mánudagur, maí 17, 2004

Búin í prófum!!

Já það koma að því, kláraði það síðasta í dag og var einhvern veginn ekki alveg í stuði fyrir þetta...vildi standa mig fyrir meyva en amalía stuðaði mig. Nú er það bara eintóm gleði og glaumur og ekki skemmir það að FRAMARAR eru efsir í deildinni eftir stórsigur á Víkingi í gær.

Tókum nett og gott spekingaspjall eftir leikinn, ég, marghuga, Dæsí, Erna beib og Auður litla, mössuðum þetta á einum og hálfum tíma og fórum svo heim og sváfum í 4 time nema multible mind sem þarf alltaf aðeins að gera meira en hinir og sendi sms trekk í trekk til að leiðrétta villur síðan úr spjallinu.

Ég og rexið mitt byrjum að vinna á næsta fös...vinna nei þetta verður skemmtun...litla og stóra láta sko ekkert stöðva sig.

Á miðvikudaginn verður síðan brjálaður lokafögnuðurinn uppi í skóla. Bjór og vín á spottprís og ég ætla reyna að draga einhvern karlpening með mér fyrri gellurnar sem eru á lausu...bara láta vita ef einhver hefur áhuga!!

Á miðvikudaginn á held ég líka að vera karókí í adidas eða hvað...veit einhver??

Sigurvegari úr snillingakassanum fyrir spekinga er Marghuga fyrir frábærar jóga og öndunaræfingar á meðan á lestri stóð.

Later
Lilly

Engin ummæli: