sunnudagur, nóvember 29, 2009

"Fyrsti í aðventu"

Við eyddum helginni með þessu dásamlega fólki í bústað á Flúðum. Þar gerðu konur, menn og dætur vel við sig í mat og drykk, ásamt því að slaka vel á og nýta hverja mínútu til hvíldar og svefns! Ferðin bar þess þó merki að með í för voru tvær orkumiklar stúlkur og þar af leiðandi fóru allir snemma að sofa og síðan að sjálfsögðu snemma á fætur. Á meðfylgjandi mynd er verið að nýta síðustu afganga af öllu matarkyns sem var m.a síld í sinnepssópu, roast beaf salat, nautalund með soyasósu, wasabi og engifer, ostar, vínber og jólaöl. Þetta er lífið krakkar mínir:)


Þegar heim kom tók við afar "óaðventulegt heimili" og engin brjálæðisleg stemning til að fara að græja það eftir að búið var að ganga frá öllu ferðadótinu en með sameiginlegu átaki okkar hjóna (og mömmu með því að gefa seríuna) og auðvitað splunkunýrri verkfæratösku sem hefur að geyma allt sem þarf til að festa upp meðfylgjandi seríu er heimilið okkar orðið afar jólalegt og búið að kveikja á fyrsta kerti aðventunnar. Að loknu verki skáluðum við í einum jólatuborg - minna má það nú varla vera. Fleiri bústaðamyndir á morgun! Aðíós.




Engin ummæli: