föstudagur, september 28, 2007

Ég er öll að koma til...þurfti bara að sofa smá því mér leið svona eins og þegar maður getur ekki opnað mjólkurfernu nema hvað að það var ekki bara í höndunum heldur í öllum líkamanum!

ÁRA þurfti líka að vinna upp svefn líkt og móðir hennar og er búin að sofa mikið í dag. Greinilegt að þotuþreytan situr í okkur mæðgum.

Ég ákvað því að fara að mauka og mauka og mauka. Brokkolí, blómkál, kjúlli, sætar kartöflur, mangó og banani. Allt í þágu dótturinnar:)

Hérna má sjá afrakstur dagsins!

Oh ég er veik....með beinverki og slen

-nenni því ekki-

mánudagur, september 24, 2007

Erum komin heim...

eftir afar viðburðaríka og skemmtilega ferð til Danmerkur. Myndir má sjá á www.123.is/agustarut

Lentum í ýmsum óvæntum og misskemmtilegum uppákomum á leiðinni heim en komumst heil að lokum.

Ferðasagan kemur örugglega þegar ég verð í stuði!

Á meðan kíkið á myndir;)

laugardagur, september 22, 2007



Við sendum okkar bestu kveðjur frá Baunalandi...

Höfum haft það afar huggulegt og ÁRA er komin með tennur:)

Hej hej!

föstudagur, september 14, 2007

Æj það var svo sætt áðan þegar ég var inni í Bónus...

afi að passa barnabarnið sitt og síðan hafði örugglega annað foreldrið hringt til að tjékka hvort að það væri ekki allt í lagi og hann var svo glaður að vera að passa og maður heyrði alveg ánægjuna í röddinni þegar hann sagði:

"Já svo labbaði hún alveg um allt Austurstrætið og það sem allir voru hrifnir af henni, það var sko engu lagi líkt!" Og svo hélt hann áfram að dásama barnabarnið:) Svona eru þessar ömmur og afar!

Svo er það bara Köben á morgun, hef svona aðeins verið að plana dagana og þar á meðal hvenær best sé að heimsækja 100 ára gömlu langömmu mína en mánudagurinn var hentugastur fyrir hana því á þriðjudögum fer hún á kóræfingar og á miðvikudögum kemur vinkona hennar í heimsókn...þetta hljómar ekki alveg eins og 100 ára gömul kona!

Þá er það bara niðurpökkun og ómæ ómæ hvað þarf að taka mikið með þegar smábarn er með í för. Lítil skotta sem fór í 6 mánaða skoðun í gær og er orðin 68 cm á 7,4 kg! Pissaði síðan tvisvar yfir allt í skoðuninni og lék auðvitað á alls oddi, hló og skríktí og fannst nú ekki mikið mál að fá smá sprautu, rétt grét pínu og var síðan fljót að jafna sig:) Læknirinn hafði orð á því að það væri örugglega auðvelt að kenna henni því þegar hann var að skoða í eyrun þá lá hún bara kyrr og róleg! Auðvitað er auðvelt að kenna henni, mamma hennar er kennari;)

Hafið það gott elskurnar á meðan ég er úti og hver veit nema maður komist eitthvað í tölvu þarna og geti skellt inn smá fréttum af Baunum...

Góða helgi!

miðvikudagur, september 12, 2007

Var að setja inn fullt af nýjum myndum inn á síðuna hennar Ágústu Rutar!

Og fyrir ykkur sem hafið ekki áttað ykkur á því þá skrifa ég alltaf nýjustu fregnir af henni í dagbókina á síðunni og síðan hef ég líka verið að setja inn einhver myndbönd - gömul og ný!

Njótið vel og munið eftir gestabókinni - sumir hafa tekið sig á í þeim málum en greinilega alls ekki allir svona miðað við fjölda heimsókna!

Það var ekki fleira í bili;)

þriðjudagur, september 11, 2007

mánudagur, september 10, 2007

Fullt af nýju dóti!
Ágústa Rut fékk inneign í Baby Sam frá saumaklúbb ömmu Ágústu og við mæðgur gerðum okkur ferð þangað í dag í strætó - hvað annað?

Og það var ekkert smáræði sem daman fékk: Stól í baðið, tösku til að halda mat og pela heitum, skriðsokka og stjörnusokka, dót sem spilar lög þegar kúlur eru látnar detta ofan í það, annað dót til að setja hluti ofan í og bolta sem heyrist hljóð í:)

Það var ansi kostuleg sjón að sjá móðurina rogast með þetta allt saman heim í strætó - plús eldhúsrúllustand sem er afar erfitt að fá nú til dags nema hann kosti milljón í Kokku, þessi kostaði 690, fékkst í RL búðinni;) Og er í þokkabót skærbleikur.

Það voru því frekar glaðar mæðgur sem komu heim að leika með allt dótið:)

Ok ég verð að viðurkenna það...

að maður þarf að venjast því að vera ekki með uppþvottavél. Reglan um að gera þetta jafnóðum virðist stundum skolast til og ekki skolast leirtauið af sjálfu sér. Hins vegar venst þetta eins og allt annað!

Á reyndar eftir að sjá það venjast að vakna á ókristilegum tímum eins og t.d rúmlega fimm;) Okkur var reyndar bent á að við ættum að búa okkur undir að vakna soldið snemma á meðan að þessi sexgjöf dytti út og ÁRA væri að venjast herberginu sem hún virðist bara vera að gera, svaf allaveganna frá hálf níu til fimm án þess að rumska þannig að ef ég hefði kannski drullast í rúmið svona 3 tímum fyrr hefði ég fengið ásættanlegan svefn. En þá hefði ég auðvitað ekki komist svona langt með verkefnið sem ég er að gera.

En dóttirin er þrjósk og reynir hvað hún getur til að fá sínu fram en það sem hún veit ekki ennþá er að mamma hennar er mun þrjóskari og gefur sig ekki og þetta verður því barátta þangað til önnur hvor (hún) gefur sig að lokum og sefur til hálf níu;)

Annars er verkefnið langt komið og þá tekur við eitt enn lítið áður en ég get farið að hlakka til Köben.

Ég verð soldið að leggja mig í dag þannig þið látið ykkur ekkert bregða ef símum og öðru slíku verður ekki svarað!

sunnudagur, september 09, 2007

Oh ég á eftir að gera tvö verkefni áður en við förum út...

og öðru þeirra þarf að skila á miðvikudaginn þannig að það er ekki seinna vænna en að fara að spýta í lófana. Verð lítið að hanga á Laugaveginum og á kaffihúsum næstu daga:(

Síðan er ég líka alveg úr æfingu í svona læriríi og þá maður einhvern veginnn 100 sinnum hægari í gang en ég veit að AFO ætlar að hjálpa mér. Nú getur hann borgað mér til baka alla þýskutímana sem ég tók hann í í MS;) Það var einmitt ein af hösl-línunum mínum þegar við byrjuðum saman, þ.e. að ég kæmi honum gegnum þýskuna...djók!

Fyndið líka hvað ég þarf alltaf að setja mig í alveg fáránlegar stellingar áður en ég byrja að læra, helst þarf allt að vera fínt í íbúðinni, eitthvað gotterí í skál og bækurnar fallega uppstilltar í kringum mig og já eyða tímanum í að blogga...

best að byrja á þessu...adios

föstudagur, september 07, 2007

Undur og stórmerki...

Ágústa Rut svaf ein í alla nótt í herberginu sínu án þess að rumska! Hún vaknaði að vísu að verða hálf sjö en ef við horfum fram hjá því þá er þetta náttúrulega algjör lúxus. Ég var auðvitað vöknuð upp úr fimm og hélt að eitthvað væri að og fór inn til hennar en þá lá hún bara steinrotuð!

Það var því kominn mikill hressleiki á heimilið fyrir sjö, AFO farinn að glamra á gítarinn og tölvan, sjónvarpið og útvarpið komið á fullt. Allir þvílíkt hressir svona vel úthvíldir;)

Er að fara í nudd og maska og litun og plokkun á eftir...smá því að ég eigi eftir að sofna smá!

Góða helgi!

fimmtudagur, september 06, 2007

6 mánaða!
Litla ÁRAN okkar er ekki svo lítil lengur heldur er eiginlega bara að verða krakki sem sefur í sínu herbergi:)

Hálft ár er skuggalega fljótt að líða!

miðvikudagur, september 05, 2007

Og já við erum komin með gamla heimasímanúmerið okkar: 517-4656, fyrir ykkur sem viljið hringja í heimasíma:)

þriðjudagur, september 04, 2007

Vó...

hvar skal byrja!

  • Erum flutt og búin að vera netlaus í tvær vikur út af veseni, alltaf gaman að veseni!
  • En erum rosa glöð í miðbænum en auðvitað endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að vera í Hvarfinu í sumar
  • Ágústa Rut er komin í sérherbergi og stóð sig vel fyrstu nóttina og líka pabbi hennar sem svaf á dýnu á gólfinu!
  • Skólinn kominn á fullt og strax komið að verkefnaskilum, gott að vera ekki í fleiri en 5 einingum með baby
  • Styttist í orlof hjá AFO og vinnu hjá mér, nennum ekkert að ræða það núna...
  • 11 dagar í Köbenferð
  • Nýjar myndir inni á www.123.is/agustarut, muna að kvitta í gestabók
  • Og bara endalaus hamingja
  • Lofa betri og bættum tímum hérna hjá Bekkpressunni...

tjúss!