föstudagur, ágúst 27, 2004

Heilir og sælir mínir kæru vinir!

Nú þarf maður aldeilis að fara að taka á honum stóra sínum eins og sagt er. Stefnan er sett á Ítalíu eftir 5 daga nánar tiltekið á hafnarborgina Genova, en þar mun ég verða búsett fram að jólum og mun halda uppi þessari forláta bloggsíðu sem hefur nú aldeilis tekið stakkaskiptum sökum hæfileika góðvinar míns Einars úr Grafarvoginum. En hann á heiðurinn af þessari síðu. Takk fyrir það Einar yndi.

Í kvöld smellti ég mér í bíó ásamt vinum mínum þeim Andra Fannari (og sambýlismanni í 5 daga í viðbót), Viðari Guðjónssyni betur þekktur undir nafninu Keðjan og hinum eina sanna Stiftamtmanni sem hefur tekið upp hina nýju nafngift Íslands eini sanni sms kóngur. Við ákváðum að bregða okkur á Mc Donald´s myndina Super Size Me og urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Myndin hafði þau áhrif á skyndiLinduna að hún mun aldrei aftur bragða á borgurum frá þessum stað!! Þvílíkur viðbjóður.......

Með þessari stuttu innkomu minni býð ég ykkur að fylgjast með æsispennandi för minni til Ítalíu ásamt mínum ástkæra skáta Hrafnhildi.

Arrivederci
Belinda Hunt

Engin ummæli: