miðvikudagur, maí 19, 2004

Heyja hey hey heyja.....

Var að skella inn link á Eggsterinn en hann er varnarköggull í FRAM og stóð sig alveg feiknavel á sunnudaginn var.

Djö...var gott að sofa út, ekki seinna vænna, dagurinn byrjaði síðan bara á því að ég var sett í viðtal á Skonrokk!! Bloggsíðan okkar FRAMkvenna er að vekja svona líka mikla lukku...Valtýr Björn bara hress í beinni...ég tók smá skot á hann út af stærðinni, vona það það hafi ekki hitt illa í mark!!

Í kvöld er síðan þvílíkt djamm í Kennaraháskólanum, fríar veigar og alles....ekki leiðinlegt það.

Skelltum okkur á Pablo í gær...úff hvað var gaman að hlægja svona mikið...fannst samt Loftus gaurinn eiginlega bara fyndnari og svertinginn fór alveg á kostum. Fínasta skemmtun það.

Leikur á morgun í Eyjum...ég verð því miður að vinna en verð með útvarpstæki inn á lager...koma so strákar skellum okkur á 3 stig í Eyjum!!

En þangað til næst lifið heil!!

Lindan

mánudagur, maí 17, 2004

Búin í prófum!!

Já það koma að því, kláraði það síðasta í dag og var einhvern veginn ekki alveg í stuði fyrir þetta...vildi standa mig fyrir meyva en amalía stuðaði mig. Nú er það bara eintóm gleði og glaumur og ekki skemmir það að FRAMARAR eru efsir í deildinni eftir stórsigur á Víkingi í gær.

Tókum nett og gott spekingaspjall eftir leikinn, ég, marghuga, Dæsí, Erna beib og Auður litla, mössuðum þetta á einum og hálfum tíma og fórum svo heim og sváfum í 4 time nema multible mind sem þarf alltaf aðeins að gera meira en hinir og sendi sms trekk í trekk til að leiðrétta villur síðan úr spjallinu.

Ég og rexið mitt byrjum að vinna á næsta fös...vinna nei þetta verður skemmtun...litla og stóra láta sko ekkert stöðva sig.

Á miðvikudaginn verður síðan brjálaður lokafögnuðurinn uppi í skóla. Bjór og vín á spottprís og ég ætla reyna að draga einhvern karlpening með mér fyrri gellurnar sem eru á lausu...bara láta vita ef einhver hefur áhuga!!

Á miðvikudaginn á held ég líka að vera karókí í adidas eða hvað...veit einhver??

Sigurvegari úr snillingakassanum fyrir spekinga er Marghuga fyrir frábærar jóga og öndunaræfingar á meðan á lestri stóð.

Later
Lilly

miðvikudagur, maí 12, 2004

framkonur.blogspot.com

Sett hefur verið á laggirnar bloggsíða tileinkuð öllum FRAMkonum nær og fjær....tjékkið á henni

Bið að heilsa í bili

góðar kveðjur,
Lilly

sunnudagur, maí 09, 2004

Meira sukkið á manni!

Ég borðaði 9 súkkulaðikleinur í gær....einn draum og smá sambólakkrís....svakalegt hvernig prófin fara með mann, maður verður víst að viðhalda brennslunni eða svo segir Mag sem er búin að hlaða í sig alla helgina...fékk meira að segja tertu eins og verður í veislunni hjá prinsinum!!

Kveðjur til allra....eftir viku eru prófin búin á morgun gaman gaman

Lindan

laugardagur, maí 08, 2004

Stiftamtmaðurinn lætur illum látum!!!

Ég vil óska stiftamtmanninum innilega til hamingju með verðlaunin frá Landsbankanum og óska ég þess að þetta verði til þess að fíflagangi hans muni aldrei linna....

En stiftamtmaðurinn er góðvinur minn hann Bjarni Þór Pétursson sem var rétt áðan í sjónvarpinu sökum verðlaunanna.

Til hamingju enn og aftur.

Lilly

fimmtudagur, maí 06, 2004

þetta finnst mér frekar fyndið
...merkisdagur

..náðum í hel má ma út á flugvöll í gærmorgun...svakalegt alveg hvað hann er orðinn mikill Bandaríkjamaður!

..síðasti þátturinn af Sex and the city í kvöld...can´t hardly wait...wait samt hvernig þetta endar.

..ég og mag vorum að velta því fyrir okkur með púffteygjurnar hvort þær væru ekki alveg out...samt er kona sem við þekkjum oft með tíkarspena og púffteygjur...hvað er það?

..hlotnaðist sá heiður í gær að vera á eftir Liesel í stærðfræðiprófinu....get ekki sagt annað en að það hafi komið sér vel fyrir mig...segi ekki meir um það!!

Lífið er þó alltaf jafn yndislegt þessa dagana...spurning hvort það er eins hjá Stiftamtmanninum sem ég hef ekki heyrt í lengi en það lítur út fyrir að hann verði einn í holugreftri í sumar þar sem flestir góðvinir hans munu starfa prúðmannlega klæddir í banka einum kenndum við Landið vor...

Ég kveð að sinni og bið ykkur um að fara varlega...

sunnudagur, maí 02, 2004

Signý bekkjarsystir eignaðist strák í morgun....til hamingju elsku Signý!!

Biðst afsökunar Auja.....

laugardagur, maí 01, 2004

Skipulagsplön..

Hvernig er það maður gerir sér skipulagsplan þar sem maður ætlar sér svona aðeins of mikið.....(svona til að saxa á frumlesturinn, jæja maður gerir annað, ekki eins þjappað.....nei sér fram á að það gengur ekki upp....þriðja tilraun, eins lítið plan og hægt er...nánast ekkert......og hvað gerist jú það gekk ekki upp..Einmitt

Kannast einhver við þetta....einhver?

Variables and Equations
Are you in mood for math..call me because I am.....

Kom heim úr vinnunni og á rúminu mínu var skókassi með fallegum bláum skóm sem mig langaði svooooooo mikið í.......alltaf gaman að fá óvæntar gjafir......

Aftur í líkindin.....áfam gakk

Linda í turkysbláum skóm......
...Beatrix Kiddo í ham...

Já, er í ham líkt og Beatrix og gæti auðveldlega köttað nokkra í búta með Hanzo sverðinu mínu....nefni engin nöfn!!

Já var á Kill Bill II í bíó...mikið svakalega er hún góð...10X betri en sú fyrri!!

...sé þig á morgun Helga mín þetta var geggjað í dag.....koma soooo í armbeygjunum!!

Passið ykkur á mér....