna í 4 mesi, nei ég bý ekki ein heldur með 4 öðrum stelpum og þið þekkið framhaldið þið sem þekkið handritið, eða hvað rex, er ég ekki handritsmeistarinn?)

fara í líkamsrækt ef mér leiðist, fór í 4 hóptíma á síðasta miðvikudag og fékk aldeilis að finna fyrir því á fimmtudagsmorguninn


sætta mig við að vera með bilaðan vask og þurfa að vaska upp í bala og hella úr honum í klósettið


hengja þvottinn á snúrur sem hanga á milli glugganna og þvotturinn á það til að sveiflast í skítuga húsveggina.

já svona er nú tilveran hjá mér!

Ég hef ákveðið að setja þessa viku á hraðspólun og þá meina ég hraða hraðspólun því nákvæmlega eftir viku verður Andri kominn hingað til mín og við ætlum að fara til Flórens og Brandur frændi (hans) var svo góður að bjóða okkur að vera í íbúðinni hans sem er víst alveg miðsvæðis. Mi piace Fiorenze!

Segjum þetta gott í bili frá ykkar einlægu Piccolinu.

sunnudagur, október 17, 2004

Í dag er ég mjög ánægð.......

vegna þess að í dag er dagurinn hennar Söru Bjorck í þrifum. Sara Bjorck hefur þann einstaka hæfileika að þrífa afskaplega vel og það er eitthvað sem ég met mikils þegar kemur að því að meta persónuleika fólks. Þess vegna er CASA DE MONGO angandi af góðum sápuilmi og það liggur við að það sé hægt að spegla sig í flísunum. Það þrífa nefnilega ekki allir jafn vel hérna á Via Bianchetti! Til að fagna þessu opnaði ég eitt stykki af íslenskum súkkulaði DRAUM...........

.........einnig tók ég hvíldardaginn mjög heilagan í dag og svaf til að ganga tvö en þar af leiðandi var ég eiginlega orðin of sein til að fara í pic nic upp í fjöllin með öðru casa. Ég ákvað því bara að vera heima og klára stærðfræðiverkefni sem ég á að skila á morgun.

Fyrirmælin voru þessi: valutare la correttezza e l´efficacia didattica della seguente "sppiegazione" delle differenze tra cifre e numeri (da una ripresa video in clesse). Sá sem veit hvað þetta verkefni felur í sér má koma og búa með mér hérna fram að jólum (til að hafa það á hreinu þá gat ég gert þetta verkefni upp á eigin spýtur)

........í dag downloadaði ég líka skype í tölvuna mína þannig að þið sem eruð með skype látið mig vita. Ég heiti Piccolina0610.

A presto

Lindsey Hunt


laugardagur, október 16, 2004

HÆ HÆ

Ég var að setja inn eitthvað af nýjum myndum, frá Cinque Terre, þegar þvottavélin féll fram af og frá heimsókn mömmu og ömmu og afmælinu mínu. Ég er að þessu hérna heima með hægvirkasta net í heiminum, þannig að ég get bara sett nokkrar myndir, reyni að setja fleiri við tækifæri.

Annars ég búin að vera að læra í dag, er að fara í próf í ítölsku eftir rúma viku þannig að það er eins gott að fara að byrja að læra aðeins. Í gær fórum við í appertivo á xo og kíktum síðan aftur á GLAN sem heitir reyndar il CLAN, í þetta skiptið fengum við koju, efri koju og sátum þar í makindum okkar og sötruðum drykki og spjölluðum saman.

Í kvöld er síðan sixties night á stað í gamla bænum. Þar verð ég að sjálfsögðu mætt í banastuði, enda hata ég ekki sixties tónlistina.

Á fimmtudaginn næsta mun sambýlingurinn minn hún Krunka yfirgefa mig í nokkra daga því hún er að fara að heimsækja vinkonu sína í London. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvernig ég spjara mig ein hérna í herberginu okkar.

Hafið það gott um helgina.......farin í ræktina að taka trylling á hlaupabrettinu!
Bellan

föstudagur, október 15, 2004

Í dag sat ég í 6 klukkutíma og hlustaði á ítölsku, fyrst í skólanum og svo á tungumálanámskeiðinu, þetta var aðeins of mikið af því góða fyrir minn litla heila! Annars fjárfesti ég í tveimur skólabókum á ítölsku í dag, það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig mér gengur að lesa þær. Núna er skítkalt hérna í Genova, veðrið breyttist á einum degi fór úr 25 stigum í 17 stig og það er mjög kaldur vindur. Ég hef því alveg endurskoðað hug minn með að senda vetrarflíkurnar heim.
Eftir að mamma og amma fóru er ég búin að vera með ogguponsulitla heimþrá, ekkert samt til að tala um. Það var bara svo ótrúlega gaman að hafa þær, en það styttist í Andrann þannig að ég ætti ekkert að vera að kvarta. Áðan fórum við Krunka út að borða með fjórum Ítölum, þau vildu sýna okkar ekta mat frá Genova. Ég fékk mér Gnocchi (búið til úr kartöflum) með spínati og gorgonzola osti , það var mjög gott en jafnaðist samt ekkert á við hráskinkuna sem Krunka fékk sér, þessi hráskinka ákvað að bregða sér í líki pizzu eina kvöldstund! Var búið að fletja hana út á disk og setja ost og kál ofan á. Síðan kíktum við á stað sem heitir GLAN, þar eru svona kojur til að sitja í, mjög fyndið (set myndirnar inn við tækifæri). Við erum ákveðnar í að mæta snemma næst til að fá koju.

Góða nótt elskurnar mínar, sakna ykkar mikið, það er nú dáldið erfitt fyrir svona Piccolinu að vera eina í útlöndum en sem betur fer hef ég Hrafnhildi annars væri ég komin heim. Knús og kossar.

mánudagur, október 11, 2004


Adam var ekki lengi í Paradís.........

Sælan er búin og la vita normalimente tekið við, sem er skólinn, tungumálanámskeið, ræktin, heimilisstörfin og eldamennskan. Engar búðir, ekkert út að borða. Mamma og amma fóru snemma í morgun út flugvöll og það var ótrúlega gaman að hafa þær og við náðum að afreka þvílíkt mikið á einungis 5 heilum dögum. Á laugardaginn skelltum við okkur til Mónacó (annað skipti hjá mér reyndar) og fórum í lítilli lest um alla borgina, fórum að sjálfsögðu inn í Monte Carlo, gengum um fallegan garð, skoðuðum mollið sem var eins og höll með aðeins of dýrum vörum fyrir mína buddu og sátum við höfnina og sötruðum rauðvín eins og sannir Frakkar. Annars er ég búin að fá þvílíkt af peningum og gjöfum. Eiginlega bara búin að endurnýja hluta af fataskápnum með nýjum buxum, 4 bolum, peysu, skóm, tveimur pilsum, sokkabuxum, nælum og nærum. Enda hatar Piccolinan ekki búðirnar, nú verður hins vegar sagt basta og tekin pása að minnsta kosti þar til Andri kemur (sem er bara eftir tvær vikur húrra húrra húrraaaaaaaaa).

Ég komst hins vegar að ýmsu um hana ömmu mína í þessari ferð. Hún kallar sko ekki hvað sem er ömmu sína! (hressandi brandari). Amma mín hrýtur eins versti búrhvalur, hún er með húmor eins og unglamb og reytir af sér brandarana án þess jafnvel að taka eftir því, til að mynda spurði hún hvort pabbi hennar Hrafnhildar hefði verið með kalli þegar ég sagði að hann hefði ekki verið með neinni konu síðan hann og mamma hennar skildu. Amma náði líka að afreka eitt sem ég held bara fyrir mig og mömmu en það var mjög fyndið og kláraði næstum því að kaupa allar jólagjafirnar á methraða (reyndar með góðri aðstoð frá aðstoðarmanneskjunni, mér). Það er sko greinilega ekki bara afi minn sem er í feiknaformi því hún amma blés ekki úr nös, þrammandi búð úr búð með níðþungan bakpokann fullan af gjöfum. Ég veit sem sagt núna hvaðan ég hef þetta endalausa úthald í búðunum, það er frá henni ömmu, hún mátaði hverja flíkina á fætur annarri ásamt því að finna fleiri föt á mig og mömmu. Síðan talaði hún bara íslensku við alla enda algjör óþarfi að gera annað þar sem allir töluðu ítölsku við hana. Já hún er kjarnakona hún amma mín og hinn skemmtilegasti ferðafélagi að ógleymdri henni móður minni sem er náttúrulega bara eins og stóra systir mín og alltaf jafn skemmtileg og góð. Ég held að það geti nú ekki allir þrír ættliðir skemmt sér eins vel og við gerðum á þessum fimm dögum. Takk fyrir mig elsku mamma og amma mín:)

Nú tekur við niðurtalning í næsta gest sem er enginn annar en uppáhalds strákurinn minn hann Andri Fannar en það eru bara 14 dagar til stefnu. Næsti gestur þar á eftir er síðan engin önnur en hin þýska Margthrute Schneider en hún ætlar að mæta á Via Bianchetti þann 18. nóvember. Ég og Krunka erum síðan að hugsa um að kíkja á hana til Berlín um miðjan desember.

Hafið það nú gott í skammdeginum á Klakanum, heyrði það í dag að hitastigið hérna um jólin er ca 15°, ekki í mínus heldur plús. Ég mun því senda vetraflíkurnar heim með Andra!

Er að hlusta á gamla góða lagið Barbie girl, rifjar upp góðar minningar úr bernsku minni.

Knús
Belinda

föstudagur, október 08, 2004

BUONA SERA

Já það eru þrír þreyttir ættliðir sem leggjast til svefns í kvöld enda var dagurinn tekin með trompi svona búðarlega séð. Að minnsta kosti hjá elsta ættliðnum sem fór hamförum í verslunarmiðstöðinni Fiumara. Við eyddum rúmum sex klukkustundum í að skoða allar búðirnar og amman tók sér góðan tíma í að velja jólagjafirnar og hún vildi sko klára þær allar í dag. Í sumum búðunum setti ég mig í hlutverk afgreiðsludömu og reyndi hvað ég gat að selja henni fötin því mamma var að niðurlotum komin. Að vísu voru teknar góðar matarpásur inni á milli.


Annars er búið að vera frábært að hafa mömmu og ömmu hérna, mér líður næstum bara eins og ég sé heima. Á afmælisdaginn minn fórum við ásamt hússystrum mínum og einum german outsider á frábæran veitingastað þar sem ég fékk mér steik með öllu tilheyrandi ekki seinna vænna eftir ofát af pasta og pizzum. Síðan fylgdum við mömmu og ömmu heim og héldum svo út á lífið á þessa sígildu staði Grigua og MILK. Allir sungu fyrir mig á Grigua og gáfu mér pakka, það hatar nú afmælisstelpan ekki! Í gær fórum við til Portofino og fengum æðislegt veður, þetta var algjör rólyndisferð enda nauðsynlegt sökum dagsins í dag.

Nú koma smá skilaboð til þeirra sem hafa verið að skrifa komment:

Freyr Karlsson, það leið næstum því yfir mig þegar ég fékk þessar hrikalegu fréttir að skyndibitakóngurinn mikli væri kominn í átak. Ef ég væri þú myndi ég velta þessu vel og vandlega fyrir mér áður en þú ferð að strengja einhvera heit!

Fanný og litli stubbur, munið bara að láta einhvern senda mér sms þegar lillinn skríður út – setja + á undan og 393473777001, er það skilið, Einar held að það sé best að þú takir þetta að þér.

Regína, kærar þakkir fyrir emailið, amma og mamma vildu hlusta á þetta aftur og aftur.

Sóley, takk fyrir kveðjuna, ertu viss um að þú sért með rétt símanúmer, það er hérna fyrir ofan.

Magga, ég er ekki að fíla að þú hafir gleymt afmælinu mínu, svona að minnsta kosti ekki á meðan ég kann alla kennitöluna þína!

Ollý, það er allt í lagi að þú sendir kveðju of seint, þú borgar mér þá bara aðeins meira um jólin.

Helga Dögg, innilega til hamingju með íbúðina, ég vil líka svona íbúð....geturðu bjargað því?

Erna ferna, ég fæ bara að hringja í þig ef þetta fer í hart hérna úti, þá mætir þú bara á svæðið og rúllar þessu liði upp.

Undraafi, ég fékk mér buxur, bol, tösku og rósarnælu fyrir peninginn frá þér, ég mun taka mynd af þessu og smella á netið við tækifæri

Takk fyrir mig;)
Linda

miðvikudagur, október 06, 2004

TAKK FYRIR AFMÆLISKVEÐJURNAR ELSKURNAR MÍNAR ÞIÐ ERUÐ ÆÐI - MYNDI VILJA HAFA YKKUR ÖLL HÉRNA MEÐ MÉR EN ÞAÐ ER GEGGJAÐ AÐ HAFA MÖMMU OG ÖMMU:)

Ætlaði einmitt að fara að spyrja þig Helga Dögg hvernig gengi með rpmið, frábært að skórnir eru að virka vel, það er góður andi í þeim og lykt! Andri kemur 26. okt og það er hægt að senda allar gjafir með honum djók!!! hehe

Ciao

Senjorinan sem er agalega ánægð með öll nýju fötin sín:)

mánudagur, október 04, 2004

Um helgina fór ég til Cinque Terre eða bæjanna fimm. Ég ætla leyfa lýsingunni úr bæklingnum að fylgja með:

The first image that comes to mind when one thinks of the Cinque Terre is that of rugged mountain terrain, with its deteriorating dry stone walls, built to hold up vineyards. An impressive and unique landskape which has been included on the UNESCO´s World Heritage List!!

Þetta var geggjað, við gengum allan daginn milli bæjanna, reyndar bara fjögurra í staðinn fyrir fimm og vegurinn heitir Via dell ´amore eða vegur ástarinnar. Hvað er rómantískara en að fara þarna þegar Andri kemur, tja maður spyr sig?

Í dag byrjaði ég svo í skólanum án þess þó að vita nokkuð hvað ég var að fara í. Við áttum bara að mæta út í skóla og tjékka hvort kúrsarnir sem við hefðum áhuga á væru kenndir. Svona er nú æðislegt skipulagið á Ítalíu. Ég mallaði einhverju saman og ákvað svo að skella mér í fyrsta tímann í Didattica della matematica en það er hvernig á að kenna mjög ungum börnum stærðfræði. Professor Paulo Boero var æði og bað strax einhvern um að vera aðstoðarmann minn fyrstu vikurnar. Ég er sem sagt komin í liðveislu hjá einhverri ítalskri stelpu, svo var önnur sem skrifaði allt upp fyrir mig á ítölsku. Voðalega vinalegt allt, kennarinn sagði að ég gæti alveg notað enskuna svona fyrstu vikurnar og ég hugsaði já já eða bara allan veturinn!!! Annars skildi ég ágætlega, var verið að tala um numeri naturali!

Ég er síðan að hugsa um að fara í Psicologia generale, letteratura per
l´infanzia og laboratorio di informatica. Þetta er sem sagt almenn sálfræði, saga ítalskra barnabókmennta og unnið með þær og tölvur (mér finnst spennandi hvað er verið að kenna í tölvum hérna þar sem þeir virðast ekkert vera alltof framarlega í geiranum).

Á morgun koma síðan mamma og amma og verða að sjálfsögðu með fullt af pökkum í farteskinu sökum hátíðarinnar sem verður á miðvikudaginn en þá fagnar Piccolinan sínu 22. aldursári.

Í dag náði ég einnig að plata ítölskukennarann minn til þess að leyfa mér að taka prófið nokkrum dögum á undan hinum því Andri er að koma um leið og prófið á að vera og við erum að fara til Flórens, að sjálfsögðu virkaði það. Litla ljóshærða Lindan virkar jafnvel enn betur á kennarana hérna heldur en heima og þó virkar hún vel heima:)

....eitt enn, ég vil fá slúður frá KSÍ, hvernig er það tók einhver adidas á sunnudaginn?

Ciao
Afmælisstelpan:)

föstudagur, október 01, 2004

Ég rakst á þetta blogg hjá kunningjakonu minni henni Slaugu, ég hreinlega drapst úr hlátri, góð æfing fyrir magavöðvana eftir að hafa étið yfir mig af skumkantareller!!
Ciao
Piccolinan í lífshættu?

Já það má með sanni segja að Piccolinan hafi verið nær dauða en lífi þegar hún var vakin klukkan 7 í morgun af sænsku stelpunum sem gleymdu algjörlega reglu nr. 1 að panica ekki og voru trylltar. Það hafði lekið vatn út um alla íbúðina út frá baðherberginu og stefni á tryllingshraða í átt að herberginu okkar Krunku. Við stukkum á fætur og þurftum að vaða 4 cm hátt vatn sem var út um allt. Þvottavélin hafði greinilega verið að þeytivinda um nóttina og hvolfdist fram af pallinum sem hún er á (heimskulegt af þessum Ítölum að hafa hana þar uppi á án þess að hafa öryggishlíf) og niður á gólfið með þeim afleiðingum að hún kipptist úr sambandi og vatnið spíttist á ógnarhraða út úr veggnum. Við hringdum strax í leigusalann hinn margumtalaða Cutri Cuccinotta og hann þurfti að bruna hingað í leigubíl. Á meðan byrjuðum við að þurrka vatnið upp, sem tók rúma tvo klukkutíma. Það voru tíu fullar fötur af vatni bara í herberginu hjá þeim sænsku og það er alls ekki stórt herbergi. Cutri var að sjálfsögðu ekkert alltof ánægður en þetta var algjört slys en hann kenndi okkur samt um það með því að segja að við hefðum sett of lítið í þvottavélina, getur maður einhvern tímann sett of lítið í vél? Ég bara spyr, hvað segir yfirþvottafólkið? Við vorum nb með 4 handklæði og eina frekar massíva mottu í vélinni. Hann sagði samt að auðvitað að svona gæti alltaf gerst en lét okkur samt líða illa út af því.

Eftir þennan skelfilega morgun leið okkur skandinavíubúunum svo illa að við ákváðum að skella okur IKEA (en þar líður okkur öllum eins og heima) og fá okkur sænskar Köttbollar (borið fram sjöttbollur) og góðan ís. Þarna splæsti maður líka á sig ballerínu kexi, remi, skumkantareller (svona bleikir nammisveppir) og BILAR sem er ótrúlega gott nammi. Eftir þessa yndislegu ferð okkar í IKEA lá leiðin aftur heim á Via Bianchetti. Þar áttum við ekki von á góðu, það hafði lekið niður í íbúðina á neðri hæðinni og margir veggir voru ónýtir út af vatni og rafmagnið hafði farið af. Veronica sem býr fyrir ofan okkur og er systir Cutri var tryllt og öskraði á Lísu og sagði að við værum hræðilegar manneskjur og hvort við gerðum okkur grein fyrir hversu miklum skaða við hefðum valdið og bla bla bla, maður er bara heppinn að skilja ítölskuna ekkert alltof vel þegar kemur að svona aðstæðum. Mig langaði samt svooooo að hella mér yfir hana.
Jæja hvað segja nú lögfræðivinir mínir yfir þessu. Er þetta á okkar ábyrgð eða algjörlega í höndum leigusalann? Mér finnst hann nú bera ansi mikla ábyrgð á því hvað hann setur þvottavélina. Annars veit ég ekki hvernig reglurnar eru hérna úti en við skulum ekki gleyma því að hann er með 400 evrur í tryggingafé frá okkur og ég ætla svo sannarlega að vona að hann taki ekkert af því, annars verða engar jólagjafir í ár!!

Annars til að gera gott úr öllu skellti ég mér í prufutíma í hip hop áðan. Þar tók ég góðan dans í staðinn fyrir KSÍ hófið sem er á morgun og ég ætla svo að vona að þið FRAMkonur standið við loforðin.....og þá sérstaklega adidas búðina því nú er engin Linda til að taka hana!!! Getið bætt pilsinu við til að gera þetta enn skemmtilegra:)

Og Álfrún ég er búin að fatta gaurinn, þú verður eiginlega bara að senda mér meil með díteils!

Piccolina kveður að sinni úr híbýlum flóðanna:)
Buon fine settimana!

fimmtudagur, september 30, 2004

Í gær fór ég út á lífið sem var mjög gaman og ekki nóg með það þá hef ég sjaldan komið jafn seint heim til mín, ég gekk upp 120 tröppurnar á sama tíma og kvensurnar mínar heima voru að mæta í pumpið!! Ástæðan fyrir þessari löngu dvöl minni var sú að eftir að hafa farið á Grigua (þar sem Lisa vinnur) fórum við á stað sem heitir Mjólk eða Latte á máli innfæddra, nafnið var samt MILK.

Þarna var án efa spiluð skemmtilegasta tónlist sem ég hef heyrt síðan ég kom hingað. Einmitt svona tónlist sem ég elska að dansa við. Og ég sló ekki slöku við á dansgólfinu heldur tók allt sem ég kann, latin, hip hop, afró, stepp, flamengo, tjútt, rock´n role (enda gamall Íslandsmeistari frá 1990), það má segja að ég hafi gjörsamlega verið óstöðvandi þarna enda voru svitakirtlarnir í essinu sínu og líkaminn hreinlega öskraði á sturtu þegar heim kom. Eftir að hafa skellt í mig special K (enda kominn morgun) lagðist ég örmagna upp í rúm og svaf til hádegis. Þá tók ítalskan við. Í dag vorum við að læra að vísa veginn, aldrei þessu vant gat ég svarað öllu sem ég var spurð um, kennarinn á það nefnilega til að leggja nemendur í einelti sem svara einu sinni rangt. Eitt skiptið gat ég ekki svarað honum rétt hvað klukkan væri, (ég tók svona panic eins og maður tekur stundum þegar maður er tekinn upp) hann spurði mig þess vegna 7 sinnum í sama tímanum hvað klukkan væri, svona til ég myndi nú örugglega ná þessu! Che ora é? Sono le undici meno ventidue!

Í gær fékk ég líka óstöðvandi hláturskast inni á klósettinu á Grigua. Þar stóð ég í röð ásamt tveimur strákum og þetta var eitthvað svo óþægilegt og mér fannst þetta allt í einu svo fyndið, engin talaði og eitthvað, ég veit ekki af hverju.....þannig að ég snéri mér svona undan og fór að hlæja, ég fattaði samt ekki að það var spegill svona ská í bakið á mér og gaurarnir sáu að ég var skellihlæjandi, æj þetta eru eitthvað svo fyndnar aðstæður. Ég veit að Álfrún veit alveg hvað ég er að fara.......ég stökk síðan inn á baðið og tók eitt stykki partýprump, það var fyndið en ég held samt að engin hafi heyrt það:)

Í kvöld er enn eitt Erasmus kvöldið á bar Puorto Banana, ég ætla hins vegar að halda mig heima og glápa á vinkonur mínar í kynlífi og borginni.

p.s. búin að setja inn nýjar myndir...hey fyndið p.s. er einmitt að lesa Da Vinci lykilinn, hann bara spennandi

Þangað til næst lifið heil
Ciao Bella (n)

miðvikudagur, september 29, 2004

Ciao amicos....

I nott fekk eg i fyrsta sinn i magann sidan eg kom hingad, fyrir utan fyrsta daginn sem var bara spennufall. Eg held eg viti astaeduna, eg er farin ad nota hvitlaukinn ospart i allt sem eg geri og eg hika ekki vid ad baeta einu rifi vid. Thad liggur vid ad eg se farin ad skella honum i special K id mitt!!! Er hvitlaukur jafn slaemur i magann og venjulegur laukur. Hvad segja magavinir minir?

Annars er eg ad fara ut ad skemmta mer i kvold a Grigua thar sem Lisa irska vinnnur. Thar verda kokteilar a 3,5 evrur, gefins og hentugt fyrir fataekar piccolinur:)

A presto
Linda
Ciao i tutti!!

Ég elska að segja brandara......

Í gær sagði ég brandara í tíma, reyndar á ensku en allir hlógu (hugsið ykkur Linda Heiðars farin að segja brandara á ensku, hver hefði getað ímyndað sér það? Maður er ekkert lengur í setningum eins og “I came with a fish” eins og ég sagði svo eftirminnilega í Köben fyrir tveimur árum þegar ég var að segja frændfólki mínu frá því að ég hefði komið með harðfisk með mér). Brandarinn í tímanum var hins vegar stuttur og hnitmiðaður og beint til kennarans sem hugsaði örugglega, góður húmor hjá þessum Íslendingum en hefði mátt vera á ítölsku. Ég hugsaði hins vegar eins og sannur Ítali myndi gera, bravisimo, fantastico, splendido, það eru allir að hlæja að brandaranum mínum, mikið lifandi skelfingar ósköp hlýt ég að vera fyndin (sem ég er). En svo fór ég að hugsa hvort þetta væri kannski bara gervihláturinn því ég sjálf er með ansi góðan gervihlátur þó ég segi sjálf frá. Eins og t.d. þegar ég tala við Sami frá Finnlandi (hann talar mjög óskýrt og þegar hann endar hverja setningu opnar hann kjaftinn á sér eins mikið og hann getur, þannig að maður sér hvern einasta innkirtil, og hlær sínum mongóhlátri eins og hann eigi lífið að leysa. Um leið og ég sé hann opna kjaftinn byrja ég á mínum gervi og ég hlæ lengi lengi þannig ég þurfi pottþétt ekki að ræða þetta mál meira því ég skil hvort eð er ekkert sem hann segir. Stundum tek ég meira að segja óperuhláturinn hennar mömmu og hann er nú ekkert lamb að leika sér við og klikkar aldrei. Þess vegna fór ég að velta fyrir mér hvort fólk sé almennt að nota gervihláturinn, ég veit að húsfélagar mínir gera það ekki því þeim finnst ég endalaust fyndin!! En hvað haldið þið?

Múhahahahahahahahahahahah:)

Í morgun kom stökkmús inn um gluggann hjá okkur og ég fann tvo kakkalakka í baðkarinu, einn var hins vegar dauður og hinn skreið um eins og lítið sætt gæludýr. Nei, nú er ég að ljúga, ég var að ímynda mér að eitthvað svona myndi gerast því norsku tvibbarnir Túr og Pal eru með kakkalakka í íbúðinni sinni og þeir eru ekki auðveld bráð. Þess vegna þakka ég guði og öllum englunum fyrir það að búa á 7. hæð og þurfa að labba 120 þrep til að komast í íbúðina mína, því lyftan er alltaf á leiðinni í þessa byggingu, nú er stefnan sett á janúar en þá verð ég komin til ykkar aftur:)

Ég fæ endalaus hrós fyrir eldamennskuna mína hérna, sem er mjög fyndið þar sem að þetta er í fyrsta skiptið sem ég elda fyrir utan eitt stykki kjúkling sem ég eldaði einu sinni fyrir systur mínar með aðstoð mömmu!! Þú manst nú eftir því Harpa, til myndir og allar græjur. Anyway.....í gær spurði írska stelpan hún Lísa mig ráða við að sjóða eitthvað pasta sem hún var með, mér fannst það mikið hrós að hún leitaði til mín en ekki til einhvers annars í íbúðinni!! Sara og Martina gjörsamlega elska PASTA el PESTO sem ég geri og þegar þær smakka segja þær alltaf: “It never taste like this when I make it” hehe ekki samt búast við miklu þegar ég kem heim því kannski er þetta bara ítalska hliðin á Lindunni því hér hefur hún allan tímann í heiminum til að dunda sér í eldamennskunni, annan en heima þegar hún er á fartinu allan daginn.

A presto!
Piccolina

þriðjudagur, september 28, 2004

HI gott folk.

Nu er eg stodd a fornaldarbokasafni i haskolagotunni Via Balbi. Eg er i tolvu fra steinold og kemst ekki inn a heimabankann minn thvi hann hefur adsetur a of fullkomnu vefsvaedi fyrir thessa tolvu!!

Adan forum vid Krunka ad skoda nyju bygginguna sem skolinn okkar er ad flytja i. Vid forum med Chiara Bassi sem var erasmus nemi a Islandi i fyrra. Thetta var mjog fin bygging en Chiara var ekki viss um hvort thad yrdi eitthvad tolvuver tharna. Italir eru ekki tilbunir fyrir tolvurnar, thad er nokkud ljost:) Vid fengum okkur lika gongutur um gamla baeinn sem er geggjadur, fullt af litlum kruttlegm budum med alls konar doti i. Fundum lika otrulega flotta bud sem het einhverju indversku nafni eins og Natasma sem thydir vist velkominn a indversku. Thar fann eg an efa fallegustu ulpu sem eg hef sed, en hun kostadi 223 evrur og er dyrasta flikin sem eg hef sed herna. Thetta var samt svona merkjabud thannig ad kannski er thetta ekki mikid. Allaveganna frjals framlog vel thegin!!

I gaer pantadi eg hotel fyrir mig og Andra i Florens. Vod kruttlegt odyrt hotel i midbaenum. Ef einhver veit meilid hja Brandi, endilega lata mig vita. Annars er eg a leid i tima nuna thannig ad eg aetla publisha thessu adur en tolvan deyr:)

Ciao,
Bella Blonde:)

laugardagur, september 25, 2004

Á ferðalagi til Frakklands

Um helgina skelltum við okkur 10 saman til Nice (Frakklandi) og Mónaco-Monte Carlo. Ferðahópurinn (The group di Genova) samanstóð af þessum:
Finnska mafían: Sami, Marikka, Annukka og Anu.
Sveittu Svíarnir: Frederik, Martina og Sara.
Íslensku beyglurnar: Krunka og Lindsey Hunt
Einn outsider: Þjóðverjinn Ines Schneider

Föstudagurinn
8:30
Haldið út á lestarstöð og við tók þriggja tíma ferðalag til borgarinnar Nice í Frakklandi. Í okkar klefa var sofið og lesið, meiri læti í klefanum sem Svíarnir, tveir Finnar og Þjóðverjinn voru í , Þjóðverjinn eiginlega lagður í einelti og ákvað því að flytja til okkar.....
12:00 Komið til Nice og 1 stjörnu hótelið Baccarat, fundið í næstu götu við lestarstöðina. 19 evrur nóttin í hálfgerðum beddakojum og 6 saman í bleiku herbergi með engu loftljósi, smá interail fílingur! Nema að ég trillaði litlu ferðatöskunni minni út um allt, ekki kannski eitthvað sem maður gerir á interraili, aðrir voru með ekta bakpoka en prinsessan þarf nú að hafa almennilega flugfreyjutösku. Ekki satt afi minn?
13:00 Haldið á ströndina en því miður var veðrið ekki nógu gott til sólbaðs og því var tekið á það ráð að ganga um borgina og skoða fallegar byggingar sem prýða hana. Settumst á sætt kaffihús og ég borgaði 2, 80 evrur fyrir lítinn skitinn kreistan ávaxtasafa, já það er ekki tekið út með sældinni að vera á vinsælum ferðamannstöðum.
16:00 Fundum H&M og ég fékk hnút í magann, á ekki pening fyrir fötum og hugsaði að það yrði of hættulegt fyrir mig að fara þarna inn. Sleppti mér samt í deildina með teygjunum og spennunum því það er eitthvað sem hver stelpa getur ekki verið án. Greip eina eyrnalokka á 150 kall með og eitt blóm í hárið. Ekki mikið eytt þarna enda ekta fátækur námsmaður á ferð!!
20:00 Eftir að hafa sötrað rauðvín eins og sannur Frakki röltum við yfir á kínverskt veitingahús í nágrenninu og fengum frábæran mat þar, ágætis tilbreyting frá pastanu og pizzunum. Þá fór að hellirigna með þrumum og öllu tilheyrandi svo við ákváðum bara að halda smá partý inni á herberginu okkar. Þar voru saman komnir Finnar, Íslendingar, Svíar, Þjóðverji, Kanadabúar, Ástralíubúar og seinna um kvöldið hittum við stelpu frá Mexico og strák frá Spáni og að sjálfsögðu Frakka. Aldeilis alþjóðleg blanda þarna á ferð!!!
Eftir partýið var haldið á einhvern franskan dansstað sem spilaði án efa leiðinlegustu tónlist sem ég hef heyrt, búið að setja svona techno takt á öll vinsæl lög sem gerði það að verkum að ef þú vildir dansa þurftirðu að hrista líkamannn til þangað til þér leið eins og hausinn á þér væri að springa. Ég og Annukka ákváðum að stinga af um hálf tvö leytið og fórum bara inn á herbergi að kjafta þangað til hin komu. Þau voru nú ekki alveg á þeim brókunum að fara að sofa og héldu í annað herbergi og voru entust til hálf átta um morguninn!!!
Eins og sannir túristar fórum við á fætur upp úr níu og héldum í súpermarkaðinn til að kaupa morgunmat. Á leiðinni í súpermarkaðinn lét ég langþráðan draum okkar Andra rætast og fór og bað um Croussant með ekta frönskum hreim!! Lágum síðan á flottustu strönd sem ég hef komið á til að ganga þrjú en veðrið var alveg geggjað. Þar borgaði ég 35 cent til að gera nr 2, eins gott að maður sé nú alveg viss um að maður þurfi virkilega á klósettið þarna!
Síðan lá leið okkar til Mónacó í spilavítið Monte Carlo. Frábært að sjá allt þarna í Mónacó, fólkið þar er sko ekkert að kvarta yfir peningaleysi. Tók fullt af myndum sem ég set inn við tækifæri og ég HDW ég tók eina skemmtilega fyrir þig, fattar um leið og þú sérð hana!! Við röltum þarna um í tæpa tvo tíma áður en við tókum svo lestina aftur til Genova. Frábær helgi í alla staði en auðvitað kostar að ferðast svona og verður því bara hafragrautur út næstu viku........

Nokkrar merkilegar staðreyndir sem ég komst að um helgina:
  • Svíar halda að ef þeir setja –ur fyrir aftan öll sænsk orð séu þau orðin íslensk.......þeir gátu ekki hætt að setja –ur endingar á sín orð, fannst þetta svo fyndið.
  • Fólk spyr: Where are you from? Iceland Really (með mjög mikilli áherslu) Its freezing there right?????
  • Iceland, Bjork is from Iceland??
  • Frakkar tala mun meiri ensku en Ítalir og svara manni á ensku ef maður spyr á frönsku, mjög stoltir af máli sínu.
  • Kuk þýðir annað á sænsku en á íslensku varð góður misskilningur þegar Svíarnir settu bara –ur fyrir aftan sitt kuk orð!!
  • Spurning frá Þjóðverjanum: So you have books in Icelandic (þegar ég var að lesa Da Vinci lykilinn á íslensku) NEI VIÐ LESUM EINUNGIS ENSKAR BÆKUR Á ÍSLANDI DÖÖÖÖÖÖÖÖ HEHE. Þegar ég útskýrði að við ættum fullt af bókum á íslensku varð hún mjög hissa og sagði en þið eruð bara ca 300000, ég útskýrði þá að meðal þessara 300000 væri til fólk sem væri þýðendur, þá varð hún enn meira hissa!!!
  • Ég myndi vilja gifta mig í salnum í Monte Carlo spilavítinu.
  • Keypti mér CARRIE hálsmen en ákvað samt bara að hafa nafnið Linda á því þar sem það er alþjóðlegt og allir eru voða glaðir þegar maður segist heita Linda, annað með Hrafnhildi, þegar hún kynnir sig verður fólk kjaftstopp!
  • Spurning frá Kanadagaurnum: So you are from Iceland, do you have your own language or? Þá tók ég bara eina sígilda spurningu: Humm Celine Dion, she´s Canadian/French right? Fellur alltaf í gramið hjá Kanadabúum og Frökkum!

Annað man ég nú ekki bili enda komið nóg, bið að heilsa og munið að setja allar merkilegar fréttir inn, eins og t.d. hvernig er staðan á kvótakerfinu eða kennaraverkfallið, hvað er að frétta úr stjórnmálunum, Kárahnjúkum, neh ekki alveg, er samt til í að vita endanlega launahækkun kennara ef samningar nást á þessu ári!!

Knús og kossar frá Lindunni ykkar:)