What is love...
Ég fór að vinna á 12 ára balli á síðasta föstudag í félagsmiðstöð einni hér í bæ. Einhverra hluta vegna hélt ég að þessi böll væru búin að breytast eitthvað síðan ég var í 12 ára bekk en svo er greinilega ekki. Gamlir smellir eins og I like to move it move it... og What is love.. . voru spilaðir við frábærar viðtökur allra og ekki síst mín og Bjargar sem rifjuðum upp gamla tíma síðan í Tónabæ!
Af Kambsveginum er allt gott að frétta og búið að mála kofann. Ég og AFO hjálpuðumst að með fyrri umferðina og svo kom afi speedy gonzales og kláraði þá seinni með mér. Ég hafði að vísu ekkert í hann í þessu málningarstússi! Í kvöld ætla ég að raða í litla eldhúsið mitt. Ég var svo heppin að erfa fullan kassa af fallegum hlutum frá ömmu minni henni Svövu:)
Á morgun er eitt stykki málþing í skólanum þar sem ég og Selma munum flytja niðurstöður úr rannsókn sem við gerðum. Og þá er skólinn alveg búinn! Jebb útskrift 24. júní:)
Þar til næst...
Koparbrúnhærða stúlkan!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli