miðvikudagur, júní 30, 2010

"Epilator ævintýrið"


Hún Sóley vinkona hefur aldrei verið þekkt fyrir annað en að vera með ráð undir rifi hverju og ósjaldan bent mér á ýmislegt skynsamlegt. Nú síðast var það þessi græja - epilator eða hártætari! En þegar konur hyggja á viku para/treatment ferð til Stokkhólms er nauðsynlegt að vera með vel "skafaða" leggi.

Manneskja sem hefur aldrei gerst svo stórtæk að leggja það á sig að fara í vax ætlar sér þó heldur mikið um of þegar hún fær lánaða slíka græju og byrjar að tæta - DJÖFULL ER ÞETTA VONT! Ég var rétt komin langleiðina með hægri þegar ég játaði mig sigraða, hringdi í Sóleyju og spurði hvort þetta ætti í alvörunni að vera svona sjúklega vont, Sóley greyið hafði þá ekki alveg gert sér grein fyrir hversu mikill amatör ég væri í þessum málum og benti mér á að það væri kannski gott að láta klára þetta mál með vaxi og taka svo næsta skipti með græjunni. Og sú var lendingin, ég sendi snyrtikonunni minni örvæntingarfullt sms klukkan tíu í gærkvöldi og spurði vinsamlega hvort hún gæti vaxað á mér vinstri legginn og útskýrði vandmálið fyrir henni. Fékk tilbaka hahahaha já Linda beauty is pain! og á núna tíma kl 11:30 til að klára þetta. Ég mun hins vegar ekki gefast upp á hinu og ætla fjárfesta í helv... tækinu, ég sé nefnilega hversu fínt þetta verður og alveg sársaukans virði:)

Andri spurði einmitt í gærkvöldi hvort þetta yrði ekki eins með þessa græju og álfabikarinn sem títtnefnd Sóley benti mér líka á fyrir rúmu ári síðan. Fyrst þegar ég heyrði um þennan bikar sem ætti að troða upp í leggöngin varð mér allri lokið og fullyrti að þetta væri sko ekki fyrir mig. Nú rúmu ári seinna hef ég étið það allt ofan í mig og ELSKA bikarinn minn og gæti aldrei í lífinu án hans verið og hika ekki við að dásama hann mánaðarlega:)

Ég spái sama árangri með hártætarann!

...to be continued

mánudagur, júní 28, 2010

Blæs ekki út nös...right!
Þarna eru ca. 9 búnir og vá hvað sá síðasti tók á...

Frábær helgi að baki, Elín Anna var gæsuð á laugardaginn og var standandi prógram frá 7 um morguninn og fram á kvöld en ég svissaði yfir í þrítugsafmæli Fíu og Stínu eftir að hafa endurræst mig í Laugum Spa og við tók stanslaust stuð til að vera fimm um nóttina - þá sjaldan sem maður lyftir sér upp. Hressleikinn var samt bara þó nokkur í gær en alveg ljómandi fínt að vera í sumarfríi og get tekið svona eins og eina kríu hér og þar:)

9 dagar í "Stokkhólms-trítmentið" og niðurtalning formlega hafin

fimmtudagur, júní 24, 2010

Miðnæturhlaup á Jónsmessu

Flottur hópur úr fjölskyldunni skellti sér í hlaupið og árangurinn ekkert af verri endanum. Bjarki frændi á 52:52 sem er helvíti gott fyrir mann á hans aldri:) Ekki mitt persónulega besta en 48:56 var tíminn samkvæmt klukkunni en ég geri ráð fyrir að flagan gefi mér 5-10 sek betri tíma. Fyrri hringurinn gekk mjög vel og ég var í góðum gír, sá seinni var heldur erfiðari og eiginlega bara óbærilegur á tímabili en svona vill það verða þegar maður hleypur ekki nógu oft en bjöllurnar hafa algjörlega verið í forgangi undanfarið. Markmiðið var samt bara að ná undir 50 en nú fer markmiðið að verða að ná undir 48.

Þegar ég skoða gömul úrslit úr þessu hlaupi en ég var ansi virk árin ´96, ´97 og ´98, þá átti ég best 47:08 en þetta er á aldrinum 14-16 ára og kannski ekki alveg sambærilegt en ágætis viðmið. Núna VERÐ ég bara að æfa markvisst og komast einhvern tímann undir 45, það væri draumur:)

Takk fyrir skemmtilegt hlaup, mamma, Svava, Bjarki og Jóel!

þriðjudagur, júní 22, 2010

Ára litla sushibarn

Þessi mynd var tekin í febrúar síðast liðnum en þá byrjuðum við að venja heimasætuna á sushi át svo hún þyrfti ekki að éta ofan í sig allt slæmt umtal um sushi líkt og við foreldrarnir þurftum að gera á sínum tíma. Núna fjórum mánuðum síðar elskar hún að fara á Sushi lestina eins og hún kallar hana sjálf og um helgina fór hún með pabba sínum og borðaði hvorki meira né minn en 9 bita! Tók samt skýrt fram að henni þættu gúrkubitarnir bara góðir:)

Dásamlegt þetta barn það verður ekki af henni tekið ef við horfum á þetta hlutlausum augum!

Þessa dagana þýðir ekkert annað en að vera í kjól eða pilsi og í morgun gekk hún meira að segja svo langt að fara í kjól og pilsi í leikskólann! Núna er líka mjög vinsælt að segja okkur að "mamma sé best" eða "pabbi sé bestur" og núna rétt fyrir svefninn tók hún utan um okkur og sagði: "mamma er best, pabbi er bestur og ég er best, við öll þrjú erum best" Krúttleg með meiru...

Sumarfríið rúllar vel af stað hvað varðar bjölluæfingar, hlaup og hádegishittinga en það fer eitthvað minna fyrir tiltekt og öðru sem átti að framkvæma en þetta er nú bara rétt að byrja þannig ég hef engar áhyggjur af því að ég verði ekki búin að litaraða í fataskápinn og flokka í eldhússkápana að fríi loknu.

Þessa vikuna og næstu verð ég að kenna uppi í dansskóla milli 16-20 á daginn, ekki besti vinnutíminn í heimi þegar maður er með barn en gengur upp þegar pabbinn er kominn heim. Reyndar erum við með megapúsluspil til að allt gangi upp og í dag hjólaði AFO í vinnuna á hjólinu með barnastólnum, ég náði í Áru rúmlega þrjú og skutlaði henni vestur í bæ til pabba síns svo hún gæti klárað vinnudaginn með honum og þau síðan hjólað saman heim og ég farið á bílnum upp á Bíldshöfða - gott plan og virkaði vel þannig ég geri ráð fyrir að það verði notað aftur:)

Lofa nýjum myndum af ferð okkar á Árbæjarsafnið um helgina - eyddum ekki nema tæpum þremur tímum þar!

fimmtudagur, júní 17, 2010

Nýjar myndir í lok maí og júní albúmi - www.123.is/agustarut

Eurovisonkvöld
Ævintýraskógurinn
Brúðkaup
Sushi og hvítvín
17. júní

It´s sommertime....

Ára hefur erft eitt gott gen frá mér...

hið víðfræga textagen:) Við Andri skildum hvorki upp né niður um daginn þegar hún bað um "djobbelífs" og spurðum endalausra spurninga um hvað þetta væri nú eiginlega eða þar til dóttir okkar var við það að fara að væla. Þá áttaði Andri sig skyndilega á því að hún væri að biðja um lagið God þar sem John Lennon syngur I don´t believe í viðlaginu! Hún er með góðan tónlistarsmekk stúlkan en greyið situr uppi með textagenið - ég meina hver man ekki eftir hommideis?

Annars sá ég það í dag að ég læt stundum alltof mikið eftir henni, þurftum að þeysast í gegnum Bónus og áður en ég vissi af var þessi meters manneskja búin að "láta" mig kaupa kleinur, kók, Sollu ís og tvo hlauporma í poka. Ég þarf klárlega að taka mig aðeins á í uppeldinu:)

Í fyrra fékk hún Spiderman blöðru á 17. júní, núna segist hún vilja Latabæjarblöðru - ekki alveg nógu góð þróun en sjáumst til hvernig þetta endar:)

Að lokum - hamingjuóskir til Örnu og Bjarna sem eignuðust son í nótt og við á Laugarnesveginum hlökkum mikið til að sjá þennan litla mann sem er án efa dásamlegur líkt og foreldrarnir.

fimmtudagur, júní 10, 2010


Íslensku menntaverðlauninÁ þriðjudaginn síðast liðinn hlaut ég þann heiður að fá Íslensku menntaverðlaunin í flokki ungra kennara sem hafa sýnt hæfileika og lagt alúð við störf sín.

Að mínu mati er það einstakur heiður að hljóta þessi verðlaun og jákvætt þegar tekið er eftir störfum kennara ásamt því að vera mikil hvatning í áframhaldandi starfi.

Slíka viðurkenningu hlýtur þó enginn upp á eigin spýtur. Ég var ákaflega heppin þegar ég fékk kennarastöðu við Laugalækjarskóla fyrir 4 árum síðan, yndislega samstarfsfólkið mitt þar hefur gert mér kleift að viða að mér ómetanlegri þekkingu og reynslu úr þeirra brunni svo ég tali nú ekki um skólastjórana þá Björn og Jón Pál sem hafa sýnt starfsfólki sínu einstakt traust og svigrúm til þess að taka aukna forystu í starfi.

Hérna má lesa greinargerð dómnefndar í heild sinni!

Ég vona síðan að ég eigi eftir að líta jafnvel út hún Ragnheiður Hermannsdóttir sem hefur verið við kennslu í 39 ár.

Ástarþakkir fyrir allar góðu kveðjurnar kæru vinir.

Virðing - Eldmóður - Gleði

sunnudagur, júní 06, 2010

1 ár = pappír


...og það verður að sjálfsögðu haldið upp á það með því að fara á Holtið:)

laugardagur, júní 05, 2010

Kíktum með Ágústu í ævintýraskóginn en þangað fer hún alltaf með leikskólanum á mánudögum. Ævintýraskógurinn er lítill "skógur" efst í skíðabrekkunni við Dalbraut og þar læra börnin ýmislegt um náttúruna, fuglalífið og fleira. Ára elskar þennan skóg og lék á alls oddi:)

Uppstillt í myndatöku

Blása á fífil

Mæðgurnar

og feðginin

Dásamleg helgi framundan sem byrjar á bjölluæfingu með Álfinum mínum, við erum að tala um fáránlega mikla tilhlökkun að mæta, við skemmtum okkur nefnilega svo vel á þessum æfingum, lágmark eitt hláturskast á hverri æfingu!


5 vinnudagar og síðan 9 vikur í frí
Góða helgi!