þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Hér er ég...

alveg stálslegin þrátt fyrir það að vera hvorki með lyktar- né bragðskyn! Í kjölfarið af þessari endaleysu pantaði ég mér tíma hjá háls-, nef- og eyrnalækni og á að mæta til hans á fimmtudaginn. Ég vona svo sannarlega að hann geti leyst öll mín hor- og drulluvandamál.

Ferðin til Cambridge var frábær í alla staði og þjappaði mínum frábæra kennarahópi enn betur saman. Núna er vinnan líka hafin á fuuuuuuullu og dáldið brött brekka þegar maður byrjar árið á svona utanlandsferð en allt hefst þetta þó að lokum og alltaf er þetta nú jafngaman.

Ágústa Rut eða Ága eins og hún kallar sjálfa sig er auðvitað alltaf sami æðibitinn og talar orðið út í eitt og skilur bókstaflega allt í heimi eða svona eiginlega. Okkur finnst hún auðvitað klárasta eins og hálfs árs barn sem til er en hún virðist geta sagt orðin með eða án greinis og gerir greinarmun á hvort hún segir hjól-ið eða hjóla, ok allaveganna teljum við okkur trú um þetta og er það ekki bara í góðu lagi að finnast sinn fugl fugla klárastur;) Hún er svo heppin að eiga yndislega ömmu sem hugsar um hana allan daginn meðan foreldrarnir vinna fyrir reikningunum en við krossum þó samt putta um að hún geti byrjað í leikskólanum í lok september.

Jæja ég á víst einhverjar myndir á lager sem ég gef mér vonandi tíma til að setja inn en núna er það koddinn sem kallar enda danskennsla 12 ára barna 8:10 sharp...ég meina hvaða 12 ára barn elskar ekki að dansa???

Engin ummæli: