föstudagur, desember 30, 2005

Jólin hafa verið yndisleg í alla staði. Hvað er skemmtilegra en að borða góðan mat, troða sig út af konfekti, ís og öðrum ósóma og sofa svo fram eftir degi:)

Nokkur spilakvöld hafa verið tekin og í gærkvöldi kom LA gengið til mín, að vísu vantaði Hildi og Samíu og var þeirra sárt saknað.

Það fer ótrúlega vel um okkur í sveitinni og lífið gæti varla verið betra:)

Hvert er annars planið á gamlárs?

Lilly

laugardagur, desember 24, 2005

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
Og farsældar á nýju ári.
Risajólaknús Linda!!

fimmtudagur, desember 22, 2005

HÆ hæ hæ...

Ég er að flytja, vildi bara segja ykkur það:) Loksins ha, býð í teiti fljótlega, verður auglýst síðar.
Annars afhentum við peninginn fyrir brunninum í dag. Hugljúf stund sem við áttum með biskup og starfsfólki kirkjuhússins.

Jæja erum að fara að setja saman fataskápinn...og svo er bara að raða, flokka og skipuleggja. Love it!

Heyrumst
Grafarholtsbúinn:)

laugardagur, desember 17, 2005

Ég vildi bara minna á söfnunina sem ég talaði um við einhver ykkar í gær. Hún er í fullum gangi og fer vel af stað ef marka má nýjustu tölur. Þið getið fylgst með hér en þessi maður sér um að halda utan um peninginn með sérútbúnum reikningi:

Reikningsupplýsingar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189

Ég hvet ykkur öll til að taka þátt
Góðar stundir:)

fimmtudagur, desember 15, 2005

Ég sá viðtal við einn sem ég þekki aftan á Allt blaðinu eða innblaðinu í Fréttablaðinu...

Þar kom fram að viðkomandi gengur bara í Armani og Hugo Boss fötum...verst að ég var búin að kaupa Prada frakka í jólagjöf, demit;)

Kíkið á þetta...
-L-

miðvikudagur, desember 14, 2005

Mikið er nú sweeeeet að vera í fríi...

Ég held ég slái þessu bloggi bara upp í kæruleysi í jólafríiinu, annars er ég búin að pakka öllu inn, Lottó sparslar og sparslar og það lítur út fyrir flutninga fyrir jól. Gaman, gaman...

Ég stend vaktina í adidas um helgina, 12-22 á lau og 10-22 á sun. Það verður stuð að rifja aðeins upp jólageðveikina í búðunum, endilega droppiði við og kastið kveðju.

Keypti fyrirfram jólagjöf á Andra í dag, það var frakki nokkur ansi flottur en síðan á ég náttúrulega hina sem ég keypti í NY.

Ætla að leggjast í fleti með ostapopp og pepsí, setja tærnar upp í loft og segja tíu sinnum, mikið er nú geggjað að vera svona í fríi (frá skólanum þá) því þrjár vinnurnar eru nú alveg á sínum stað;)

Har det bra

laugardagur, desember 10, 2005

ÉG ER BÚIN MEÐ HEIMAPRÓFIÐ SEM ÞÝÐIR AÐ ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM...TVEIMUR DÖGUM FYRIR ÁÆTLAÐAN DAG!
Ég ætla hafa það svoooooo gott og frábært hjá Unni Birnu, hún átti þetta svo sannarlega skilið:) Við erum svo falleg þjóð:)
Góða helgi people...

fimmtudagur, desember 08, 2005

Ég fór í dag og hitti fallegasta barn í heimi...

Já skáfrænka mín er guðdómleg, ég gat varla slitið mig frá henni og fékk næstum tár í augun þegar ég tók hana fyrst í fangið. Ótrúlegt hvað svona lítil manneskja getur haft mikil áhrif á mann. Ég get sko ekki beðið eftir að sjá hana aftur:) Hlakka svo til að vita hvað litla manneskjan á að heita...hvernig væri t.d Linda!

Ég kláraði námskeiðsmöppuna í dag, gormur og allur pakkinn kominn. Á morgun fæ ég svo afhent heimaprófið og það er mitt síðasta mission á þessari önn. Ég elska að halda á skipulagsplaninu mínu og strika yfir allt sem ég er búin með. Ég bjó þetta plan nefnilega til þann 10. okt og mér fannst það óyfirstíganlegt en í dag er eitt atriði eftir og guð hvað ég hlakka til að taka blýantinn í hönd og tjékk! Þið vitið hvernig ég er:) Keypti mér líka nýja svarta skipulagsbók fyrir árið 2006, án gríns þá er ég smá spennt að vígja hana hahaha já ég er kreisí;)

Allaveganna, ég er búin að plata doktor upp úr bókunum og nú það spóla og rólegheit, vorum að koma af Vegamótum og stútuðum góðum mat og brownie...

Þetta er sweet...
Lilly

miðvikudagur, desember 07, 2005

Á leið í próf og leið á prófum...

Ég er ekki frá því að ég sé með smá ónot í maganum, æj það stóð samt á upprifjuninni að maður ætti að mæta með hæfilegt magn af stressi í prófið. Ég svaf samt illa enda borðaði ég of mikið af pizzu í gærkvöldi. Skamm skamm Linda, ekki fjórar sneiðar af pizzu daginn fyrir próf:) Það hefur sýnt sig að það er mikil fylgni á milli þess að borða of mikið af pizzu kvöldið fyrir próf og ganga skítsæmilega en gleymum því ekki að það er ekki orsakasamband ónei!

innihald, innri gerð, tengsl við aðrar breytur
stöðugleiki í tíma, innra samræmi, sambærilegar eitthvað æj man ekki hvað og samkomulag....æj bara að tjékka hvort að ég muni ekki atriðin í tengslum við réttmæti og áreiðanleika...allaveganna drulluleiðinlegt blogg varð bara aðeins að slaka á...

cheers
-L-

þriðjudagur, desember 06, 2005

Á morgun verð ég búin í aðferðafræðinni, á fimmtudaginn verð ég búin að skila námskeiðsmöppu og á sunnudagsmorgun verð ég búin með heimaprófið...þá get sko hrópað ferfalt húrra, farið að pakka og undirbúa flutninga og boðið jólin velkomin í öllu sínu veldi:) Kræst hvað ég er ógeðslega spennt:) Ég er algjört jólabarn, hvað með ykkur vinkonur og vinir, hverjir ætla gefa pakka og hverjir ekki, endilega kommentið á þetta, meika ekki einhverja óvænta pakka á aðfangadag;) Annars er ég með ágætt back up plan ef eitthvað kemur upp á.

Hins vegar ætla ég að tilkynna ykkur það að ég mun ekki vera öflug í jólakortunum í ár, kannski fá einhverjir vel útvaldir kort, í fyrra sendi ég nefnilega hátt í 50 kort (þeir 50 ættu að hugsa sig vel um í ár) en fékk 3 sjálf. Það er ekki hressandi fyrir mann:( Maður telur sig eiga marga vini en raunin verður svo önnur...ég mun því ekki leggja mig fram í jólakortunum í ár líkt og í fyrra.

Annars var það ekki fleira í bili
lil

sunnudagur, desember 04, 2005

Ég er með ótrúlega gott skipulag í prófalestrinum...

...það byggist á því að rífa sig upp á morgnana og lesa slatta fram að hádegi, fá sér síðan eitthvað ljúffengt í hádegismat og síðan er það gulrótin...tek seinnipartsblund frá rúmlega fimm fram að kvöldmat:) Ég elska þennan blund. Eins og áður kom fram tók ég mér frídag á föstudaginn til að núllstilla heilann. Hef síðan haldið mér við þetta kríuplan og líkar vel. Mæli með þessu, ein kría á dag í prófum kemur öllu í lag! Áðan gerðist ég meira að segja svo djörf að kveikja á einu kerti og ímynda mér að ég væri komin í jólafrí.

Jæja, þetta var ráð dagsins í boði Lindu. Það hefur sýnt sig að mikil fylgni er á milli kríublunda og árangurs í prófum!

Best að halda áfram með aðferðafræðina...
Ciao a Tutti

fimmtudagur, desember 01, 2005

Já ég veit...er búin að vera aumingjabloggari!

En ég fékk skemmtilega póstsendingu í dag frá Íslandsbanka. Í henni stóð:

Það er alveg óþarfi að vera fölur og fár yfir prófalestrinum. Við óskum þér góðs gengis og sendum þér þennan brúnkuklút til að fríska upp á útlitið.
Með bestu kveðjum
NÁMSVILD

Já það eru ótrúlegustu hlutir sem maður fær frá Íslandsbanka, bókastyrk, brúnkuklúta...hvað verður næst? Plííss íbúð:) Svo ég tali nú ekki um allan jólabónusinn sem maður ef maður vinnur á nokkrum stöðum!

Annars er þetta alveg rétt hjá þeim, algjör óþarfi að taka alltaf ljótuna í prófunum og því hef ég ákveðið að smella þessum klút í smettið á mér. Ég er samt nokkuð klár á því að faðir minn, starfsmaður Íslandsbanka hefur ekki verið að skipuleggja þessa klútasendingu!

Annars er aðeins að róast hjá mér. Í nótt svaf ég í 3 og hálfan og fór svo að kenna rúmlega sex, verð að segja að það var ekkert alltof hressandi. Svimaði og varð hálf óglatt. Ég er búin í einu prófi, skilaði ritgerð og lokaverkefni í heimspeki í dag og á morgun hef ég ákveðið að taka mér heilagt frí frá lærdómi enda skiptir maður ekki svo auðveldlega úr Einari Ben. yfir í aðferðafræði, talandi um aðferðafræði...hressandi námsgrein sem nær að pota sér út um allt.

Sigurrósar meðlimir stóðu sig með eindæmum vel um síðustu helgi og loksins loksins tóku þeir lagið mitt Viðrar vel til loftárása.

Ég óska öllum góðs gengis sem eru í prófastússi og elskurnar mínar fáið ykkur brúnkuklúta:)
-L-

föstudagur, nóvember 25, 2005

Fegurðarsamkeppni...

Greyið Þór ,,litli" Ólafsson sem var búinn að æfa í 3 mánuði fyrir keppnina (sem btw heitir keppni) fékk svo ekki möguleika á því að vera valinn því nafnið hans og símanúmer sem átti að hringja í birtist aldrei á skjánum! Og í þokkabót fékk hann bara í andlitið að þetta væri náttúrulega bara leikur, já leikur. Að mínu mati er þetta leiðinlegasti leikur sem hægt er að fara í, grey strákurinn! Held samt að þetta sé bara honum fyrir bestu að komast ekki lengra í þessu. Þetta er hins vegar hið besta efni til að horfa á ef maður vill fá aumingjahroll á hæsta stigi. Ég og doktor lágum í krampa í gærkvöldi. Annars var fulltrúi frá LA, Helgi Már, maður varð náttúrulega að halda með honum er það ekki? Helgi Már eldri fékk nú reyndar boð um að vera með í þessu og hefði sjálfsagt rústað keppninni:)

Hver man samt ekki eftir Þór í Kvennó þegar hann gekk undir nafninu Sólmundur? Ég var alveg búin að steingleyma því en mundi skyndilega eftir því fyrir framan skjáinn í gær. Svona fer aldurinn með mann!

Eigið góða helgi elskurnar, mín fer í námskeið og lærdóm en endar svo í himnaríki með Sigurrós:)

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Ég hef verið kitluð í einum af þessum bráðskemmtilegu leikjum sem fyrirfinnast í bloggheimum, ég hef svo sem ekkert betra að gera en að svara þessu!

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

Búa í útlöndum
Kaupa mér íbúð
Verða kennari á unglingastigi
Vinna í málefnum öryrkja
Eignast beibís
Gifta mig
Læra að teikna

Sjö hlutir sem ég get:

Talað óendanlega lengi
En líka hlustað ótrúlega mikið
Dansað og dansað
Elskað
Eldað (nei væri ljótt að ljúga því en get samt smá)
Unnið og mikið ójá
Sofið og elska það!

Sjö hlutir sem ég get ekki:

Teiknað
Sagt NEI!
Farið í splitt
Sleppt að versla föt þegar ég fer til útlanda
Get eiginlega ekki sungið (kemur reyndar mörgum á óvart!)
Sleppt því að skrifa eitthvað í skipulagsbókina (svarta bókin ávallt með í för)
Staupað hot´n sweet eftir agalegt jólaball í fyrsta bekk menntaskólans

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

Rassinn
Varirnar
Augun
Brosið
Góðmennskan
Fingur
Stóra táin, sérstaklega á fótboltamönnum

Sjö staðir sem mig langar á:

Söguslóðir Gísla Súrssonar
Kúba
París
Heimsækja vinkonur og vini í Köben
Berlín (aftur)
Genova (í heimsókn)
Aftur í heimsókn á Þórsgötuna til Megasar

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:

Já ekki málið, ég redda því
Ég er ógeðslega þreytt
Díses
Ég ætla ekki að hafa svona mikið að gera á næstu önn
Ég get ekki beðið eftir því að hætta að kenna svona snemma á morgnana!
Vá, það er alltof mikið að gera hjá mér
Ég ætla fara snemma að sofa í kvöld (en geri það svo aldrei)....hryllilega hlýt ég að vera pirrandi!

Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:

Síminn minn
Nýjustu kerfin í Body jam og rpm
Endalaust margar bækur og greinar um Einar Ben. og Jónas Hallgrímsson
Ljóðabækur
Svarta dagbókin mín
Tölvan mín
Áherslupenni

Ég ætla því að kitla Álfinn, Regínu, Hjallah og Skalla:)

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Nei því miður ég get að ekki, er upptekin!

Smá æfing fyrir næstu önn...
Annars er ég yfirleitt andvaka til tvö á nóttunni, sef í 4 tíma og verð með magasár fram til 12. des. Veit ekki hvort þetta reddast en ef það gerist þá eru til kraftaverk á jörðu:)

Annars klúðraði ég mjög einföldu máli í dag og það tvisvar, geri aðrir betur!

Kastið nú kveðju á kellinguna á erfiðum tímum;)

laugardagur, nóvember 12, 2005

Í gær var hittingur hjá títtnefndum FRAMskonsum en Steina fósturmóðir mín bauð okkur í dýrindis þriggja rétta veislu. Einnar manneskju var þó sárt saknað en hún var löglega afsökuð vegna baksturs fyrir barnaafmæli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til þess að plata hana til þess að kaupa bara köku í Jóa Fel og skella einhverju nammi á hana. En nei hún vildi ólm baka sjálf kökurnar!

Á borðum var hráskinka og ananas, sjávarrétta súpa í brauði og besta súkkulaðikaka sem ég hef á ævinni smakkað, súkkulaðið gjörsamlega vall út um allt. Ég hef nú aldrei verið hrifin af sjávarréttum en verð nú að viðurkenna að þessir náðu að kitla bragðlaukana mína ójá:) Þessu var öllu skolað ljúflega niður með rauðvíni...ég veit að hvítvín er meira inn þegar kemur að fiskmeti en ég er bara svo rooooosalega mikið fyrir rauðvínið enda leyndi það sér ekki þegar ég skreið fram úr um hádegisbilið með rústrauðar varir og dökkar tennur...sæt!

Ólöf skrifaði undir nýjan samning við FRAMskonsurnar og fleiri endurnýjuðu gamla samninga, farið var yfir öll mál, hvort sem það varðaði barneignir, þvott á æfingafatnaði, hárgreiðslustofur og óhóflegt verð, hrakfallasögur maka, skóla- og leikskólamál, laun og annað slíkt allt var tekið upp á pallborðið.

Næsta FRAMskonsuteiti verður í boði mín og Rögnu en það verður kjammaveisla með meiru og samkvæmt skipulagsplaninu ætti þetta að verða um miðjan janúar.

Í augnablikinu er ég stödd í Skúta og milli þess sem ég skoða bloggsíður og kjafta á msn er ég að reyna að skrifa ritgerð...það gengur svona upp og ofan.

Í kvöld verða rólegheitin alls ráðandi, væntanlega með pizzu í annarri og sælgæti í hinni enda kann ég best við mig svoleiðis.

-Linda-

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Í dag var sýnishornasala hjá adidas...you know what happend?
-Later-

mánudagur, nóvember 07, 2005

Ég hef alltaf verið hrifin af því þegar íþróttafréttir eru með öðru sniði en ekki alltaf sama gamla góða klisjan;)

Annars var ég að pæla, hver skipuleggur fótboltaæfingar á mánudagskvöldum klukkan 21:30, skelfilegur tími alveg:(

Er mostly dead eftir þennan dag en það er svo sem engum öðrum að kenna en sjálfri mér...

Farin í ból bjarnar..

laugardagur, nóvember 05, 2005

Í nótt dreymdi mig...

risavaxin kúk og það skemmtilega var að hann sturtaðist öfuga leið upp úr klósettinu og small beint fyrir neðan fætur mínar, þvílíkt flykki! Þetta getur ekki þýtt annað en að við séum að fara að vinna í lottóinu í kvöld nema þetta hafi verið fyrir gærdeginum en þá fékk Andri óvænt laun, dágóða fúlgu og fer hún auðvitað beint inn á spari svona til að maður geti haldið áfram að kaupa kaup kaupa kaupa...

Annars eru Ruth og Lottó komin í sitt herbergi og bara okkar eftir í húsinu og þá getum við flutt jibbíkóla. Fórum í IKEA áðan að skoða og Lottó að kaupa fataskápa, maður þarf nú þokkalegt pláss eftir NY ferðina. Hvað er samt að gerast með Ikea? Aðal family pleisið um helgar, alveg barist um bögglana jeminn góður!

Í Kolaportinu var líka margt um manninn, Sveppalingurinn og beibíið hans ásamt fleiri góðum, danspör að safna penge fyrir Blackpool og auðvitað styrkti Lindan þau um þúsara enda þekkir hún dansheiminn af eigin raun. Samt mjög þakklát fyrir að hafa hætt á réttum tíma.

Í dag vorum við líka með frænda í liðveislu, hann var bara góður og í kvöld erum við að fara að passa Júlla junior, þokklegt pössunarpar þar á ferðinni!

Á morgun þarf væntanlega að skipuleggja einhverja kennslu og gera verkefni. Annars var ég að fá viðtalsverkefnið til baka, eini þátturinn sem ég var dregin niður fyrir var undirbúningur viðtals sem var sama sem enginn þannig að ég er sátt. Nú verður bara spennandi að sjá hvort maður skori jafn hátt á lokaprófinu en mér sýnist ég hafa viku til að frumlesa allt efnið, húrra fyrir því:)

Góða rest af helginni

föstudagur, nóvember 04, 2005

Vetrarfrí smetrarfrí!

Mitt er ekki að nýtast eins og ég ætlaði mér...argggg, svona er að vera að vinna á mörgum stöðum ef það er frí á einum er maður nappaður frá þeim næsta:(

Síðan bíða verkefnin eftir manni í hrönnum, ritgerðir, rannsóknarverkefni, möppur, próf, lestur...ég verð bara að vera neikvæð í dag og ég get ekki beðið eftir 12. des:) Mikið lifandi skelfingar ósköp verð ég glöð þá:)

Góða helgi félagar
-L-

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Smá frá duddunni:)

Ég var að lesa skrýtna sögu fyrir nokkra krakka á frístundaheimilinu sem ég er að vinna á og í sögunni kom fram að amman var lítil stelpa, ég var náttúrulega svona á heimspekilegum nótum og spurði krakkana hvort að amman gæti verið lítil stelpa?

Ein stelpa: NEI!
Önnur: Jú hún getur það sko ef hún er dvergur!
Þriðja: Já (mjög upp með sér) ef hún er dvergur, svona eins og þú! (og leit á mig himinlifandi með þessa uppgötvun sína)

Hún brosti bara svo sætt að ég ákvað að sleppa því að taka aðeins í hana:)

Annars er maður að rifja upp gömlu taktana í vinaböndunum, ég var alltaf hrikalega góð í svona hnútaböndum sem maður lærði í Vindáshlíð, það kom í ljós í dag að ég hafði ekki gleymt neinu, böndin komu á færibandi frá mér og ALLIR vildu fá band takk fyrir og ekki bara eitt heldur tvö og jafnvel þrjú, enda er ég að pikka með þumalputtunum núna!

Svo lítur bara út fyrir að maður sé að fara að flytja...veit að margir glotta núna en þetta virðist vera að fara að skella á og set ég því smá könnun í gang, verður þetta fyrir jól?

Svo ég komi með smá matarupdeit þá er alveg hrikalega góður kokkur sem eldar í skólanum sem ég er að kenna í og á mánudaginn áttum við að skrá okkur í mat fyrir næsta mánuð. Ég var voða æst yfir þessu og alveg hrikalega spennt yfir þessm girnilega mat og var alveg búin að skrá mig til 27. nóv og hugsaði mér alveg gott til glóðarinnar þá vikuna, fattaði þá ég skyndilega að við hættum að kenna 18. nóv:)

Það var ekki fleira í bili,
njótið vetrarfrísins...

föstudagur, október 28, 2005

Ég eyddi heljarins tíma í gærkvöldi í að undirbúa kennslustund í Gísla enda bekkurinn búin með rúmlega 20 kafla og þá er nú eins gott að vera með þá alla 100% á hreinu.

Ég held að kennslan hafi bara gengið nokkuð vel, nokkur uss! og viljiði hafa hljóð fyrir útvalda en maður er nú búinn að læra að segja hey! yfir allan hópinn frá dýpstu rótum kviðar þannig að þetta ætti að bjargast;)

Um helgina tekur við afslöppun enda helgarnar tómar fríhelgar þennan veturinn, reyndar þarf að skipuleggja einhverja kennslu fyrir næstu viku en það eru nú bara tveir dagar því á mið, fim og fös förum við kennarar í vetrarfrí, ekki slæmt krakkar mínir:)

Ég ætla að hitta Síu og Möggu í kvöld og við ætlum að rifja upp góða rauðvínstakta. Einnig ætla ég að fara í brunch með Rexinu og Sóley og sund með Auði. Þetta verður því mikil vinkonuhelgi.

Einnig mun ég skreppa í afmæli til afa hans Andra upp á Skaga og síðan er ég nú búin að bjóða mér í köku og með því til Ings og Adda. Enda fylgist ég spennt með ört vaxandi bumbu á þeim bæ.

Eftir þessa fyrstu viku mína í kennslu á unglingastigi er ég mikið að spá í að fara bara að kenna í eitt ár, sem sagt næsta ár og fresta framhaldsnáminu örlítið. Þetta er nefnilega alveg ótrúlega gaman og unglingar hin bestu skinn:)

Hafið það nú rosalega gott og knúsið hvert annað um helgina.
Lilly

miðvikudagur, október 26, 2005

Fórum á títtnefnda Eldsmiðju eftir starfsmannafund áðan...

Andri: Fólk sér alveg að við erum ekkert á fyrsta deiti! (í tengslum við þá umræðu að stelpur á fyrsta deiti borða alltaf svo lítið, reyna að lúkka vel sjáiði til)
Ég: Nú af hverju og lít í kringum mig...
Andri: Bara (setur upp glott)
Ég: Lít á 16 tommuna og sé mér til mikillar mæðu að ég er búin með heilli sneið meira en Andri...hvað er málið með þetta pizzahólf í maganum á mér?

Allaveganna...eftir matinn stingur Andri upp á göngu niður Þórsgötuna eða þarna goðagöturnar í kringum smiðjuna og ég segi nú ertu að spá í að biðja mín! (í djóki sko). Þá segir Andri já einmitt sérstaklega útaf því að þú varst svo dugleg að slafra í þig hálfri 16 tommu...agalega rómantískt!

Akkúrat þegar þessi umræða er í gangi kemur lagið I just called to say I love you...með Stevie Wonder á fóninn. Þetta lag hefur alltaf verið svolítið sérstakt fyrir okkur og Álfrún man væntanlega vel eftir því þegar við vorum í 8. bekk og staddar í lúðrasveitaferð í Skotlandi og ég gerði 3 árangurslausar tilraunir til að hringja heim til Andra í þeim tilgangi að syngja þetta lag í símann fyrir hann. Það mistókst því miður því Rutlan svarðaði alltaf í símann!

Og af því að þetta kom akkúrat á fóninn þá sagði ég: Ég vissi að þú værir að fara að biðja mín, baðst um þetta lag og allt skipulagt hahahah og svo gengum við niður goðagöturnar en hann bað mín samt ekki en samt fyndið og sætt:)

Smá innanfélagshúmor en skilji þeir sem skilja;)
kv. frá the pizzastomach

laugardagur, október 22, 2005

Á einhver góðar glósur úr Gísla síðan í 10. bekk...

jamm og jú maður er að fara að kenna þetta í næstu viku! Og ef einhver á eitthvað gott stöff um Gunnlaugssögu Ormstungu, það er verið að taka fornsögurnar þokkalega fyrir á unglingastiginu:)

Ég er búin að skipuleggja ferð næsta sumar á slóðir Gísla, doktor er með enda elskar hann svona skrýtnar ferðir:) Hver veit nema maður skelli sér aftur á Njálu slóðir líka svona til upprifunar. Verð að vera kennari sem kennir þetta af ástríðu annars er ekkert gaman að þessu ekki satt?

Síðan verða goðasögurnar líka teknar fyrir ásamt orðflokka- og setningahlutagreiningu.
Já krakkar mínir þetta er ekkert baby dót og leikir á unglingastiginu, þetta er alvara!

Hafið það gott um helgina, það ætla ég að gera og stefnan er tekin á eitt rauðvínsglas með álfinum í kvöld.

Lilly

fimmtudagur, október 20, 2005

Ég er sko búin að afreka mikið í dag...

 • Kenndi tvo tíma í BH
 • Fylgdist með kennslu unglinga og prófaði hvernig mér gengi að skrifa efst á töfluna...það gekk, með rykkjum þó
 • Skellti mér í heildsölu eina, ætlunin var að kaupa rakspýra fyrir Andra en einhvern veginn þá lummuðust nokkrir hlutir (ómissandi hlutir) með handa mér, shampoo og næring, deodorant (maður verður að eiga í stíl við ilmvatnið sem maður notar, augnskuggi og bara einn bursti sem er einhvers konar töfrabursti að sögn sölukonunnar (sem er fósturmóðir mín), maður getur bókstaflega gert allt með þessum bursta, eyeliner, augnskugga, brúnir og fleira og fleira, hann mjókkar nefnilega svona fram á við...aha!
 • Fór í búð og keypti allt sem til þarf þegar á að þrífa baðherbergi lyktardót í klósettið, klósetthreinsi, blautþurrkur og eitthvað fleira drasl, það má segja að það hafi verið kominn tími á það ójá!
 • Fór í tíma á netinu as usual á fimmtudögum, rauk úr mér eftir heimspekilegar pælingar
 • Kláraði verkefni
 • Rúttaði aðeins til í kytrunni okkar
 • Skipti um á rúminu (hver hannaði svona sængurver sem maður setur inn í á hliðinni? sé akkúrat engan tilgang í því nema að efna til pirrings hjá viðkomandi eiganda)

Núna ætla ég í heita sturtu, bera á mig fótakrem og lotion, tjékka á nýja deodorantinu og smella svo sem einum satc í imbann, síðan ætla ég að plata Andra til að hætta að læra...

Ég borðaði þrjú súkkulaðistykki í dag, eitt snickers og tvö HITT! Er það eðlilegt? (Sóley: back me up in this!)

Litla duddan.

miðvikudagur, október 19, 2005

Tekið af isb.is:

Bókakaupastyrkur
Á hverju hausti og vori drögum við út 20 námsmenn sem hljóta 15.000 króna bókakaupastyrk hver. Um miðjan október og febrúar á hverju ári fá þeir heppnu símtal eða póst frá okkur.


Að þessu sinni var Linda litla ein af þessum 20 heppnu. Thank you thank you...

Fer beint í dinner og miða á Sigurrós:)

þriðjudagur, október 18, 2005

Matartroðsla með meiru..

Af hverju var ég að troða í mig tveimur bounty súkkulaðistykkjum þegar ég er nýbúin að fá mér hakkabuff með kartöflum og tilheyrandi niðri í skóla...já og tilheyrandi, tók gott múv á kennarastofunni og hélt að sósukannan væri svona sjálfvirk, náði sem sé að ausa yfir allan diskinn og meira til. Selma afsakaði mig pent með því að segja já hún hélt þetta væri súpa...!

Annars þarf maður þokkalega að taka á honum stóra sínum með þessa unglingagríslinga, já stóra sínum sko, þvílíkt stórir strákar:) Gnæfa yfir höf og lönd. En maður tekur þetta á sálfræðinni ekki satt, tja allaveganna ekki á hæðinni það get ég sagt ykkur:)

Vona að þið eigið lukkulegan dag, ég er farin í kríu

-Robo out-

mánudagur, október 17, 2005

Í dag eða svona eiginlega meira í gær því það er komið fram yfir miðnætti átti ástkær tengdamóðir mín 45 ára afmæli:)

Ég óska henni innilega til hamingju með það, ég ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum fögnuðum áfanganum með henni hérna í Geislanum í dag, við hófum átið um þrjúleytið og skröltum ekki heim á Grunn fyrr en um sjöleytið, núna erum við mætt aftur rétt eftir miðnætti, í afgangana. Á boðstólnum var og haldið ykkur nú:

 1. Brauðtertur
 2. Heitur Mexíkóréttur með nachos og öllu tilheyrandi
 3. Brauð með perstó, túmötum og mozarella
 4. Ostasalat jammí...
 5. Valhnetuterta
 6. Döðluterta
 7. Súkkulaðikaka með bönunum
 8. Gulrótarkaka
 9. Kókosbollubomba (sem btw var líka tekin kvöldinu áður)
 10. Marengsterta með jarðarberjarjóma

Enda þegar fólk sótti að borðinu var algeng spurning ertu í 3. lotu eða...?

Ég tróð náttúrulega í mig eins og ég mögulega gat, ákvað síðan að friða samviskuna og fá mér ristað brauð með osti og túmötum í kvöldsnarl, kamillute og núna held ég barasta að ég skelli mér í smá afganga, þetta er bara of gott til að vera satt:)

Á morgun hefst vera mín sem grunnskólakennari á unglingastigi í 5 vikur og haldiði að maður hafi ekki skipulagt töfluna vel...mæting 10:50 á mánudögum, snilldin ein!

Har det bra

Lil Cake

p.s. 2 bættust við í óléttuhópinn í dag og gær...þetta flýgur um eins og faraldur!

fimmtudagur, október 13, 2005

Síðustu þrír dagar hafa verið magnaðir svona fréttalega séð, bæði sjokkerandi, gleðilegir og umfram allt frábærir:) Eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi!

Farin í hús kennt við bað
ciao:)

miðvikudagur, október 12, 2005

Til hamingju elsku litla fjölskylda:)

Ég var að eignast litla litla skáfrænku í hádeginu í dag. Helga Dögg skáfrænka mín er búin að eignast litlu prinsessuna sína 10 vikum fyrir áætlaðan dag og það sem meira er hún er stödd í Kaupmannahöfn í nokkurra daga heimsókn hjá bróður sínum. Daman er voða dugleg en lítið písl, 42 cm og 1483 gr. Ég er svo himinlifandi að þetta gekk allt eftir, svona geta nú hlutirnir gerst hratt. Hlakka til að fara að taka til öll litlu bleiku fötin sem ég er búin að kaupa:)

RISAKNÚS til ykkar:)
Í gær horfði ég á bíómynd sem ég man alls ekki hvað heitir, ekki að hún hafi verið leiðinleg, hún var alveg þrælskemmtileg með henni vinkonu minni Michelle Plöffa, eins og amma hennar Siggu sagði eitt sinn.

Hún hét eitthvað ....in the night! En málið er að þegar ég horfi á mynd og ég sé klukkuna nálgast tólf þá verð ég þreytt og ég reyni að plata AFO og sný mér á hina hliðina nema tek alltaf nokkrar "merki um að hún sé vakandi hreyfingar" en það endar alltaf með að hann segir nei ertu að sofna og ég lofa að reyna að vaka...

Í gær kom samt besta afsökun hans fyrir að ég ætti að vaka því hann sagði við hvern á ég eiginlega að tala um myndina á morgun! Auðvitað horfi ég þá...og held mér hálfvakandi.

Maðurinn verður nú að fá að tala um myndina á morgun:)

þriðjudagur, október 11, 2005

Í fyrsta skiptið í þrjú ár var ég ekki þreytt þegar klukkan hringdi 05:50. Þetta er kannski bara allt að koma hjá manni, þó það nú væri. Hamingjuóskir til mín með þetta:)

Ég held meira að segja að AFO sé að venjast þessu líka en hann spurði einmitt um daginn hvort ég yrði ekki alltaf að kenna leikfimi líka þó ég væri kannski orðinn grunnskólakennari í fullu starfi...uh jú örugglega sagði ég! Minn kannski með áhyggjur að stelpan myndi bara hætta að hreyfa sig þegar kennaradjobbið tæki við:)

Annars er þetta maðurinn sem sagðist fara á lykilhótel ef ég myndi ekki fara að hætta þessu. Ég get víst verið frekar pirruð nóttina fyrir sex morgnana ef ég er vakin!

Vona að þið eigið ljúfan dag
Linda

mánudagur, október 10, 2005

það sem þyrmir yfir litla stúlku...

þegar hún kemur frá Ameríkunni. Var að setja saman skipulagsplan sem nær fram til 12. desember. ÚFF! Mikið hlakka ég til jólanna:)

Þetta er svona letiönn skólalega séð en málið er að þrauka ef titillinn grunnskólakennari á að verða að veruleika í lok maí!

Vona að þið eigið ljúfan dag:)
Ykkar Lil

laugardagur, október 08, 2005

Komin heim frá borginni sem aldrei sefur...

Ferðin var í alla staði mögnuð, tvær bestu vinkonur saman á hótel Cosmopolitan, allt gekk upp og mig langar ekkert aftur í hversdagsleikann.

Það var af nógu að taka enda tvær búnar að vera að spara sig í kaupunum síðan í maí. Þess vegna byrjuðum við vel og stauluðumst heim seint um kvöldið með ca. 10 kg. af dóti á mann. Haldið ykkur, þetta var bara byrjunin!

Það voru teknir þrír tryllings dagar í búðunum í röð, alltaf hugsaði maður tja ég versla nú örugglega ekki jafn mikið og í gær en nei manni tókst alltaf að toppa daginn á undan.

Auðvitað gerðumst við líka menningarlegar og fórum í Empire State, Ground Zero, fórum í ferju framhjá frelsisstyttunni og hápunkturinn var svo að fara á Blue Note þar sem að uppáhalds jazzleikari pabba hennar Sóleyjar var að spila, þvílík tilviljun.

Skelltum okkur á nokkra góða veitingastaði, Asia de Cuba, Cesca, Bed og Megu(japanskur og ég staðfesti það endanlega að sushi er ekki minn tebolli) og enduðum síðan í lunch á 8. hæð í Saks. Við tvær og fínu kellingarnar með Prada sólgleraugun.

Við vorum síðan stoppaðar úti á götu og boðið að koma á salon stofu á Fifth Avenue og stofnandi hennar var eitt sinn stílisti í satc þáttunum takk fyrir, við mættum því í tveggja tíma snyrtiprósess, hárþvottur og djúpnæring, facial, nudd, manicure og förðun. Ansi hressandi þrátt fyrir að make upið hafi ekki verið að gera mikið fyrir okkur.

Ég keypti allar jólagjafir, fullt af heimkomugjöfum handa fjölskyldunni og svo auðvitað gommu á mig sjálfa. Þegar tekið var upp úr töskunum endaði með því að Andri var sendur í IKEA til að kaupa fataslá því plássið í fataskápnum er í augnablikinu í mínustölu, verður helst alltaf eitthvað að vera skítugt!

Ég var síðan stoppuð í tollinum og hjartað ætlaði að hætta að slá enda ég með 24 brúsa úr Victoriunni og 1000 dollara myndavél í hliðartöskunni en þetta slapp og ég lummaði mér út:)

Hins vegar verður sparnaður settur í gang strax á mánudagsmorgun og bökuðu baunirnar verða á borðum næstu viku.

Var reyndar ansi fegin að vera komin heim í gær þegar ég heyrði af sprengihótun í NY!

hafið það gott og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar:)
-L-

miðvikudagur, september 28, 2005

Folks! Ég fékk nýtt símkort áðan hjá Vodafone, sama númer og nú er ég búin að grafa upp gamla 5110 símann minn (hver man ekki eftir þeim fornaldargrip) og mun notast við hann fram að brottför sem er btw eftir minna en 2 sólarhringa:)

Hins vegar tapaði ég öllum símanúmerum með þessum missi og mun örugglega auglýsa eftir einhverjum á næstu dögum:)

-Lil-
Það er gaur að flísaleggja hérna inni á baði útaf lekanum sem m og p lentu í. Ég sat inni í eldhúsi í mestu makindum að lesa bækur á háskólastigi og hann spyr: "Hva, ertu í MS?" Ha nei ég er í Kennaraháskólanum.....og missti tómat á mig í bræði minni yfir því að han héldi að ég væri í menntaskóla, lov it! Ætla kaupa mér fullorðinstöflur í Ameríkunni, það hlýtur að vera til!

-L svekkt yfir því að vera svona barnaleg-
Hvar er síminn minn???

Gott fólk!

Ég týndi símanum mínum í gærkvöldi, æ nó það er Andrafnykur af þessu en svona er þetta, ég virðist taka upp ýmsa af hans siðum:)

Ég tel mig að sjálfsögðu það mikilvæga að símaleysi í einn, tvo, þrjá eða fleiri daga muni rústa einhverju. Ef síminn kemur ekki í leitirnar mun ég vera án síma þar til ég kem frá NYC og kem væntanlega til með að fjárfesta í einum slíkum í fríhöfninni!

Á meðan er hægt að ná í AFO 6984587 eða senda meil lindheid@khi.is:)

-Miss important kveður að sinni-

mánudagur, september 26, 2005

New York New York...

Eftir 4 daga, 4 eróbikktíma og 4 verkefniskil (kannski ekki alveg 4 en samt!) verð ég í Ameríkunni eða eins og ég er búin að segja við nokkra kennara Ég þarf að skreppa til Ameríku!

Ég á nokkra dollara í cash, er komin með hærri heimild á vísað, búin að fá risatöskur lánaðar, sem fara væntanlega hálftómar út en koma stútaðar heim! Eða hvað á maður eftir að versla eitthvað þarna...einnig er búið að panta veitingastaði, Asia de Cuba, Bed (sams konar og í satc) og Cesca (italian style). Ásamt margra bls. skipulagsplönum varðandi innkaup og annað slíkt. Hef staðið mig alltof oft í vikunni að því að eiga að vera að læra en hef þá óvart álpast inn á Abercrombie, Urbanoutfitters, Victoriu, Levis, Adidas og fleira og fleira og fleira...

Þar sem að AFO fer afar sjaldan á netið til þess að lesa bloggsíður þá ætla ég að spyrja þig kæri Stifti hvort þú munir nokkuð hvað búðin heitir sem þú keyptir hringinn þinn í? Hef í hyggju að finna slíkan handa honum:)

Það er orðið daglegt brauð hjá mér að frétta af fjölgun barna á Íslandi. Í gær heyrði ég af þessari og í dag af annarri. Hver verður það á morgun?

Ég óska þeim öllum að sjálfsögðu innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir:)

Annars langar mig að enda þessa færslu á skemmtilegu kvóti frá Stóra Magga við Skallann: "Mamma þín hitti Andra og hana litlu duddu þarna hvað hún heitir aftur...."

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt um sjálfan sig!
kveðja frá litlu duddunni:)

fimmtudagur, september 22, 2005

Það er búið að klukka mig í þessum bráðskemmtilega eltingaleik sem á sér stað í bloggheimum!

Hér koma því 5 useless atriði um mig:

1. Ég hef óstjórnlega gaman að því að horfa á íslenska knattspyrnu og var staðin að því um daginn á leik Fylkis og ÍA að stökkva undan regnhlífinni sem ég og Andri stóðum undir og fagna marki sem Fylkir skoraði, stuttu seinna gerði ég hið sama þegar ÍA skoraði. Maka mínum fannst þetta undarleg tilþrif enda stóð hann sallarólegur undir regnhlífinni. Keppnisskapið sjáiði til keppnisskapið:)

2. Mér finnst hrikalega fyndið þegar fólk mismælir sig og hlæ mig yfirleitt máttlausa. Þetta þurfa ekki að vera stórvægileg mismæli, bara ogguponsu!

3. Mér finnst ótrúlega gaman að skipuleggja hluti og hef yfirleitt meðferðis í það minnsta 2 skipulagsbækur, mörgum til mikillar mæðu.

4. Ég er FRAMARI af guðs náð og mun vera það forever sama hvað gerist. Þetta er föður mínum að þakka en hann tók mig með sér á leiki frá því að ég var 7 ára og borgaði mér 100 kall fyrir hvert mark sem FRAM skoraði.

5. Ég tala alveg óstjórnlega mikið í síma og við matarborðið. Þegar Harpa systir mín var lítil og mamma var að ná í mig á dansæfingar þá sagði Harpa stundum eftir langa stund (þegar ég var búin að mala út í eitt) Veistu að ég er í bílnum!

Þetta voru fimm useless atriði um mig. Ég held því áfram að klukka og klukka Skallann, Álfrúnu, Regínu, Afa wonder og Hjalapeno

Í dag fór Andri á æfingu á prins Polonum okkar en vanalega keyri ég hann þar sem ég fer og kenni hjólatíma á meðan nema hvað að ég var veik í dag og fór því ekki. Um áttaleytið sé ég hann keyra hérna upp að húsinu með Buffhrútnum og auðvitað fannst mér þetta fyndið og hringdi í hann á meðan hann var fyrir utan:

L: Ertu að fá far heim?
A: Já af hverju
L. nei bara útaf því að þú fórst á bílnum!
A: já er það????

Einmitt!

Smá auka useless en er samt fegin að hann heldur í þessi "að vera utan við sig moment"
Líka greinilegt hver er meira á bílnum en það er nú önnur ella!

-L- kveður að sinni

miðvikudagur, september 21, 2005

Ég fer að verða einn sá slappasti bloggari sem um getur...oh well hlýtur að koma að því að ég dett í gírinn.

Annars held ég að þetta blogg hafi fallið sjálfkrafa með Frömurum en gæti komist á skrið við bikarmeistaratitil!

Tilfinningin er í líkingu við að missa náinn ástvin:(

fimmtudagur, september 08, 2005

Ég og Jónas erum þokkalega að bonda...

Mun eyða kvöldinu í að undirbúa fyrirlestur sem ég ásamt Selmu og Ernu flytjum á morgun um Jónas Hallgrímsson.
Þakka mikið fyrir að hafa Andra hjá mér, hann er svo mikill spekingur.
Ég man þá gömlu góðu tíma þegar ég var miklu klárari en Andri í skóla, t.d. í 12 ára bekk kunni hann ekki að reikna svona deilingardæmi og ég og Regína kenndum honum það. Meira að segja í menntaskóla aðstoðaði ég hann mikið við að gera ritgerðir, kenndi honum þýsku og þar fram eftir götunum...í dag eru breyttir tímar, eftir 9 mánuði verð ég orðin grunnskólakennari og ég stend mig að því að leita til Andra í sífellu, hann er líka alltaf að lesa og lesa og lesa, mér finnst hann alveg ofboðslega klár:)

Eina sem ég veit að ég get enn hjálpað honum með er að gera heimildaskrá í ritgerðum og það er ekki séns að ég ljóstri upp leyndarmálinu með það!

Annars hækkuðu stöðumælaverðir mikið í áliti hjá mér í gær. Var á leiðinni í búð niðri í bæ og klukkan var svona ca. 20 í sex, ég var ekki með pening á mér en hugsaði að það væri nú týpískt að fá sekt og stend svona fyrir framan mælinn og hugsa mig um. Kemur ekki stöðumælavörður gangandi og segir við mig: vertu nú ekker að skella 100 kalli í þetta, þá ertu alveg með stæðið til hádegis á morgun! Ég alveg nei nei...hann tekur sig þá til og skellir 20 kalli í fyrir mig! Aldrei lent í öðru eins...einmitt góð saga!

-L and Jonni out-

laugardagur, september 03, 2005

Tjékkið á dollaranum í dag kaup: 61,22 kr. og ég að fara til NY 30. sept, á maður að fara að kaupa sér dollara, er það málið? Hvað segja hagfræðingarnir Ála???

fimmtudagur, september 01, 2005

Ég var í forfallakennlsu með 6 ára krakka í skóla einum hérna í hverfinu, litlu snúllurnar, þau voru svoooo góð og sæt. Af hverju eru ekki öll börn svona góð?

Ég er sem sagt formlega orðinn stundakennari í þessum skóla, já já maður kann að finna sér verkefnin en ég má samt alltaf segja nei ef ég kemst ekki þannig að no worries! og ég kemst nota bene bara á fimmtudögum og föstudögum þ.e. ef ég kemst þá:)

Veit ekki hvort að ég eigi að taka stutta kríu, fá mér góðan bakarísmat (fyrsta skipti í langan tíma sem ég minnist á mat) eða vera ótrúlega skynsöm og byrja bara strax að lesa, en eins og ég og Magga vitum þá er ekkert of gott að byrja á þessu síðasta strax, virðist alltaf vera algjör óþarfi hehe:)

Ég fór á kaffihús í gær með Fredrik og Hrafnhildi og mig langar svooo mikið að læra þessa sænsku, það er bara ekki hægt að vera í vondu skapi ef maður talar sænsku...

Har det brav:)
Lil

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Af mér og mínum...(Helga: Til lykke med jobbet)

Er alles gut að frétta og klakinn tók vel á móti manni með tilheyrandi trylling í gær:
 • Byrjaði í skólanum
 • Byrjaði að vinna á frístundaheimilinu
 • Byrjaði að kenna body jam
 • ...og byrjaði að taka að mér afleysingar sem ég var búin að stranglega banna sjálfri mér gera en svona er þetta ekki satt?

Fjón og Köben voru stórskemmtileg og áttum við afi dýrmætan og góðan tíma saman:) Takk fyrir mig elsku afi minn og afsakaðu alla litlu "höfuðhrinstingsblundana mína":)

Ég er ótrúlega ánægð með nýju vinnuna mína og er líka hæstánægð að vera nú loksins í fríi um helgar dear lord hvað verður gott að sofa út ALLAR HELGAR í vetur.

Skólinn fer vel af stað og ég er í afar skemmtilegum kúrsum sýnist mér og svo er það æfingakennsla á unglingastigi í 5 vikur, ætli það verði ekki eitthvað um skot vegna hæðar minnar!

Á föstudag er kynning á Stellu Machartney línunni í adidas og ég verð á kantinum að gera einhverjar æfingar í flottu dressi, ásamt mér verð módel Sóley Kaldal og Erna Mathiesen það er að segja ef Stellan sjálf samþykkir okkur í þetta en það eru víst ansi strangar reglur og við þurftum að senda myndir af okkur út og svona...fyndið!

Síðast en ekki síst þá erum við doktor búin að fá bílinn okkar loksins loksins, Polo 2004 árgerð, voða fínn.

Þannig að lífið leikur við mann og er alveg einstaklega skemmtilegt og gott þessa dagana.

Hafið það gott dúllur

-L- out

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Sumum finnst gott ad fara korteri fyrr ad sofa og vakna korteri fyrr a morgana a medan adrir vilja vaka korteri lengur og sofa tha korteri lengur. Sumir telja mikinn mun tharna a, a medan adrir sja ekki muninn...

Thetta er lika kannski munurinn a thvi ad vera 23 og 60, sem betur fer er einhver munur thvi eg var farin ad halda ad thad væri ekki nokkur, ad minnsta kosti ekki thegar er litid til min og bedstefar!

Afi er ofvirkur, hann thræalar ser ut i vinnu, vill hjola mikid, elskar pulsur, elskar is, elskar læri a kjukling, elskar ad dansa og er mjøg vanafastur og ofurskipulagdur. Hann tholir alls ekki thegar skipulagid hans klikkar og er alltaf mjøg feginn thegar hann er buinn ad klara akvedna hluti a rettum tima!

Thekkid thid einhvern annan sem thessi lysing gæti att vid...ekki eg!

Hins vegar finnst afa ekki gaman ad sofa ut, ad minnsta kosti ekki lengur en til 9 og honum finnst alls ekki gaman ad versla føt! Thar af leidandi hefur ekkert verid sofid ut i thessari ferd og ekkert verslad. Eg nadi samt i dag a lumma mer inn i eina H&M bud i Svendborg a medan ad hann fixadi nokkur hjol. Stodst ekki matid og keypti nokkrar samfellur a litlu skafrænku mina og ogguponsulita sokka (Helga min thad er eins gott ad thu farir ekki ad eignast eitthvad risabarn thvi eg hef aldrei sed minni sokka, tharf liklega ad fa ad smella henni i tha a leidinni ut ur ther!)

Vid erum hins vegar buin ad eiga dejlig tid sammen og i dag tokum vid ferju fra Svendborg yfir a Tåsinge og thar hjoludum vid um eins og brjalædingar, skodudum kirkjur og kastala og keyptum frostpinna. Tokum upp mikid af videoi thar sem eg lek leidsøgumann og lysti nakvæmlega hvar vid værum (a dønsku ad skalfsøgdu) og svo sungum vid Det bor en bager på Nørregade...fyrir framan bakari!

Einhverjir eru kannski farnir ad halda ad AFI se eitthvad gælunafn fyrir jafnaldra minn en svo er ekki, thetta er bara hann afi:)

Sem betur fer hef eg sed nokkra hluti sem stadfesta thad ad madurinn er kominn a 70. aldurinn! (Hann verdur nu ørugglega ikke rigtig glad ad eg segi thetta)

Allevejene a morgun ætlar hann ad vera svo dejlig og leyfa mer ad sofa ut (tha meinar hann til 9) og svo ætla eg ad kikja en lille smule i budir, ekki svo mikid, bara skoda:)

A fimmtusdag førum vid svo tilKøben og ef einhver veit danska numerid hja Hjalta eda feløgum hans, latid mig vita.

Tak for det og har det godt:)

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Dav...

I dag vågnede jeg op klokken halv syv. Jeg var meget træt fordi jeg er ikke vant til at vågne så tidligt (selvfølgelig vågner jeg tidligt op når jeg går til Badhusid og underviser men så kan jeg altid sove lidt efter det).

Vi spiste morgenmad på Hotel Windsør. Det er en meget dejlig morgenmad og jed elsker når man kan vælge om mange ting til at spise. Yogurt, rundstykker, søde kage, forskælige drykker og babybell ost ummm...

Så kørte vi til Svendborg og bedstefar startede to amerikanske mennesker. De skulle cykle i 10 dage. Jeg var meget træt hele vejen og faldt lidt i søvn (han er en hårdt chef min bedstefar!). Vi spiste hos den gyldne måge (makkarinn donaldsson) og så tog jeg en eftermiddagssøvn (bedstefar arbejdede mere, han er lidt sindsyg:))

Så cyklede vi rundt om Odense og spiste en is i Fruens Bøge (Beykitre fruarinnar). Danske mennesker spiser altid en stor is med fløde, guf, bolle og sultetøj på. Jeg fik 2 kugler og med det hele...det smagte dejligt.

Nu sidder vi på Hotel Windsør og blogger. I aften skal vi ud og spise på en restaurant som hedder Mamma's. Det har særlig gode pizza.

I morgen har min bedstefar givet mig lov til at sove længe (hann telur half niu vera ad sofa ut!)

Det var ikke flere i dag, god fornøjelse i arbejden:)
Den danske pige Linda

(ikke glemme at kommente på min side)

Hvis I vil så kan I læse bedstefars hjemmesside. Den er her!

laugardagur, ágúst 20, 2005

Jeg slog min morfar i søvne...

Min morfar sagde til mig i går hvis han snorkede så skulle jeg bare prikke til ham. Jeg troede jeg gjorde det men nu har meget ondt i skulderen fordi jeg slog ham så fast!!! Undskyld:)

I dag cyklede vi 55 km og besøgte Agust i Børkøb. Det var dejligt og jeg så hans kvinde Hrefnu, lille pigen Søgu Lif, Sverri Ulf, Thordisi, Dudda, Sissu, Ola Pal og Gudrunu. Mor: "Sissa siger hilsen til dig"

Sverrir Ulfur (8 år gammel) tror jeg er 12 år gammel! Han har humor drengen:) (thad mun teljast ein su mesta nidurlæging a aldursgreiningarferlinum hja mer en engin hefur spad minna en 13 ara). Til hamingju Sverrir!

Nu skal jeg snart går til seng fordi vi skal vågne op klokken half syv i morgen. Hvis det er godt vejr i morgen skal vi kigge på stranden.

hej hej
Linda

föstudagur, ágúst 19, 2005

Det har sket mange morsamme ting på kort tid...

I dag har jeg kørt med min bedstefar hele dagen. Vi startede med at rejse til et sted i nærheden ved Hillerød og afleverede nogle cykle. Så kørte vi til mange flere steder og hentede mange tasker, i Rosklide og flere og så endede vi i København. Derefter kørte vi til Skælskør og besøgte min olemor. Hun er et utroligt menneske, vi snakkede om mange tinge og drak kaffe og spiste en god æblekage. Hun synger i et kor for ældre mennesker, jeg synes det er fantastisk at et 98 menneske kan gøre det.

After den besøg kørte vi til Odense og mødte min bedstefars bro Asgeir. Han har sejlet sin båd til Odense og vi spiste pizza derhen.

I morgen skal vi cykle til Jylland og møde Agust min mors bro. Jeg tro det skal være meget sjovt. Han har for nyligt fået en lille pige, hun hedder Saga Lif

Jeg var inde i en H&M butik i dag men jeg købte ingen ting..."Du er så dygtig Linda" sagde jeg til mig selv:)

God weekend:)

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Små nyheder...

Nu er jeg i Danmark, min lille nevø Peter hjælper mig at skrive på dansk, han er 11 år og er næsten større end mig:( †JESUS† (det er fra Peter!!!)

Vi har lige spist burger med pomfriter. Jeg har bestemmt at skrive på dansk til FRAM taber en kamp, hvis de ikke gør så må jeg skriver på dansk hele tiden.

Har det sjovt mine kære venner, vi ses om 9 dage:)

lille Linda og store Peter

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Á barmi taugaáfalls...

Í gær hélt ég að ég yrði lögð inn á hjartadeild. Ég gat ekki horft á vítaspyrnukeppnina ekki frekar en Ragna og héldum við okkur í bílnum á meðan á henni stóð. Ég er komin með króníska vöðvabólgu í kinnarnar eftir óp og köll og of mikið mal og ég náði að prjóna upp að ermum (á peysunni sem ég byrjaði á í fyrradag) á leiknum en nýjasta er að taka með sér prjóna til að róa taugarnar á leikjum. Eru til einhver lyf við þessu??? Get ekki meir eeennn...

TIL HAMINGJU ELSKU FRAMARAR...

Tjékkið á skemmtilegri grein í Fréttablaðinu...Stuð milli stríða:) Allaveganna þrælfyndin fyrir þá sem voru á staðnum.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Klofi 2005...og tengdapabbi gjörsamlega fórnaði sér fyrir málstaðinn: Ekki fyrir kæfur!

Helgin var snilldin ein eins og margur góður maður myndi segja (þrátt fyrir að vera orðin veik núna...kvebbalingur, hausverkur, hiti og allur pakkinn).

Á föstudagskvöldið hópaðist fólk upp í Klofa enda auglýst hátíð sem væri ekki fyrir kæfur. Ég, Andri, Sóley, Kobbi, Gummi lati, Ingunn, Hrabbi, Rakel, Helgi, Mappi, Hjallah, Heiðar, Logi og Sía, ásamt öllu eldra fólkinu sem plantaði sér öðru megin á blettinum á meðan að unglingasvæðið (við flokkuðum okkur undir það) var hinum megin.

Mikil var skemmtun sú, sungið, trallað á gítar, boombox haft í miðju hrings og hlustað á góða tónlist. Þegar leið á kvöldið voru sumir hverjir orðnir ansi hressir og tóku upp á ýmsu. Mappi og Lottó urðu eins og gamlir skólafélagar og gæddu sér á 60% vodka sem endaði nú ekki betur en svo að Lottó rétt náði að skjaga upp í kofa, komst á stig hundsins og byrjaði að urra og endaði svo á því að æla út um allt;) Má segja að hann alveg fórnað sér fyrir málstaðinn og þokkalegt payback hjá Mappa síðan um áramótin forðum daga þegar hann var mættur á Hjallaveginn að mata Ruth með rækjusalati. Allt gekk þó vel fyrir sig þó einstaka menn hafi tekið upp á því að bakka bíl, smella sér í lækinn og henda skítugum sokkum út um allt enda ekkert hægt að stoppa þá frekar en að stoppa íkorna sem er að borða hnetur!

Á laugardeginum vöknuðu menn mishressir en þá hófst fótboltamót á Klofavellinum. Working class á móti the Footballers og má segja að ég hafi algjörlega fórnað mér fyrir Working class enda annar eins striker sjaldan sést og strikera parið ég og Sía vorum að gera virkilega góða hluti enda uppskar okkar lið sigur með góðu marki Hjalapeno eftir undirbúning minn. Ég skaut á markið, Kobbi varði en þá kom Hjalli matrix og "klippti hann inn" og segja sjónarvottar að það hafi verið talsvert sjónarspil að sjá þennan stóra mann þveran og endilangan í lausu lofti með sólgleraugu:) Eftir gott mót var haldið í sund og var það kærkomið. Að sundinu loknu héldu flestir í bæinn enda downtown Reykjavík aðalmálið á laugardagskvöldinu. Ég, Andri, Sóley, Kobbi og Sía urðum þó eftir í rólegheitunum.

Fórum á brennu og sátum úti í náttúrunni með góða tónlist rásar 1 og sötruðum rauðvín og gæddum okkur á sætindum. Í gær vaknaði ég svo og fann að ég var orðin veik sem fór svo versnandi þegar leið á daginn og fórum við heim seinnipartinn í gær. Ég dældi í mig verkjatöflum og lá fyrir. Í dag er ég skárri en langt frá því að vera hress, ósanngjarnt þegar maður er í fríi að þurfa að vera veikur.

Snilldarhelgi að baki og verður Klofi 2006 væntanlega fyrir kæfur ef marka má orð Lottós sem telur sig orðinn hressan eftir afdrifaríka GIN-veiki og má segja að GIN- og KLOFAVEIKIN hafi herjað á fólk þessa helgina.

Í þessum pistli var ekkert minnst á þann mat sem borðaður var en væntanlegur er sérstakur pistill þar sem honum verða gerð skýr og greinargóð skil.

Ciao!

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Örlítið update...

Er nú bara að blogga sökum þess að ég bíð óþreyjufull eftir að Desperate fari að byrja. Eftir að hafa setið föst við skjáinn í 19 vikur missti ég af síðasta þætti. Sía bætti samt úr því og ég horfði á hann í dag og kem því fersk til leiks á eftir.

Andri mætti í sinn fyrsta pump tíma til mín í gær, mér fannst mjög fyndið að hann væri þarna og þurfti að taka mér 15-20 sek þar sem ég snéri höfðinu að græjunum til þess að fá ekki hláturskast....týpískt ég ekki satt! Fékk samt alveg að taka þetta hláturskast þegar leið á tímann því Bobber bobber eða Bubbi nokkur Mortens ákvað að líta við í lok tímans. Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri að biðja um að fá að vera með og bauð honum það. Hann hins gekk að speglinum rétt við hliðina á mér og byrjaði að taka trylltar boxæfingar...þessi saga er jú mun betri þegar ég sýni æfingarnar með. Nú ok með Bubba þarna trylltan við hliðina á mér og Andra á móti mér að gera mjög einfalda framstigsæfingu gat ég ekki meir. Ég byrjaði að brosa smá og sá þá að Andri og Sía gátu ekki heldur haldið í sér lengur, ekki frekar en restin af salnum sem lá á barmi hláturskasts. Bobber lét þetta nú ekki á sig fá og hélt tryllingsæfingunum áfram, þokkalegt show of þar á ferð:) Þangað að til að ég tók til minna ráða, því ekki fannst mér við hæfi að hann væri að þessu á meðan við værum að teygja. Hann hætti þá og smellti sér í massívar jógaæfingar. Já aldeilis frábær heimsókn þar á ferð, stjarnan þakkaði þó pent fyrir sig og bauð mér að koma í úthaldsæfingar á morgun með sér...nei nú lýg ég. Hann var allaveganna kurteis, gekk svo að afgreiðslunni og rétti fram höndina þar sem afgreiðslustúlkan smellti á hann einhverju bling bling armbandi, kastaði á okkur kveðju og strunsaði út á við ævintýranna. Eftir stóðum við og hlóum enn meira.

Ég er líka hætt að vinna í Hjól borg en fæ samt sem áður laun til 5. ágúst. Fannst það fínt í dag þegar sat og gæddi mér á heilsuklatta og kókoskúlu frá Jóa á launum.

Um helgina er stefan sett upp í Klofa, ekki upp í klof heldur KLOFA, sumarbústaðalandið sem fjölskyldan hans Andra á. Ýmsir góðir vinir eru búnir að melda sig inn á flötina með tjald og með því. Verður eflaust frábær skemmtun.

Í gær fór ég á hús kennt við kaffi með LA - genginu plús Ingu. Fékk mér tvo bjóra en leið eins og ég hefði drukkið tíu þegar ég vaknaði í morgun. Hlýt að hafa verið með vott af flensu. Áðan fór ég svo á Vegamót með Viðeyjarpíunum (8. skiptið í þessum mánuði sem ég gæði mér á mat þar!)

Nú er að smella í þáttinn þannig að L kveður að sinni og óskar mönnum góðrar helgar og biður fólk að fara sér hægt í umferð og inn um gleðinnar dyr:) Smúss á línuna

Lindsey

sunnudagur, júlí 24, 2005

Perfect day...

Bestu vaktirnar í búðinni eru án efa 10-16 vaktirnar. Eftir vinnu í gær fór ásamt Andra niður í bæ og við kíktum á Braga fornbókasala, Andri þarf alltaf að vera að lesa einhver ósköp! Síðan röltum við gegnum bæinn og vá hvað það var geggjað veður, fengum okkur ís á Ingólfstorgi enda fæ ég illt í magann ef ég fæ ekki ís á hverjum degi. Eftir það settumst við niður á Café París og sötruðum kaffi og íste og gæddum okkur á ljúffengu nachosi. Ég var einhvern veginn uppgefin í gær eftir mikla vinnu og því ákváðum við bara að vera heima og taka því rólega. Keyptum okkur lambalundir og smelltum á grillið ásamt kartöflum, sveppum með hvítlauksosti, salati og rauðvíni. Lúxusmáltíð alveg. Í eftirrétt var svo ananas, vínber og ostar. Horfðum á myndina Blow og fórum upp í rúm á skikkanlegum tíma. Alveg mættu allir dagar vera svona:)

Linda

föstudagur, júlí 22, 2005

Oh Emilíana var svoooo góð og sæt og fyndin og skemmtileg...mér finnst samt að það mætti alveg stærðarraða á svona tónleikum þar sem eru engin sæti, var með feitt og sveitt rassgat framan í mér smá stund sem dró athygli mína rétt eitt augnablik frá Torrini, annars var yndislegt. Byrjaði á því að kenna eitt stykki hjólatíma og Sía og Erna komu í tímann, við fórum svo á Vegó og gæddum okkur á góðum mat, FRAM vann í bikarnum og my man með eitt stykki mark, góð innkoma þar á ferð, keypti mér síðan nýjasta diskinn hennar Emí þrátt fyrir að eiga hann í tölvunni. Maður verður að styrkja þessa listamenn.

Farin að lúlla mér...
Góða nótt:)

mánudagur, júlí 18, 2005

Húspassarar með meiru...

Nú er kominn sá tími ársins þar sem ég og Andri pössum hús. Enn og aftur er það Efstasundið þrátt fyrir að margir aðrir hafi reynt að bjóða í okkur enda þrælvön þegar kemur að húspössun. Við munum dvelja þar næstu tvær vikurnar ásamt hundinum Grímu og væntanlega Æbbatjútt að hluta.

Í garðinum er flennistórt grill, pottur og risaverönd, að vísu eru einhverjar framkvæmdir í gangi því unnið er að stækkun hússins. Það er nokkuð ljóst að vel á eftir að fara um okkur næstu vikurnar.

Það er mikið að gera þessa dagana sem og aðra og feikiskemmtilegir hlutir að fara í gang.
Í dag eignaðist ég brúnar linsur svo ég geti nú skipts á að vera með bleu briller og brúnar linsur:)

Annars kom Svava litla systir mín með mér að hjóla í dag og gaf ekkert eftir gegn systur sinni. Svona er að vera komin af honum Atla hjólagarpi með meiru!

Er að hlusta á ljúfa tóna Emilíönnu enda tónleikar á fimmtudaginn og maður má alls ekki láta sig vanta á þá.

Þangað til later...
La casa passer

laugardagur, júlí 16, 2005

Ég ákvað að skipta um rauðvínstegund í gær, í stað El coto rioja sem ég hef drukkið í fjölda ára, fékk ég mér Gato Negro eða svarta köttinn. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum því kötturinn var alltof þurr fyrir mig sem kennir manni það að vera ekki að skipta út hlutum sem maður er ánægður með. Kvöldið í gær var hins vegar mjög svo hressandi. Tjilluðum á Laugateignum hjá Álfrúnu og síðan hélt ég heim með mínum ektamanni um tvöleytið. Ákvað að skippa bænum í þetta skiptið enda engin ástæða til að skemma síðustu helgi sem var frábær svona bæjarlega séð. Fólk hafði samt á orði hvort ég ætlaði bara að hætta að fara í bæinn svona yfir höfuð til að skemma ekki Kúltúra ferðina, það meinti ég nú ekki alls ekki, verð mætt á dansgólfið um næstu helgi, dillandi mér við góða tóna Stonie og Sillie:)

Þessa helgina mun ég njóta þess að vera í fríi...
Sé samt fram á þokkalega tiltekt hérna í greninu okkar enda er það að því komið að springa utan af okkur:)

Lindan ykkar

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Heimsmet í pulsuáti í flokknum 1,56 cm...

Ég sló persónulegt með í dag í pulsuáti. Ég náði sem sé að "pulsa" mig þokkalega upp á vinnuskólahátíðinni og tróð í mig þremur pullum! I know, ég er ógeð:(

Þetta er ekki búið því eftir það fór ég á kaffihús með viddaling og rex og fékk mér kakó með rjóma, lét ekki þar við sitja og fékk mér líka ís niðri í bæ sem var hrikalega góður með jarðaberjadýfu.

Ákvað að rita þetta hjá mér því sumir hafa sagt að það sé gott að skrifa niður það sem maður borðar, það hafi svona meiri áhrif á mann, einmitt!

Snertir ekki við mér og Doritosinu sem situr hérna hjá mér, er reyndar að bíða eftir að komast upp í Geisla í kvöldmat nema hvað að Andri er að slá persónulegt met í að vera ógeðslega lengi að koma sér heim af æfingu og mörg eru metin.

Elskið friðinn og strjúkið vömb;)

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Ég er búin að vera hreint ótrúlega slappur bloggari það sem af er viku enda vel eftir mig eftir að hafa farið út á lífið báða dagana um síðustu helgi. Já Linda litla sló met í þeim málum og var að vinna alla helgina. Ekki gerst í 100 ár!

Á föstudeginum var GRAND FINAL á STRÆTINU og tók ég góða innkomu þar því Álfrún hafði hent freyðivínsflöskunni minni á gólfið án þess að láta mig vita og gaus út um öll gólf þegar ég smellti tappanum. Þrælgóð skemmtun það kvöldið. Hressleikinn var hins vegar ekki alveg eins mikill á laugardeginum...

...en kom til baka um leið og ég hitti FRAMskonsurnar mínar á Vegamótum. Þar átum við og átum og fengum vott með. Ég, Ragna og Ingibjörg fórum á Eggertsgötuna og héldum svo niður í hinn mikilfenglega bæ sem var jafnleiðinlegur og ég átti von á. Þangað til við komum á Café Kúltura en þar voru Stonie og Sillie að spila og þvílík dúndurskemmtun, Andri og restin af hans gengi mættu líka og við dönsuðum af okkur rassgatið. Ótrúlegt hvað er gaman að rifja upp tónlist síðan á gaggó árunum og byrjun menntó.

Takk fyrir alla þessa frábæru skemmtun yndislega fólk:)

Vikan hefur farið í hjólreiðar og aftur hjólreiðar, ásamt kennslu á fyrsta formlega body jam tímanum.

Keyptum nýjan DVD í gær því talið var að hinn væri bilaður, en þegar litli rafvirkinn fór að tengja kom í ljós að það var ekkert spilaranum heldur annað sem kostar svona 1000 kall að laga en what the hack...hver vill ekki eiga tvo DVD spilara!

Á morgun er SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla og ég verð sett í það að vera með hjólaþraut...hvað annað?

Njótið lífsins:)

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Bendi á nýjar þankagöngur hjá Andra Frammari...
Ég hjólaði tæpa 32 km í dag. Heiman frá mér og upp í Selásskóla og svo þaðan út í Vesturbæjarlaug og aftur heim. Vona að ég eigi eftir að halda í hann afa gamla ef restin af sumrinu verður svona hjá mér!

Annars er ég að finna mig vel í þessu nýja djobbi, held mér vel vakandi allan daginn og er á ferð og flugi og enda svo í sólbaði í sundlauginni. Í augnablikinu gæti ég ekki verið í betra starfi.

Brunaði svo meðfram sjónum með góða tónlist í eyrunum...


Lilly

mánudagur, júlí 04, 2005

Hvíldin eina...

Er ansi hrædd um að ég hafi náð að slappa of mikið af þessa helgina. Aldrei þessu vant var slegið met í bústaðaferð okkar sem par. Í fyrsta skiptið fyrir utan Verslunarmannahelgar og utan tímabils náðum við að vera í bústað tæpa 45 klukkutíma. Enda er kallinn meiddur...

Mestum hlutanum var eytt í svefn og át enda er eins og ég sé komin 4 mánuði á leið svo útstæð er bumban á mér eftir þetta og hljóðin og loftsöfnunin eftir því!

Í gær afrekaði ég það að leggja mig 3svar þrátt fyrir að hafa sofið til hádegis, um miðjan daginn blundaði ég aðeins, aftur rétt fyrir kvöldmat og svo enn aftur rétt fyrir svefninn. Átti samt ekkert erfitt með að sofna aftur og sofa svo til að ganga eitt. Dáldið þreytt sjáiði til enda margar 50-60 tíma vinnuvikur að baki.

Kíktum á Draugasetrið á Stokkseyri og hrökk ég nú ansi oft í kút...enda alltaf fyrst inn um allar dyr og óhrædd við að skoða Mórana sem reyndust síðan oft vera lifandi manneskjur sem stukku að manni.

Svava 10 ára skildi hvorki upp né niður í öllum þessum lagninum sem systir hennar þurfti en þá sagði ég henni að vara sig því eftir nokkur ár yrði hún í sömu sporum, 6 ár og hún væri komin með svefnsýkina ef ekki fyrr. Hún hélt sko ekki heldur myndi hún væntanlega passa börnin mín þegar við færum í bústað til þess að ég gæti lagt mig. Það er þá ágætt að vita af því.

Á morgun byrja ég í training fyrir nýja djobbið, frétti að hjólagaurinn sem er með mér í þessu hjólar alltaf héðan úr Laugarnesinu og upp í Selás. Af hverju ætti ég svo sem ekki að geta það líka? Spurning, maður er hvort eð er í fríi frá morguntímunum út júlí...

Farin að reyna að sofa í hausinn á mér...góða nótt:)

föstudagur, júlí 01, 2005

Hjól í borg!

Já aldeilis fréttir, ég er komin með nýtt starf hjá vinnuskólanum FRÆÐSLULEIÐBEINANDI!
og mun sjá um fræðsluna Hjól í borg sem 10. bekkur fer í. Hjólað er frá Selásskóla og að Vesturbæjarlaug. Þetta mun vera á hverjum degi út júlí og ef rassinn á mér verður ekki orðin að kúlu þá verð ég fyrir miklum vonbrigðum!

Annars ætlaði ég að segja eitthvað miklu meira en verð að drífa mig að kenna eitt stykki tíma, svo er það Vegamót og bústaður

Góða helgi elskur:)

þriðjudagur, júní 28, 2005

Ég mun ekki vakna fyrir klukkan sex fyrr en eftir VERSLUNARMANNAHELGI, er sem sé komin í frí frá morguntímunum mínum frá og með næsta þriðjudegi:) Thanks to Iris...

mánudagur, júní 27, 2005

Fótbolti fótbolti fótbolti...

Svona fór fyrir kallinum í gær og í framhaldi af því var 5 tíma bið á Bráðamóttökunni. Þökk sé yndislegum vinum okkar þeim Adda og Ingibjörgu að við létum ekki lífið sökum hungurs. Þau voru svo góð að færa okkur risapizzu og kók sem við snæddum undir öfundsverðum augum félaga okkar á vaktinni.Ég mun definetly muna það næst að fara beint í sjúkrabíl ef þetta gerist aftur...sem vonandi verður aldrei!

Mikil þreyta fylgdi þessu örlagaríka kvöldi og sé ég fram á góða lagningu.

En að meira hressandi málum, föstudagskvöldið var hressandi en þá skelltum við vinkonurnar okkur á vinnuskóladjamm. Fórum á Hressó sem var hressandi en svo var ekki alveg eins hressandi að fara í vinnuna á laugardeginum, slapp þó alveg við Lindu í adidas!


Þessar voru ýkt hressar, sú lengst til vinstri náði eitt sinn langt í Elite keppninni og sú til hægri fór sem módel til New York. Þessi í miðjunni hefur ekki enn náð langt í módelbransanum!

Njótið vikunnar
Sjúkrabíllinn

fimmtudagur, júní 23, 2005

Náði að redda miðum á hálfvirði fyrir mig og ormana á frumsýningu á War of the worlds á næsta miðvikudag kl. 15:00. Þennan dag er einmitt hópadagur hjá okkur og núna elska þau mig fyrir að hafa gert þetta;)

Á morgun er líka fræðsludagur hjá Rauða krossinum...umræðuefnið er sjálfsmynd og geðheilsa. Gott tjill að ég held og maður getur mætt í sparidressinu, smá tilbreyting frá grasgrænum buxum, vinnuhönskum og sveittu hári.

Annars var ég búin að ákveða að leggja mig frá 15:45 til 16:45 en er ekki að standa við það, tek hálftíma á þetta núna og verð vonandi spræk fyrir rpm og leik kvöldsins FRAM-Grindavík. Öss maður byrjar að titra við það að skrifa þetta. Ótrúlegt hvað þessi bolti leggst mikið á sálartetrið mitt!

Arrivederci
Lilly

miðvikudagur, júní 22, 2005

Ég eignaðist fallega gula treyju áðan þegar foreldrar mínir og minnsta systir komu heim frá Danmörku. Alveg nákvæmleg eins og mig langaði í:)

Ég var kannski ekki búin að opinbera það að ég mun fljúga til New York þann 30. sept og koma til baka á afmælisdaginn minn þann 6. okt. Sem er ansi skemmtilegt í ljósi þess að ég átti að fæðast þann 30. sept en kom svo ekki fyrr en 6. okt...

Ég er því komin með langan innkaupalista, ekki bara fyrir mig heldur tengdó, pabba, Hörpu og fleiri.

Til að mynda langar mig í fleiri unit með TIVOLI útvarpinu mínu og svo auðvitað Ipod eins og allir eiga og svo auðvitað endalaust af fötum og nærfötum, VICTORIA SECRET HERE I COME! Síðan ætla ég líka að kaupa fullt af barnafötum....þar sem ég er svona eiginlega að verða skáskáfrænka:)

Svo og líka alveg einkar hentugt að eiga afmæli þarna í framhaldi af þessu. Elskurnar mínar gefið mér bara pening...

Verð að þjóta núna, er að fara að vera módel í skrautnöglum, þýðir ekkert annað en að vera töff flokkstjóri!

mánudagur, júní 20, 2005

Þegar maður er að passa svona prinsessu er nú erfitt að segja NEI...Svo vill hún alltaf knúsa mann...Svo syngjum við saman Pálína með prikið og greiðum okkur eins og prinsessur

Ef ég vissi að mitt barn yrði svona gott þá væri ég löngu komin með þrjú!

Barnapían:)

sunnudagur, júní 19, 2005

Hefði heldur ekkert á móti því að vera hún...

Tjékkið á þessu and let me know...

Ciao
Gabriela
Skelltum okkur í sveitina í gær...Þokkaleg Linda (Paris) Hilton mætt í Simple Life í sveitinni. Um að gera að vera í gallapilsinu, kínaskónum og með sólgleraugun á réttum stað enda ekki Þjóðhátíðardagurinn á hverjum degi.Smá rómantík hjá gömlu ættarrústunum að SkarfanesiÞessi var líka að fíla sig í sveitinni...

Gott að komast út úr bænum og slappa af í sveitasælunni. Vann eins og svín í dag og var að koma af flugvellinum enda næstminnsta systir mín að koma frá útlöndum. Á morgun ætla ég að sofa og sofa...umm

Nighty night...
Til hammara með daginn Ladies:)

föstudagur, júní 17, 2005

Er hægt að biðja um betra veður á sjálfan Þjóðhátíðardaginn?

Ég var vöknuð um níu í morgun enda fór ég að sofa um leið og Desperate kláraðist í gær, uppgefin eftir erfiðan dag. Ég smellti mér í morgungöngu og hef sjaldan upplifað jafn mikla kyrrð og ró og fuglasöng. Fyndið að alltaf þegar það er svona gott veður þá segir maður alltaf góðan daginn við hvern einasta mann sem maður mætir og allir eru svo hressir og kátir. Mætti vera oftar svoleiðis.

Kíkti við hjá henni langömmu minni sem er að verða 93 ára. Hún var bara nokkuð hress og sagði mér að ég væri svo fín alltaf, það væru einmitt allir mjög myndarlegir í þessari ætt. Síðan sagði hún mér líka að ég væri alveg mátulega feit og það væri svo gott. Ég hugsaði með mér hvort það væri ekki örugglega jákvætt að vera mátulega feitur!

Þið vitið það þá að ef þið þurfið að lýsa mér fyrir einhverjum þá er ég mátulega feit!
Þar hafiði það og njótið dagsins:)

Fengum stig í gær sem var gott því hvert stig telur. Baráttan um sæti í byrjunarliðinu er mikil og það er af hinu góða held ég.

Á miðnætti mun ég svo væntanlega panta mér flug til New York þann 30. sept og koma heim á afmælisdaginn minn þann 6. okt. Mikið held ég að það verði magnað:)

Linda

miðvikudagur, júní 15, 2005

Hádilíhó

Var að koma úr vinnu og verslun. Þurfti nauðsynlega eftir vinnu að fara og versla mér shampoo og hárnæringu, curl dæmi, gloss og krem hjá henni fósturmömmu minni (Steinu). Eðal píur geta ekki verið án þess að nota almennilegt shampoo og næringu, hvað þá glimmer gloss og Clarins krem. Gerist ekki betra:)

Tókum nettan göngutúr um Eyjuna í dag. Aðeins að sýna krökkunum svæðið. Hugmyndir komu upp að hafa þrekhring og fleira. Ég tók með mér sippuband og frispí og strákarnir fótbolta. Ég kom með sniðugar hugmyndir um þjálfunaræfingar með verkfærin. Taka malarhrífu og reyna að halda bara í endann á henni og lyfta upp, frekar mjög erfitt. Síðan að halda á arfasköfu og reyna að stökka jafnfætis yfir hana. Skemmtileg tilbreyting hjá mér alltaf í vinnunni sem krakkarnir elska. Tvær stelpur minni en ég og ég er farin að kalla þær litlurnar mínar, þær hata það ekki frekar en ég:)

Er að hita mér mozarella brauð, sé fram á æfingu á body jam hérna í stofunni heima enda með húsið fyrir mig eina.

Á morgun er samt massívur dagur, kenna upp úr sex, vinnan í Eyjunni, skemmtikraftur í steggjapartý (eins og ég kýs að kalla mig), kenna aftur og síðast en ekki síst LEIKUR...verðum að taka Fylki.

Segjum það krakkar:)

mánudagur, júní 13, 2005

Rómantískur kvöldverður:)

Ég og minn heitelskaði ákváðum að matreiða eitthvað á ítalska vísu í kvöld svona til að rifja upp góðar minningar frá Genova og einnig að nýta tækifærið þar sem við erum nú ein í kotinu, Grunnurinn is all ours. Ekki bara efri hæðin og kjallarinn heldur öll byggingin. Öll hin sem búa hérna eru stödd einhvers staðar á hinum Norðurlöndunum.

Ég hefði trúað því að þetta tæki svona langan tíma ef við hefðum verið að elda eitthvað gúrme en þar sem vorum bara með brauð í ofni með hvítlauksolíu, mozzarella (Santa Lucia), basilikum og túmötum (eins og Doktor kýs að kalla þá) og salat með fetaosti er hreint ótrúlegt að við þurftum að fara 5 sinnum í búð og 1 sinni á pizzastað...ótrúlegt en satt!

Fyrst fórum við saman í Krónuna hér í hverfinu, klukkan var ca. 17:00 enda ætluðum við að vera tímanlega í þessu. Þar var ekki til ferskur mozzarella og ekki basilikum. OK Andri segist redda því og gerir það með stæl og kemur heim með gommuna af ferskum Mozzarella þannig að þetta verður matreitt næstu daga. Því næst uppgötvum við að það er ekki til hvítlaukur og Doktor klikkaði smá og gleymdi basilikunni. Ég er alltaf viljug til að skjótast og fer aftur í Krónuna, engin hvítlaukur þar og engin basilika. Fer í 10/11, engin hvítlaukur en fæ basiliku krydd. Litlan deyr nú aldrei ráðalaus og fer á Pizzahöllina til að sníkja hvítlauksolíu og viti menn hvítlauksolían er búin! Starfsmaðurinn var samt svo indæll og gaf mér brauðstangaolíu sem var með einhverjum hvítlauk í. Þá kem ég heim og byrja að græja brauðið og Andri salatið, þegar fetaosturinn er tekinn út úr ísskápnum kemur í ljós mygla dauðans og loðið grænt yfirborð. Ég aftur af stað og enn og aftur er förinni heitið í Krónuna og keyptur er feta. Loksins loksins gátum við sett brauðið í ofninn og eftir fjögurra tíma undirbúninginn snæddum við okkur á þessari dýrindis máltíð:) Ég segi nú bara til allrar hamingju er maður ekki að elda ofan í stórfjölskylduna á hverjum degi!

Þetta var eldamennska dagsins
Annars er maður búin að bronsa sig vel á viðEyjunni í dag og komin með ágætis rónakraga.
Krakkarnir eru yndislegir og ég reyni að láta völdin ekki stíga mér til höfuðs.

Segjum það folks
Lilly

laugardagur, júní 11, 2005

Í dag er loksins kominn frídagur hjá mér og mikið var ég búin að hlakka til að sofa út eftir mjög svoooooo strembna 8-16 viku + 17 kennda tíma á síðustu tveimur. En nei þá gleymi ég því alveg að þegar menn eru að fara að keppa fótboltaleik kl. 14:00 þýðir ekkert að vakna um 11:00 og vera sprækur, þá þarf að vakna 8:30 til að geta fengið sér að borða og lesa blöðin og gíra sig upp. Það sem meira er, minn maður stakk upp á því að stilla klukkuna hálf níu þannig að við gætum snúsað til svona níu og farið svo fram úr. Takið eftir VIÐ að snúsa. Þá minnti ég hann á að yfirleitt er það ég sem sé um þau mál því hann rumskar ekki við klukkuna, hvað þá síma, ljós í augu eða annað slíkt. En ok þar sem ég geri nú allt fyrir hann og sérstaklega þegar leikur er í húfi þá sló ég til og stillti klukkuna 8:30. Nákvæmlega á slaginu 8:30 vakna ég og þreföld snúsing mín hófst. Eftir það gafst ég upp og sagði honum drífa sig fram úr og fara að lesa Lesbókina (maður veit hvað virkar). Það fór um mig hrollur þegar ég lagðist upp í aftur og hugsaði til þess að sofa í svona tvo tíma en þá kom ellin yfir mig, ég bara gat ekki fest svefn aftur, stífluð í nefi, 30 byltur og sængin komin í annan endann í verinu gerðu það að verkum að mér fannst ég rétt ný sofnuð þegar klukkan hringdi aftur.

Núna er ég samt alveg sátt og ætla bregða mér í Baðhúsið og hjóla aðeins með henni Ingibjörgu, hún þarf að svitna úr sér áfengi svo hún geti tekið vel á því í kvöld því þá erum við að fara í þrítugsafmæli hjá Grétu. Þrítugsafmæli já!

Það er ekki hægt að segja annað en maður sé að verða gamall:)
Hafið það gott það sem eftir lifir helgi
Linda

fimmtudagur, júní 09, 2005Ákvað að setja inn sumarmynd ársins 2004 þar sem margir hafa óskað eftir því að hár gaurinn yrði fjarlægður:)

Annars er allt gott að frétta, vinna í Viðey hefst á morgun, 15 ferskir krakkalakkar úr Árbænum. Held þau séu voða góð

later...

mánudagur, júní 06, 2005Æ ég er nú fegin að kallinn er ekki svona...

Annars var ég að panta mér far til Danmerkur. Fer þann 18. ágúst og kem aftur til baka þann 27. og með afa í farteskinu. Verð hjá honum á Fjóni og kíki alveg pottþétt eitthvað til Köben á Strikið. Væntanlega samt ekki til að versla því ég ætla gera það í New York í sept/okt.
Ég og afi ætlum að hjóla af okkur rassgatið og hafa það notalegt saman. Hann á reyndar pottþétt eftir að taka upp á því að tala bara dönsku við mig en þá svara ég honum bara á ítölsku...:)

Hlakka til og mikið er nú sumarið indælt:)

sunnudagur, júní 05, 2005

Sólarhringsferðalagið gerir gæfumuninn

Lögðum af stað út úr bænum um fimmleytið í gær og vorum mætt í Brekkuskóg að ganga sjö. Þar tók á móti okkur þvílíkar kræsingar og afmælishjúin Addi Johns og Inga trúður. Stemningin var góð, Beysi og Ólöf og svo gomma af liði sem við þekktum ekki neitt. Grillpinnar, rauðvín, Gummi Torfa, snakk og önnur sætindi runnu ljúflega niður. Hjúin voru í essinu sínu og var ekki skriðið upp á svefnloftið fyrr en um fjögurleytið og þar hjúfruðum við okkur saman, Doktor, ég og Beysi og Ólöf. Þau síðarnefndu á vindsæng og mikið var nú freistandi að taka tappann úr sænginni...lét það vera í þetta sinnið.

Svona litlar ferðir kann maður vel að meta þegar maður er footballers wife, vonandi verða enn fleiri svona á "öllum" fríhelgunum í sumar.

Á fösudaginn skellti ég mér í gott boð hjá Álfrúnu. Þar uppgötvaði ég bjórinn á nýjan leik (hélt mér þætti hann svo vondur en hann er fínn í hófi að sjálfsögðu) en ég hef verið í pásu frá honum í langan tíma. Þetta er Daninn í mér:) Mikið var upp djúpar samræður um lífsgæðakapphlaupið, Íslendinga og hvernig maður finnur lífshamingjuna, við vorum sko alveg með það á hreinu. Alltaf gaman að hitta ykkur Bára og Álfrún.

Á morgun hefst svo sumarvinnan og við hjúin verðum hjá sama yfirleiðbeinanda og mætum zu sammen á Ásmundasafn í fyrramálið. Rómó:)

Lilly

fimmtudagur, júní 02, 2005

Ég dýrka að það er búið að vera sól nánast upp á hvern einasta dag síðan "Fríið mitt byrjaði". Ætla einnmitt að bregða mér í sund og sóla búkinn. Vona samt að það verði ekki ljósmyndarar frá þessu helv...Hér&Nú blaði sem taka sér leyfi til þess að mynda bara hvern sem er að ganga um bakkana og skrifa svo einhvern texta um manneskjuna. Sé fyrir mér mynd af mér í nýja röndótta bikiníinu og svo smá pistil:

Þessi skokkaði ýkt hress út úr búningsklefanum en rann aðeins til, bjargaði sér samt vel til að passa coolið. Smellti sér í steinapottinn og lét fara vel um sig. Smart að vera svona í röndóttu!

Svona voru pistlarnir um greyið fólkið. Ég myndi brjálast ef það kæmi svona um mig!

Annars lítur út fyrir að skipulag mitt standist ekki. Þegar ég kom frá Ítalíu sagði ég að ég myndi nú væntanlega ekkert komast til útlanda á þessu ári þar sem ég var svona lengi á Ítalíu og ferðaðist mikið. En nei, núna lítur út fyrir að ég fari til Danmerkur í ágúst, New York í sept/okt og við Andri erum enn að gæla við það að vera erlendis yfir áramótin (Barcelona, París). Það vantar ekki aurinn á þessum bænum það er nokkuð ljóst hahaha...en ef þetta gengur upp þá á ég eftir að brosa hringinn:)

Fór einmitt að heimsækja hana Láru í gær og skoða nýju íbúðina hennar og ALLT ógeðslega flotta dótið sem hún keypti í Baltimore. Ég er ekki frá því að það hafi vottað fyrir smá öfund.

Desperate í kvöld og kósíheit...
Bústaður og tjill um helgina...

Svona á lífið að vera
Njótið veðurblíðunnar:)

Linda H.

mánudagur, maí 30, 2005

Frí ef frí skyldi kalla...

Magnað að ég var búin að hlakka svo til að vera í smá fríi svona eftir prófin í fyrsta skipti en komst einhvern veginn að því að það er eiginlega bara meira frí að vera bara að vinna:)

Um helgina var ég reyndar að vinna á fullu enda mín vinnuhelgi, kenndi síðan einn auka pump tíma í gærmorgun inni í BH, það var nú svo sem ok. En í dag er ég búin að fá ýmsar símhringingar um hvort ég vilji ekki taka eitthvað aukadótarí að mér:

 • Kenna einn enn auka pump í dag (get ekki er með aukatíma núna í kvöld)
 • Taka að mér pump tíma í sumar því það vantar kennara (ok get troðið því að)
 • Vera með danssmiðju fyrir leiðbeinendur hjá ÍTR á föstudaginn (get ekki er að kenna tvo aukatíma)
 • Vinna á sunnudaginn auka í adidas (því miður ætla ég njóta þess að það er fríhelgi í boltanum og við verðum í bústað um helgina)
 • Hjálpa til fyrir stærðfræðipróf (get það nú alveg enda aðili innan fjölskyldunnar)
 • Á milli þess sem ég svaraði þessu öllu í smsum eða síma var ég að svara meilum út af sumarvinnunni sem er btw ekki byrjuð og að senda önnur meil og sms út af ýmsu.

Ég var því bara ýkt fegin að vera í fríi í dag til að geta gert allt þetta;)

Jæja farin af stað að kenna einn aukatíma sem ég slysaðist til að taka að mér hahaha

Sorry folks ekki pláss fyrir meira í minni töflu (en eins og þið vitið þá á ég erfitt með að segja NEI þannig að endilega ef það er eitthvað sem ykkur vantar elskurnar...bara tala við mig, ég redda því og auðvitað mega ættingjar og vinir vita það að ég geri allt fyrir þá þó ég sé búin að vera leiðinleg við marga aðra utanaðkomandi í dag og segja nei því miður!

Later...

fimmtudagur, maí 26, 2005

Bláar brillur...

Lindu litlu fannst hún vera farin að sjá ansi illa frá sér og var farin að vera í vandræðum með að þekkja andlit á fólki sem kom á móti henni. Einnig fannst henni flest skilti vera hálf blörruð. Í prófunum kenndi hún þreytunni um en þegar ekkert lagaðist ákvað hún að skella sér til Gylfa optikers og viti menn nærsýnin er gengið í garð, sem þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem pabbinn og systirin eru nærsýn.

Það var því smellt í bláar brillur og nú þurfið þið ekki að óttast mig í umferðinni, á að keyra með brillurnar öllum stundum, horfa á sjónvarpið, töfluna og fótboltaleiki. Ég er viss um að ég á eftir að sjá Desperate í nýju ljósi í kvöld:)

Sjáumst á leiknum á morgun...áfraaaaammmm FRAMARAR þið eruð miklu betri...

Yours Brilly

miðvikudagur, maí 25, 2005

Mig langar ótrúlega mikið:

 • Í nýtt tjald með fortjaldi (hvar fær maður svoleiðis ódýrt)
 • Vera í París eða Barcelona yfir næstu áramót
 • Losna við bólur sem ég er með í andlitinu (krækti mér í 25 stykki í prófunum, þeim fer reyndar fækkandi...)
 • FRAM verði Íslandsmeistari
 • Nýjan bíl (ekki grænan ógeðslegan Club station)
 • Vita fullt af hlutum sem ég get ekki vitað...

og auðvitað fullt meira:)

mánudagur, maí 23, 2005

Það sem á daga mína hefur drifið...

Eftir prófið á þriðjudaginn síðasta skelltum við okkur íslenskukjörsviðið í sumarbústað, það var stuð eins og sést:)


Fór í sund og borðaði pullu
Kenndi Eurovision tíma um morgun og seinnipart (sem betur fer á fimmtudeginum)
Fór í sund og borðaði ís og hádegistilboð á Devitos held ég
Drakk rauðvín og horfði í Euro ýkt spennt
Fékk mér ís og fór í sund
Vann á laugardaginn
Fékk mér freyðivín

Borðaði tvær pullur með tómatsósu
Fór út að hlaupa
Fékk mér ís
Fór á tónleika hjá Regínu sem var að útskrifast úr söngskólanum, til hamingju með það ljúfan
Fór í leikhús (menningardagurinn mikli í gær)
Fór í sund
Fékk mér hálfmána (mála) á Vegó og tók trylling vegna lélegrar þjónustu, krækti í frítt gos og 15% afslátt
Sef út alla daga (fyrir utan þegar ég fer að kenna sex og leggst svo upp í aftur)


Ljúfa líf ljúfa líf dududu...spurning hvort manni langi eitthvað yfir höfuð að fara að vinna almennilega í sumar!

Ef við drögum þetta saman þá er þetta mest megnis sofa, sund, ís, pulla...stundum pizza
Boltinn rúllar vel af stað og býð ég óþreyjufull eftir næsta leik og ég byrja ekki að vinna dagvinnuna fyrr en þann 6. júní, finn ég fyrir öfund, humm getur verið:)

Hafið það gott í sumar elskurnar
Lindsey

mánudagur, maí 16, 2005

Áfram FRAMARAR...sjáiði piltinn sjáiði hvað hann gerir þetta vel!

Þessi orð munu líklegast hljóma seinna í dag. Í dag hefst nefnilega Landsbankadeildin, í dag er jafnframt síðasti dagurinn minn í bili í hljóða lessalnum Skúta. Ég er að fara í mitt síðasta próf á þessu misseri. Ég er ógeðslega stressuð, ekki fyrir prófinu heldur leiknum. Það fylgir ef maður er FRAMARI. Það sem er búið að leggja á okkur undanfarin sex ár. Það er ekki undarlegt að maður taki þetta inn á sig. Pabbi getur örugglega ekki sofið út og fer að svitna upp úr hádegi á meðan er ég með hnút í maganum og vona vona svo heitt og innilega að við vinnum ÍBV í kvöld. Það sem eftir lifir sumars munu heimilisaðstæður standa og falla með boltanum...

Hörs
Lilly

sunnudagur, maí 15, 2005

Ég er að lesa grein eftir Magnús nokkurn Snædal sem ber heitið Hve langt má orðið vera? Fyrrnefndur maður gerði einhvers konar rannsókn á því og svarar spurningu greinarinnar í einni lengstu grein sem fyrirfinnst. Hugmynd mín að nafni á grein og næsta rannsóknarefni er því:

Hve löng má greinin vera?

Það var ekki fleira á annars blíðskapardegi...

2 dagar eftir and then its over:)

föstudagur, maí 13, 2005

Friday the 13th...

og enn ekkert hræðilegt gerst fyrir utan það að ég datt í HARIBO nammibarinn í 10/11 og stútfyllti pokann af eggjum, skjaldbökum, apaskít, saltpillum, kúlusúkk, bananabitum og smá lakkrís...hva, maður er nú bara í prófum tvisvar á ári. Ekki það að ég finn mér tilefni til nammiáts whenever.

Orðhlutafræði fyrir daginn í dag er lokið og var ég að koma úr einu stykki aukatíma þar sem ég komst að því að þetta er í góðum gír hjá mér. Ég og Selma vorum líka að fá einkunn úr verkefni sem gildir 20% af lokaeinkunn og við skelltum okkur á 9, 3 ég endurtek níu komma þrír...takk fyrir, hversu góður getur maður orðið í orðhlutafræði, nei ég er búin að spyrja mig oft að því í dag.

Í kvöld verður líklegast biografen fyrir valinu, það er eitthvað svo einföld lausn svona í prófum. Myndin verður Der Untergang þrátt fyrir ítrekaðar spurningar herbergisfélaga míns um það hvort ég sé viss um að ég hafi gaman að þessu því hún er jú 3 og hálfur tími. Hann er líka búinn að minna mig nokkrum sinnum á það þegar við fórum á flugvélamyndina um Howard Huges eða hvað sem hann hét og ég endaði á því að telja ljóskastarana í loftinu, djöfull var það leiðinleg mynd...

Hafið það gott um helgina, aldrei að vita nema maður skelli sér á eitt, tvö rauðvínsglös svona í tilefni þess að prófin fara að taka enda:)

KNÚS frá litlunni

miðvikudagur, maí 11, 2005

Elsku litlu lömbin...

Eins og flestir sem mig þekkja vita þá slæ ég sjaldan hendinni á móti ljúffengum sviðkjamma með rófustöppu og meðlæti...

Í dag munaði minnstu að ég myndi gefa almennt sviðaát upp á bátinn en Ragna sagði mér tvær bráðskemmtilegar sögur af sviðaáti sínu en hún er einmitt forfallin sviðaæta eins og ég.

Sú fyrri hljómar svo:

Ragna hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar hún smellti einum kjamma í pott, reyndar velti hún því fyrir sér að svið væru eitthvað sem maður ætti alltaf að eiga í ísskápnum. Þegar hún svo smellir stykkinu á diskinn og fer að skera sér hún að eitthvað grænt virðist leynast á kjammanum, hún setur bitann upp í sig og bragðast stykkið eins og úldin grasmygla. Ragna sker því aðeins meira af kjammanum og opnar hann þannig að vel sést í tennur og tungu (sem er besti parturinn) og viti menn haldiði að þar sé ekki bara fullur kjaftur af grasi, útataðar tennur í grasi og grasbiti á tungunni...grey skinnið hefur bara verið drepið í hádegismatnum!

Sú seinni fjallar um annars konar svið eða sviðasultu sem er ekki síðri kostur þegar kemur að þessum mat:

Ragna heldur á sviðasultunni með berum höndum og bítur bita, hún finnur hvernig hún þarf alveg að toga eitthvað stykki út... skyndilega er hún bara með ull í höndunum, þá hafði bara smá flækst með þegar var verið að sulla þessu saman.

Ragna sagði mér að hún væri komin í smá pásu frá sviðum, alls ekki hætt en í smá pásu!

Einhverja hluta vegna hafði þetta ekki nokkur áhrif á mig enda svið uppáhalds maturinn mitt og bragðlaukarnir mínir eins og í gamalmenni...

Annars er ég alveg ótrúlega ánægð með daginn í dag svona lærdómslega séð og ætla njóta þess að horfa á tvo áhugaverða þætti í kvöld. ANTM og svona til gamans má geta að ég hef haldið með Evu frá upphafi, reyndar misst af soldið mörgum þáttum en það bíttar ekki. Síðan er það Oprah sem er nú ekki alveg minn tebolli en ég bara verð nú að sjá þorramatinn sem verður boðið upp á!

Segir Lindsey Hólm sem hefur bara lúmskt gaman að orðhlutafræðinni:)
Svefngrímur og orkusöfnun...

Ég var beðin um að koma með örstutta lýsingu á æfingaleik HK og FRAM sem fram fór í gærkvöldi. Því miður sá ég ekki fyrrihálfleikinn en til að einfalda þetta má segja að FRAMARAR hafi verið með fullan rass af skít og skitið á sig! Menn hafa greinilega ekki munað eftir því að það á að skíta í hádeginu! (Torfan 2000).

Að sögn eins leikmanns FRAMliðsins hafa einstaka leikmenn verið í prófum og einkenndi því almenn þreyta og slappleiki einhverja. Menn mega náttúrulega ekki gleyma því að svefn og holl og góð næring er það sem skiptir máli í prófum og undirbúningi fyrir leik! Umræddur leikmaður hefur því tekið ákvörðun að leggja allt í sölurnar það sem eftir lifir vikunnar og safna kröftum fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins næstkomandi mánudag. Hann óskaði eftir svefngrímu til að ná enn betri hvíld og til að fyrirbyggja að utanaðkomandi áreiti trufli orkusöfnun hans. Hlutskipti mannanna eru því ansi mismunandi, á meðan sumir sitja sveittir í hljóðum lessal og stúdera orðhlutafræði eru aðrir sem liggja undir hlýrri sæng og safna orku fyrir fótboltaleiki:) Það er hins vegar ánægjulegt að menn eru að átta sig á því að það er alveg ógeðslega næs að fara upp í rúm milli ellefu og tólf á kvöldin.

þriðjudagur, maí 10, 2005

one more...

Jæja þá er ég búin að skila ritgerðinni í nútímabókmenntum og aðeins orðhlutafræðin eftir þann 17. maí. Ég bind miklar vonir við orðhlutafræðina enda er hún margslungin og þrælskemmtileg...

Ætla samt að taka restina af deginum í rest og slappa af, hitta 15 ára gamlan frænda minn frá Danmörku og hafa ofan af fyrir honum í kvöld, fara á fótboltaleik, panta pítsu og rifja upp dönskuna. Vi har to danske fodboldspiller i FRAM...bla bla bla

hej hej
Lilly

mánudagur, maí 09, 2005

Það verður að viðurkennast að mér hefur eiginlega bara alltaf gengið vel á prófum...

ég er svona prófatýpa, með límheila og drita niður allri minni visku sem virðist oft á tíðum falla vel í kramið hjá kennurum.

Í dag afsannaðist þetta, mér gekk hrikalega, hörmulega, skelfilega sem kennir manni það kannski að vera ekki alltaf svona öruggur með sig! Ég veit vel að ég hef ekki lært jafnt og þétt yfir veturinn en vá hvað ég er búin að læra mikið undanfarna daga og vá hvað ég vissi mikið í spekingaspjallinu í gærkvöldi en því miður kom bara einmitt eitthvað sem ég vissi ekkert um á prófinu. Þetta varð því ein heljarstór skáldsaga...
Spurning um að ferilrita hana?

-Lindsey out-

föstudagur, maí 06, 2005

Eins pínlegt og það getur oft á tíðum orðið að horfa á Djúpu laugina 2...

...þá var ég samt að fíla lokalagið í þættinum...Boogie boogie með Sveittum gangvörðum! Strákar er þetta ekki smá *hint* *hint* um að fara að henda í plötu með komandi sól og sumaryl.

Flott framtak hjá dj Stonie og Sillie Billie:)
Maður veit bara vart hvað tímanum líður þegar þessi próf standa yfir...

...en það er víst komin helgi og HELGI er kominn til landsins með kort í myndavélina mína, takk fyrir það:) (hef alltaf svo gaman að þessum brandara)

Annars er ég nú ekki einu sinni byrjuð, fer í það fyrsta á mánudaginn og síðasta þann 17. maí, já það er hugsað fyrir okkur fólkinu sem þarf að frumlesa slatta! Annars væri ég nú alveg til í að klára þetta fyrir næstu helgi, það er einhvern veginn alveg sama hversu lítinn tíma maður fær á milli prófa, alltaf næst þetta nú einhvern veginn. Það er nú samt engu öðru að þakka nema þrusu spekingaspjöllum nóttina fyrir próf og afbragðsjógaæfingum Margrétar sem fá sjálfsagt að líta dagsins ljós núna um helgina.

Reyndar er Lára líka búin að fá mig í lið með sér í gott hádegisprógram. Hún skellti sér inn á Borgarvefsjá og mældi einhverja hlaupaleið hérna í kringum Kennó svæðið, þannig að núna smellum við okkur alltaf út í hádeginu og skokkum aðeins. Síðan er bara tekinn pokaþvottur á þetta og haldið áfram:) Hrikalega hressandi trúið mér. Manneskjur eins og ég geta ekki setið á rassinum allan daginn. Gott sem Ingibjörg sagði: Maður á náttúrulega alltaf að læra í 5 mínútur og standa svo upp í klukkutíma...humm

Annars er komið eitthvað nýtt trend í 10/11...þegar maður er að borga spyr afgreiðslufólkið: Fékkstu allt sem þig vantaði? Ég: uh já já...

Æj það er bara helvíti fínt að vera í þessum prófum...
Góða helgi,
Yours truly Lindsey Hunt