Nýir áfangar í lífi Áru litlu
Um helgina upplifði Ágústa Rut sína fyrstu alvöru sorg og sorgmædd var hún elsku litla kellingin. Þannig var mál með vexti að Lotta annar gullfiskanna okkar hefur verið heldur slöpp upp á síðkastið, hún hefur alla tíð verið sólgin í mat og kemur iðulega upp á yfirborðið þegar maður kemur að búrinu, líklegast hefur hún étið yfir sig eða fengið einhverjar meltingartruflanir en þessi dýr hafa víst enga þarma. Lotta var farin að synda á hvolfi og við töldum að sundmaginn hefði sprungið. Um helgina var Emil hinn fiskurinn farinn að synda ítrekað í kringum hana sem endaði með því að hann hékk alveg utan í henni en þá tók ég eftir því að hún var alveg farin frá okkur. Ég ákvað að taka hana strax upp úr búrinu og setti í lítinn poka því ég vildi ekki að Ára sæi hana liggja þarna. Síðan kom stóra spurningin, hvernig átti ég að tilkynna barninu um þetta fráfall og útskýra hvers vegna Lotta væri ekki hjá okkur lengur. Eftir smá umhugsunartíma ákvað ég bara að taka þetta alla leið, segja henni eins og var og sýna henni Lottu. Í fyrstu hugsaði ég með mér hvaða endemis vitleysa þetta hefði verið í mér, barnið gjörsamlega brotnaði saman og var með ekka yfir þessu öllu saman og gat ekki skilið af hverju Lotta væri dáin en samt með opin augu og spurningar eins og hvert hún færi og af hverju hún hefði verið veik voru erfiðar tilsvara. Ég reyndi að útskýra að hún myndi fara til afa Egga en hún hefur talað um að hann sé dáinn en þá kom auðvitað sú pæling að Lotta kæmist ekkert til hans og hún óskaði sérstaklega eftir því að við færum aftur með hana í búðina, ég hafði alltaf heyrt að maður sturtaði þeim bara í klósettið en AFO stakk upp á því að grafa hana í jörðu og kveikja á reykelsi! Þetta endaði nú samt sem áður allt saman vel og barnið sættist á það að kaupa nýjan vinafisk fyrir Emil svo hann yrði nú ekki einmana og hefur sá fiskur fengið nafnið Björgvin Frans:)
...sem var síðan skemmtilegt í ljósi þess að við fórum á bókakynningu á sunnudeginum á nýrri bók eftir sjálfan Björgvin Frans og Gunna Helga þar sem Ágústa Rut fékk að tala við og fá eiginhandaáritun hjá sjálfu goðinu, hún gat líka sagt honum að hún ætti fisk sem héti Björgvin og það vakti mikla lukku. Ekki skemmdi síðan fyrir mynd af henni í Mogganum í dag þar sem hún fylgist dolfallin með þeim leiklesa upp úr bókinni.
Og enn hellast áföllin yfir litla þriggja og hálfs árs stúlku en í gær var hún svo skelfilega óheppin að detta virkilega illa á steina á leikskólanum og lítur nú út eins og atvinnuboxari sem sjá má á myndum hér fyrir neðan. Hún var ótrúlega brött og kláraði bara daginn á leikskólanum og kældi bólguna samviskusamlega sem er núna byrjuð að leka skemmtilega yfir allt augað og mynda hina ýmsu liti. Við þökkum fyrir að ekki fór verr en hún hefði hæglega getað nefbrotnað, rotast, misst tennur og þar fram eftir götunum svo fall er fararheill eins og það stendur. Hún vaknaði hins vegar upp í nótt og þurfti að tala stanslaust um slysið í tæpar tvær klukkustundir við okkur og lýsa nákvæmlega aðdraganda þess og eftirmála:) En við erum fegin að hún fór yfir þessi mál enda sjálfsagt mikið sjokk að lenda í þessu og sjá sig í spegli svona útlítandi.
Í dag átti að pakka henni í bómull í leikskólanum og leyfa henni að vera smá súkkulaði í ljósi aðstæðna gærdagsins. Hún hélt nú ekki, að vera inni var ekki möguleiki hjá henni, hún ætlaði sko út en bara ekki í steinana í þetta skiptið:) Hún er hörkutól eins og mamma sín;) Og guði sé lof fyrir það að við erum búin að fara í jólamyndatökuna!
Í kvöld eyddum við síðan dágóðum tíma í skólaleik en barnið þekkir orðið nánast hvern einasta bókstaf og veit hverjir eiga hvaða staf. Þetta er algjörlega sjálfsprottið þrátt fyrir að flestir viti um æfingabúðirnar sem ég er alltaf með í gangi hverju sinni! En að öllu gamni slepptu þá finnst mér ekkert að því að virkja þennan áhuga ef hann er til staðar. Hún kallar mig kennara og biður mig að gera stafi á krítartöfluna, búa til dæmi og segja sögur. Allar dúkkurnar eru líka þátttakendur í þessu og hún lætur mig iðulega vita ef einhver er ekki að gera eins og á að gera! Áðan skrifaði hún t.d Rut og Harpa eftir minni forskrift og skráði dæmið 1+1= 2 í "skólabókina" sína. Spurði mig síðan hvort það væri ekki hvíld í skóla og bað um mandarínur:) Mér finnst þetta auðvitað alveg magnað enda veit ég ekkert skemmtilegra en að vera í skólaleik allan daginn! Þannig að núna veit hún alveg hvað hún þarf að gera til að fá mömmu sína til að leika.
En jæja þetta er ágætis skrásetning á afrekum heimasætunnar og sólargeislans á Laugarnesveginum. Hinir tveir meðlimirnar eru líka bara kátir. AFO dottinn í eitthvað Wheetos cravings og úðar í sig hverri skálinni á fætur annarri eins og hann sé orðinn 18 ára á ný. Ég var með 20 foreldraviðtöl í dag eftir þriggja tíma svefn og sé í hyllingum bústaðaferðina með Lokastígsgenginu um helgina þar sem lestur góðra bóka, svefn, vellystir í mat og drykk en umfram allt mun skemmtun í góðra vini hópi vera allsráðandi.
...sem var síðan skemmtilegt í ljósi þess að við fórum á bókakynningu á sunnudeginum á nýrri bók eftir sjálfan Björgvin Frans og Gunna Helga þar sem Ágústa Rut fékk að tala við og fá eiginhandaáritun hjá sjálfu goðinu, hún gat líka sagt honum að hún ætti fisk sem héti Björgvin og það vakti mikla lukku. Ekki skemmdi síðan fyrir mynd af henni í Mogganum í dag þar sem hún fylgist dolfallin með þeim leiklesa upp úr bókinni.
Og enn hellast áföllin yfir litla þriggja og hálfs árs stúlku en í gær var hún svo skelfilega óheppin að detta virkilega illa á steina á leikskólanum og lítur nú út eins og atvinnuboxari sem sjá má á myndum hér fyrir neðan. Hún var ótrúlega brött og kláraði bara daginn á leikskólanum og kældi bólguna samviskusamlega sem er núna byrjuð að leka skemmtilega yfir allt augað og mynda hina ýmsu liti. Við þökkum fyrir að ekki fór verr en hún hefði hæglega getað nefbrotnað, rotast, misst tennur og þar fram eftir götunum svo fall er fararheill eins og það stendur. Hún vaknaði hins vegar upp í nótt og þurfti að tala stanslaust um slysið í tæpar tvær klukkustundir við okkur og lýsa nákvæmlega aðdraganda þess og eftirmála:) En við erum fegin að hún fór yfir þessi mál enda sjálfsagt mikið sjokk að lenda í þessu og sjá sig í spegli svona útlítandi.
Í dag átti að pakka henni í bómull í leikskólanum og leyfa henni að vera smá súkkulaði í ljósi aðstæðna gærdagsins. Hún hélt nú ekki, að vera inni var ekki möguleiki hjá henni, hún ætlaði sko út en bara ekki í steinana í þetta skiptið:) Hún er hörkutól eins og mamma sín;) Og guði sé lof fyrir það að við erum búin að fara í jólamyndatökuna!
Í kvöld eyddum við síðan dágóðum tíma í skólaleik en barnið þekkir orðið nánast hvern einasta bókstaf og veit hverjir eiga hvaða staf. Þetta er algjörlega sjálfsprottið þrátt fyrir að flestir viti um æfingabúðirnar sem ég er alltaf með í gangi hverju sinni! En að öllu gamni slepptu þá finnst mér ekkert að því að virkja þennan áhuga ef hann er til staðar. Hún kallar mig kennara og biður mig að gera stafi á krítartöfluna, búa til dæmi og segja sögur. Allar dúkkurnar eru líka þátttakendur í þessu og hún lætur mig iðulega vita ef einhver er ekki að gera eins og á að gera! Áðan skrifaði hún t.d Rut og Harpa eftir minni forskrift og skráði dæmið 1+1= 2 í "skólabókina" sína. Spurði mig síðan hvort það væri ekki hvíld í skóla og bað um mandarínur:) Mér finnst þetta auðvitað alveg magnað enda veit ég ekkert skemmtilegra en að vera í skólaleik allan daginn! Þannig að núna veit hún alveg hvað hún þarf að gera til að fá mömmu sína til að leika.
En jæja þetta er ágætis skrásetning á afrekum heimasætunnar og sólargeislans á Laugarnesveginum. Hinir tveir meðlimirnar eru líka bara kátir. AFO dottinn í eitthvað Wheetos cravings og úðar í sig hverri skálinni á fætur annarri eins og hann sé orðinn 18 ára á ný. Ég var með 20 foreldraviðtöl í dag eftir þriggja tíma svefn og sé í hyllingum bústaðaferðina með Lokastígsgenginu um helgina þar sem lestur góðra bóka, svefn, vellystir í mat og drykk en umfram allt mun skemmtun í góðra vini hópi vera allsráðandi.