fimmtudagur, september 25, 2008

Það er aldeilis dagskráin í kvöld...

  1. Bryan vinur minn O'hara
  2. Klovn
  3. Sex hlekkir
  4. Svartir Englar (endursýning alveg fyrir mig því ég missti af þessu um helgina)

Það er eins gott að barnið verðið komið í bæli á réttum tíma!

...annars tekur maður þetta náttúrulega bara í plús:)

Mæli með Víðsjá dagsins fyrir þá sem vilja heyra í "Einari Fannari"

miðvikudagur, september 24, 2008

föstudagur, september 19, 2008

Ein í "íi"

Setti inn nokkrar myndir sem ég átti - af feðginunum að baka kúlur. Ága Tut er síðan hætt að sofa úti, ákvað það bara svona sjálf allt í einu og biður núna bara um að fara inn í "úmið" og "yngja" og svo leggst hún bara út af og sofnar! Ein að undirbúa sig fyrir leikskólann eða hvað - vonandi!
Ég er svo upptekin á fésbókinni að ég hef barasta ekki tíma í að uppfæra þessa síðu...

en hér á Laugarnesveginum leikur allt í lyndi og mannskapurinn hress og sprækur. Húsmóðirin gerðist svo djörf í gær að panta ferð til Köben fyrir sig og manninn í vetrarleyfinu!!!

Datt inn á einhvern heitapott hjá express og fékk flug fyrir okkur bæði fyrir samtals tæpan 33000 kall. Fyrirhugað er að krassa hjá Álfinum og co. og hitta síðan hinar tvær elskulegu vinkonur mínar Regínu og Sóley. Ég barasta get ekki beðið er svo spennt...Áran fær að gista hjá ömmum sínum og öfum og leika við frænkur sínar sem henni finnst nú alveg hreint ótrúlega skemmtilegt.

Ég þarf að fara að hreinsa aumingjabloggara út og setja nýja og ferska inn í staðinn. Sem dæmi má nefna Jöklabloggið og Milanóbúana og fyrir tískuáhugafólk er þessi skemmtileg...

Helgin verður skemmtileg en á morgun er afmæli hjá Gunnhildi samkennara mínum og á sunnudaginn erum við að fara í leikhús með leikhúsvinum okkar þeim Láru og Benna en við ætlum að bregða okkur á Fýsn í Borgarleikhúsinu. Við Lára erum að vísu aðeins meira en leikhúsvinkonur en Benni og Andri eru svona leikhúsvinir eiginlega eða þeir fá sjaldan að hittast nema þá í svona leikhúsferðum og jú kannski einstaka afmælum. En þetta verður eflaust skemmtilegt kvöld eins og öll önnur undanfarin sem við höfum átt með þeim hjúum.

Ég er búin að vera eitthvað hauslaus í dag eftir vikuna og þess vegna verður gott að vera í "íi" eins og Áran segir svo skemmtilega en hún veit ekkert betra en þegar allir eru í fríi. Eina sem hún heyrir er að þessi og hinn séu að fara að vinna...

Og síðan fer leikskólinn alveg að byrja

Hafið það gott um helgina og njótið augnabliksins!

þriðjudagur, september 09, 2008

Ef þið vissuð það ekki því ég er örugglega búin að öskra það út um allt af gleði...

að hún einkadóttir okkar Ága Tut eins og hún segist heita byrjar á leikskóla um næstu mánaðamót. Mikið gasalega finnst mér það skemmtilegt fyrir hana og tilhlökkunin á heimilinu er mikil.

Hún var að spjalla við ömmu Gúttu (Gústu) í símann áðan og eftir smá spjall spurði amman hvort hún væri búin að borða og svarið var: Já! ojbjakk! Hún var sem sagt ekki alls kostar ánægð með kvöldverðinn í kvöld - var nefnilega ekki að fíla rjómaostinn sem móðirin klíndi á pastað hennar - við skulum bara krossa putta þegar terrible two byrjar!

Hún dælir líka út úr sér tveggja orða setningu þessa dagana: Pabbi sitja - mamma bað - meira bók o.frv.

sunnudagur, september 07, 2008

Get ég eitthvað aðstoðað þig?
Uppáhalds-staðurinn, úti í glugga hjá pabba sínum - sitja pabba er alveg málið:)


Var bara þrældugleg að taka myndir um helgina og setti þær inn fyrir áhugasama
Núna er hins vegar kominn háttatími fyrir þreyttar útivinnandi húsmæður og ég væri nú bara alveg til í eins og einn frídag í viðbót.

föstudagur, september 05, 2008

Elsku litla blómið sem verður eins og hálfs á morgun...


Hef alveg verið afskaplega ódugleg við að taka myndir undanfarið en setti þó nokkrar inn á myndasíðuna í ágúst og september. Og þessar myndir sem ég hef tekið eru ekkert nógu hressandi, kannski ekkert svo sem sérstakt búið að vera í gangi - ég meira og minna ekki nógu hress út af kvefi, hósta og hálsbólgu en vil trúa því að þetta sé eitthvað minnka.

Síðan er óléttubylgja byrjuð once again, held án gríns að ég sé búin að heyra af nýrri óléttu daglega síðastliðna viku...
Ég, Álfrún og Auður erum samt bara rólegar enda fylgjum við sömu bylgu - er það ekki annars???:)


Nú er bara að krossa putta að leikskólarnir fari að ráða eitthvað fólk inn þannig að ÁRA geti byrjað en á meðan þrælar hún ömmu sinni út og lætur hana halda uppi standandi prógrammi allan liðlangan daginn. Amman er síðan ekkert bara að hugsa um barnið heldur dittar líka að ýmsum hlutum á heimilinum - djúphreinsar eldavélahellurnar, býr alltaf um rúmið, tekur glerplöturnar upp úr stofuborðunni (sem húsmóðirin hefur sig ALDREI í) og skrúbbar og pússar með eyrnapinna, hengir upp þvott og brýtur saman og guð má vita hvað hún gerir fleira og já mætir stundum með mat í potti sem foreldrar geta eldað um kvöldið - alveg ótrúleg þessi tengdamóðir mín. Maður á nú varla að segja frá þessu hversu ofdekruð við erum...
-Góða helgi-