Markvert og ekki svo markvert...
Undanfarin þrjú kvöld höfum við AFO eldað þrjá góða rétti úr bókinni "Eldað í dagsins önn" -fljótlegir og hollir heimilisréttir. Fyrst ber að nefna Indverskan grænmetis- og lambakjötsrétt að viðbættum "smá" cayanne pipar frá AFO sem gerði hann ansi sterkan og góðan fyrir hverskyns kvefdrullu. Tengdaforeldar mínir komu í mat og kunnu vel að meta.
Í gær var það síðan kjúklingabaunaréttur, dásamlegur og hollur og það er mjög sjaldgæft að ég beikon-bomban kunni að meta slíka rétti.
Í kvöld var það spergilkálssúpa og kartöflur í ofni með hvítlauk og engiferrót. Hollt og gott og nauðsynlegt að fá sér góða súpu þegar kólnar í veðri.
Á morgun ætla ég að demba mér í "Fljúgandi Jakob" en í honum eru 5 beikon sneiðar og fæ ég þá þeirri þörf aðeins svalað;)
Mæli með bókinni, ég er ekki frá því að það verði bara skemmtilegt að elda með þessar uppskriftir, í það minnsta fyrir svona húsmæður eins og mig sem eru með 10 þumalfingur þegar kemur að eldamennsku!
Flensan í síðustu viku var heldur leiðinleg verð ég að segja, fékk hita í 6 daga og þurfti svo alveg góðan tíma til að jafna mig en er stálslegin í dag. Hef fengið ca. 5000 fyrirspurnir um hvort að þetta hafi verið svínaflensan en ég er lítið í að sjúkdómsgreina sjálfa mig og get því engu svarað - líkur á því samt tiltölulega háar.
Í dag eignaðist ég svo nýjan "vinkonuson" hennar Auðar Öglu og hans Eyfa. Myndarpiltur, ekki nema 19,5 merkur og því engin smásmíði, fæðist bara 3 mánaða og gott betur. Nú hef ég ekki fætt barn gegnum fæðingaveginn en ég geti svona ímyndað mér að þetta hafi verið smá átök!
Bið ykkur svo bara að lifa heil og ég ætla ekki að láta þetta blogg mitt drabbast niður en svona er þetta bara stundum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli