mánudagur, nóvember 08, 2010

Þá er ég loksins búin að hlaða inn októbermyndum og nokkrum nóvember:)

Þetta tekur sinn tíma þegar er mikið að gera og myndainnsetning einhvern veginn ekki það fyrsta sem maður hugsar um þegar kemur loks breik!

En október er búinn að vera skemmtilegur - afmæli húsfreyjunnar, afmæli Elds, afmæli Don Ruth, brunch hér og þar og mikill dans og mikil vinna:)

Nóvember byrjar vel með tveimur frábærum tónleikum, GRM á fimmtudaginn voru frábærir og Palli og sinfó þeir allra allra bestu sem ég hef farið á, hvaðan fær maðurinn alla þessa orku og jákvæðni! Síðan tókum við Álfur á móti jólabjórnum á föstudagskvöldið ásamt Hjalla, Búgga, Nínu og Loga og skemmtum okkur konunglega:) Vorum með rosaplön um vatnsglös á milli og síðasta strætó heim um miðnætti - það datt einhvern veginn allt upp fyrir!

Núna er svona mesta álagið í dansinum búið fyrir jól, einhverjar sýningar eftir en alls ekki eins mikið og er búið að vera.

Framundan er kósý bústaðaferð og jólahlaðborð með öllu tilheyrandi og hér á bæ er komin þvílík tilhlökkun fyrir jólunum og ekki seinna vænna en að fara að henda gjöfunum upp í Excel og ákveða smákökusortir og jólakortamyndir.

Engin ummæli: