mánudagur, apríl 17, 2006
Mikið hlakka ég nú til þegar reykingar á skemmtistöðum verða ekki leyfðar. Ég held svei mér þá að ég hafi fengið reykeitrun á Kaffibarnum í gær...
Vaknaði um sjö í morgun eftir aðeins þriggja tíma svefn og var að drepast í maganum og með þannig að bragð uppi í mér eins og ég hefði reykt svona ca þrjá pakka. Þetta var ógeð en það breytir því samt ekki að það var ótrúlega gaman á KB í gær. Ekki oft sem bæjarferð vekur lukku!
En þarna var saman komin ótrúleg grúbba, fyrst var það ég, AFO, Hjallah og Regína sem fórum saman til að hitta tvo lyfjafræðifélaga hans Hjalta, Jóa og Atla. Það kom síðan í ljós að Atli er besti vinur Kobba (Sóleyjarkobba) og bonduðum við þannig. Rex birtist rétt á eftir og féll auðvitað beint inn í hópinn. Síðan kom Tommi Hermanns, Sindri og Hannes sem ég dansaði eitt sinn við, Tommi og Sindri þekkja AFO og Hjallah og Hannes þekkir mig og Atla, nýtt bond komið. Einnig birtist Gylfi litli fyrrverandi hennar Regínu sem þekkir okkur flest öll. Því næst birtust Inga litla og Siggaliggalá sem þekkja eiginlega okkur öll og þarna sannaðist það að Ísland er það allra minnsta sem fyrir finnst...
Takk fyrir kvöldið:)
Þorgrímur Þráins!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli