þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Á næstu dögum og vikum er ég að fara að:

  • Flytja
  • Mæta í staðlotu í skólanum
  • Fara til útlanda

Allt frekar stórir viðburðir að mínu mati og bækurnar sem ég er að fara að lesa ó men þær eru þykkar og á ensku! En það reddast líkt og allt...

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Fyrir ári síðan, komin rétt um 3 mánuði á leið, setti ég mér takmark að hlaupa 10 km að ári liðnu!

Takmarkinu var náð í gær! Hér kem ég svífandi létt á mér í mark eftir 58 mín.;)

En það hefði ég aldrei getað án systra minna tveggja sem hvöttu mig áfram en hér erum við með þjálfaranum okkar sem kenndi okkur að gera alltaf okkar besta og að það væri ekkert "elsku mamma"

Harpa var ansi lúmsk og talaði um einhver íþróttameiðsl í vikunni en skaut síðan systrum sínum ref fyrir rass og kom rúmum þremur mínútum á undan okkur í mark, Svava var 15 sek. á undan mér og ég rak síðan lestina með dáldið þungum skrefum þarna í lokin eins og AFO orðaði það en hann var svo elskulegur að smella af mér mynd þarna í lokin;)

Ég verð þó að viðurkenna að þegar hlaupið var hálfan flaug í gegnum hugann á mér hvað ég hefði eiginlega verið að pæla þegar ég tók ákvörðun um að fara í þetta, lítið sem ekkert æfð og með ekkert úthald, en þarna sýndi það sig og sannaði að keppnisskapið og hugarfarið kemur manni ansi langt! Takk allir fyrir stuðninginn sem komu að horfa á:)

Menningardagurinn var síðan mjög skemmtilegur og við röltum um bæinn og hittum mann og annan, brögðuðum á blóðbergsdrykk Haffa, hlustum á Siggu syngja og enduðum síðan daginn á því að sjá Megas á Miklatúni....

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Ég fór í vinnuna í dag...

í tvo tíma og vá hvað ég er þreytt! Eins gott að ég á tæpa 3 mánuði eftir af fæðingarorlofinu:)
Ágústa Rut var hjá ömmu sinni og langömmu á meðan og þær fengu nú ekki mikið fyrir peninginn því hún svaf eiginlega allan tímann! Dugleg stelpa...saknaði samt örugglega mömmu sinnar og mamman stelpunnar sinnar.

Nú fer ég ekkert aftur í vinnuna fyrr en 6. nóv. en þangað til ætla ég sko að njóta þess að knúsa litlu mús því það verður örugglega rosalega skrýtið að vera frá henni allan daginn en hún er nú svo heppin að fá að vera hjá pabba sínum á meðan, hann er náttúrulega eins og flestir vita einn sá allra hressasti!

Ég verð samt sú allra hressasta með 30 stærðfræðitíma á viku;) Einhver í vandræðum með margföldunartöfluna?

Held að það sé kominn tími á smá kríu barasta..

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Ég elska svona kvöld...

þegar maður kemur heim í hendingskasti með þreytt og svangt barn, hendir í graut, gefur brjóst, skellir í bað, kúrar smá, kemur í háttinn....

og svo hefst frágangurinn, hvar skal byrja, jú setja vélina af stað, ganga frá þvotti, moppa yfir gólf, þurrka af borðum, ganga frá smá útileigudrasli sem gleymdist í jeppanum...o.s.frv.

og það skemmtilega við þetta er að maður getur verið að tala við eina bestu vinkonu sína í símann allan tímann! Verst samt að maður missir eina hönd en ég er hvort sem er orðin nokkuð vön því með barn á handlegg. Hún missti samt báðar því ég veit að hún var að prjóna allan tímann og hlýtur að vera með krónískan hálsríg eftir hátt í klukkutímasímtal og hvað vorum við að tala um, jú allt og ekkert en allt saman alveg hreint bráðnauðsynlegt!

Eftir símtalið fer maður síðan í heita, heita sturtu og ber á sig lotion, rakar lappir og gerir sig smuk fyrir unnustann sem er að detta í vikufrí (svipað og þegar menn koma í land)

því næst er að málið að ná sér í eitthvað gómsætt og klessa sér síðan fyrir framan imbann og fylgjast með Meredith og félögum eða sem gæti verið fýsilegri kostur, lesa girnilegar bækur um matargerð fyrir börn og búddisma og mæður eða já eina skólabók...því þetta var allt saman að detta í hús nú í kvöld!

en best af öllu væri auðvitað að AFO myndi detta óvænt í hús upp úr miðnætti...búinn að fá sig fullsaddan af geðsjúklingunum, en það er væntanlega ekki að fara að gerast. Ég hlakka til þegar ég hætti að fara ein að sofa, það er alveg ómetanlegt að hafa einhvern hjá sér...beggja vegna:)
Flotta "meðal" stelpan mín...

Var í 5 mánaða skoðun í dag og er orðin heil 7 kg og 65 cm þannig að þegar hún verður búin að vaxa um 90 cm í viðbót verður hún orðin jafnstór móður sinni!

Ljósan hafði orð á að hún væri bara alveg á meðaltalinu, algjört meðalbarn sem fæddist samt frekar lítil...en pabbinn var nú alltaf vel yfir meðallagi og móðirin dáldið undir þannig að það er kannski ekki skrýtið að hún detti akkúrat þarna á milli;)

Síðan fór hún eiginlega bara ekkert að skæla undan sprautunni og hagaði sér eins og algjört sparibarn! Og núna eigum við bara að fara að hætta næturgjöfum, spurning hvort hún verði jafnmikið sparibarn þá;) Annars hefur hún bara verið að drekka einu sinni undir morgun sem mér finnst nú ekkert agalegt en verður fínt að vera laus við...

mánudagur, ágúst 13, 2007

Hvað haldiði að hafi verið að detta í hús?

Grey´s önnur sería en svona amatörar eins og ég eru ekki búnir að horfa á hana....

þannig að sjáumst eftir 27 þætti;)

Og já kom beint frá Ameríkunni, helmingi ódýrara en hér og samt með sendingarkostnaði!

4 dagar í hlaup...allir að æfa???

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Í augnablikinu er...

  • þvottur í bala
  • þvottur í þurrkara
  • þvottur í vél
  • og...þvottur í körfu!

Þannig að núna þarf að:

  • ganga frá úr bala
  • setja úr þurrkara í bala
  • og úr vél í þurrkara
  • og svo meira í vél...

Hvaðan kemur allur þessi þvottur? Mætti halda að við værum 30 en ekki 3!

Annars er ég með rosalega mikla tannholds- eða kinnholubólgu sem er alveg rosalega pirrandi...urrrrrr

Fór í IKEA áðan, merkilegt hvað maður nær alltaf að kaupa eitthvað allt annað en maður ætlaði, ég náði samt að takmarka mig en þurfti líka að skilja allskyns dót eftir sem ég hafði sankað að mér!

laugardagur, ágúst 11, 2007

Kannski spurning um að fara að fjárfesta í nýjum tannburstum...

gleymdum okkar á Klofa og erum búin að deila einum gulum Georg og félagar alla vikuna! Ekkert slæmt svo sem að deila með AFO en samt svona betra að vera með sinn;)

Góða Gay helgi...

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Þegar ég horfi á "So you think you can dance" fæ ég svo mikinn fiðring í lappirnar að mig langar helst að standa upp og fara að dansa...

ég voooooooona svo innilega að AFO samþykki dansnámskeið sem ég er að reyna að pína hann á - ég bara verð að komast að dansa..

en að öðru - í nótt tókum við gott *trix* á Ágústu Rut, þegar hún vaknaði þá faldi ég mig hálfpartinn undir sænginni og auðvitað tútturnar með og AFO tók hana upp. Það vildi nú ekki betur til en barnið sofnaði bara um leið í fanginu á honum á meðan hún hefði sko heimtað túttur hjá mér! Nú lendi ég samt í smá vandræðum því næstu vikuna er ég einstæð eða svo gott sem, allaveganna á nóttinni en það skiptir kannski ekki máli því barnið virðist alltaf velja vikurnar sem pabbinn er í fríi til þess að vera með smá vesen...en hún er samt auðvitað stilltasta og prúðasta barnið í heiminum;) Eða svona allaveganna ansi nálægt því;)

Ég var að setja myndir inn í ágúst albúmið af heimsókn okkar mæðgna í dag til Guðrúnar Bjargar og Karólínu Bjargar en þar hittust litlu Laugalækjarprinsessurar allar í fyrsta skiptið.

mánudagur, ágúst 06, 2007


Klofinn í herðar niður, 5 mánaða títla og smá kvef...


Þá er Klofahátíðinni 2007 lokið og tókst með eindæmum vel. Ég var að vísu smá félagsskítur enda smá aukaálag á manni að vera með 5 mánaða í útileigu þannig að AFO sá svona aðallega um social partinn af okkar hálfu;) Hátíðin tókst í alla staði vel þrátt fyrir rokrassgat, Heisi Ká var klárlega klofinn í herðar niður og Haffi Tull hetjan í boltanum. Ég setti eitt mark enda mætt sterk til leiks eftir fæðingarorlof...við vonum að allir gestir hafi farið glaðir heim!


Litla títla er síðan 5 mánaða í dag og nældi sér í smá augnkvef á Klofanum en stóð sig líka eins og hetja í fyrstu útileigunni sinni, ekkert smá álag að sofa í fellihýsi;) Við vorum síðan svo þreytt fjölskyldan í gær að við fórum að sofa klukkan tíu!


Vonum að kvefið kveðji okkur sem allra allra fyrst en annars erum við bara hress sem fress..


Ég setti inn einhverjar 70 myndir af hátíðinni inn á síðuna hennar Ágústu Rutar, þið hafið bara samband ef þið fattið ekki lykilorðið!

Ein hérna líka af 5 mánaða skvísunni með fljótandi augun sín!

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Besta stelpan...

Litla sætasta var í pössun hjá ömmu Ágústu og afa Heiðari frá hálf fimm til átta og var voða voða góð;) Á meðan fóru mamma hennar og pabbi að æfa sig, mamman að hlaupa og pabbinn að lyfta. Síðan fóru þau á Eldsmiðjuna þar sem fyrrnefnd móðir borðaði 5 sneiðar! Enda búin að hlaupa mikið. Eftir pizzuna röltu þau um miðbæinn og enduðu svo á Hagamelnum:) Þá vildi dísin fá foreldra sína aftur enda kominn laaaaangur tími síðan hún sá þau síðast. Hún var ótrúlega glöð þegar hún komst að því að þau voru ekki farin að eilífu og hló og skríkti:) Svona er maður nú mikilvægur!

-Núna erum við bara að pakka-

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Ég er dáldið í listunum núna...

fyrir Klofann sko, mikið af drasli sem fylgir 3 manna familíu:

einn matarlisti með öllu sem þarf að kaupa
annar með því sem er til
þriðji með dótinu hennar ÁRA
fjórði með dótinu okkar
og svo
fimmti og sjötti og sjöundi...

og síðan tjékk og tjékk og tjékk

Er síðan bara spáð rjómablíðu um helgina;)