miðvikudagur, júní 16, 2004

Lilly mætt á svæðið!!

Eins og mönnum er kannski orðið ljóst þá hef ég ekki látið sjá mig mikið í bloggheiminum upp á síðkastið!!

Ástæðan er einföld, ég ætla taka mér sumarfrí frá blogginu og mæta aftur spræk þegar ég fer til Ítalíu þann 1. sept.

Annars er allt það besta að frétta...ég er að sendast í dag eins og ég var alltaf í í fyrra...þetta er voða næs, fæ síma, hlusta á útvarpið og keyri bæinn á enda. Á morgun ætlum við Andri með Möggu og Andra í ævintýraferð, ferðinni er heitið á Hveravelli. Þetta verður án efa spennandi fyrir okkur borgarbörnin. Um helgina ætlum við síðan að skella okkur í bústað í Þjórsárdal, nú er bara að leggjast á bæn og vona að það verði ekki æfing á laugardaginn :)

Bið að heilsa í bili og sjáumst hress í haust.

Lindan

Engin ummæli: