sunnudagur, nóvember 15, 2009



Er ekki kominn tími á myndir! Það held ég nú, restin af október komin inn og fleiri nóvember bíða. Nokkrar af skötuhjúunum hér til hliðar en þau eru nú meiri krúttin.

Allir hressir hér á bæ og heilmikil tilhlökkun komin fyrir jólunum og öllu því stússi sem þeim fylgir. Við ætlum að halda fyrstu jólin okkar hérna á Laugarnesveginum sem verður yndislegt. Don Ruth og Lottó borða með okkur og svo kíkja Grunnararnir örugglega seinna um kvöldið.

Svínaflensusprauta á alla familíuna á miðvikudaginn svo það sé nú komið fyrir hátíðirnar.

Annars bara notaleg heit á góðum sunnudegi með Cocoa Puffs og góða bók.

Aðíós

Engin ummæli: