þriðjudagur, janúar 29, 2008

Við erum komin heim frá London

  • Ferðin var snilldineindauðans.is/ eins og Andri myndi orða það.
  • Hvíldumst vel og mikið
  • Fórum á fyrirlestur í Birkbeck University um geðrof, AFO glósaði yfir 5 síður en ég einbeitti mér að því að einbeita mér og halda mér vakandi!
  • Fórum að borða á Basuba Eathai sem var geðveikur, smökkuðum smokkfisk, sverðfisk, ribeye, kjúlla, rækjur og fleira og fleira.
  • Kíktum síðan auðvitað á Freud safnið og Tate Modern
  • Röltum um Camden Town
  • Og höfðum það bara eins huggulegt og mögulega gerist
  • London fær fullt hús stiga frá okkur:)

Á föstudaginn fáum við síðan Laugarnesveginn afhentan og getum farið að spekúlera hvað við ætlum að gera áður en við flytjum inn en það verða engar stórframkvæmdir því fjárhagurinn leyfir það ekki fyrr en ég verð bankastarfsmaður og Andri fjármálaráðgjafi (sem verður náttúrulega aldrei) þannig við bíðum bara þangað til laun kennara hækka!

Við erum að sjálfsögðu alveg svakalega spennt að fara svona í okkar eigin og gera allt eftir okkar höfði. Ótrúlegur rússíbani sem þessi íbúðakaup geta orðið og magnað að ekki er nema mánuður síðan við skoðuðum þessa íbúð og nú er hún okkar:) Ég held ég hafi varla sofið heila nótt yfir áhyggjum allan janúar....

Ég er jafnvel að hugsa um að sauma eldhúsgardínurnar sjálf og hana nú!

Það verður þá væntanlega 1 árs afmæli í okkar eigin íbúð, þarf maður ekki að fara að skipuleggja það sem fyrst?

Ætla henda inn nokkrum nýjum myndum á síðuna hennar Áru...

Engin ummæli: