Hanakambur á Kambsveginum...
Við fengum Kambsveginn afhentan í gær. Það var afar ánægjulegt, sérstaklega eftir að hafa elt umboðsmann leigusalans út um allan bæ til að fá undirskrift, náðum honum síðan loksins á Dillon!
Við vorum eiginlega að koma heim úr nýja kotinu okkar en ég er búin að vera nokkuð sveitt síðan í gær að undirbúa málningu (Andri var sumsé í prófi í dag en ég í tjilli því ég á bara eftir að flytja einn fyrirlestur og þá fer ég að titla mig sem grunnskólakennara). Ég ákvað því að plata hann með mér í kvöld til að klára að sparsla í síðustu götin og losa rafmagnslok og svona en á morgun verður málað. Áður en ég vissi af var ég farin að sparsla í holurnar og skrúfa lok af en hann stóð í eldhúsinu og velti fyrir sér hvernig dúk væri nú flottast að hafa á borðinu...já svona eru nú misjöfn hlutverkaskiptin!
Ég hringdi þá bara í Lottó minn mann og hann kom og hjálpaði mér aðeins:) Svo ég tali nú ekki um pabba pottþétta sem er mín hægri hönd þegar kemur að svona framkvæmdum:)
Í fyrramálið ætla ég samt að bregða mér í hárlitun og er mikið að gæla við það að verða dökkhærð og þá er ég ekki að tala um nokkrar dökkar strípur heldur bara DÖKKHÆRÐ..
Sjáum til hvort ég guggni...
Góða nótt
Litla málarastelpan sem er ótrúlega spennt að flytja í litla kotið á Kambsveginum:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli