þriðjudagur, júlí 27, 2010

Loksins er ég búin að setja inn á annað hundrað myndir úr paraferðinni góðu og munið að þarna eru bara tvö pör á ferð í allskyns sprelli og skemmtun og þess vegna eru bara myndir af þeim...eða svo gott sem:) Njótið vel...

Ég er síðan með annan eins skammt úr yndislegu sumarfríi okkar sem hefur verið dásamlegt það sem af er - bústaðaferð með góðum vinum og frábær skemmtun á Mærudögum á Húsavík þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti í heimahúsi með fulla þjónustu, skoðuðum Hvali og kíktum í Ásbyrgi svo eitthvað sé nefnt:)

Klofi Tómasar frænda rétt handan við hornið og alltaf tilhlökkun fyrir þessa hátíð sem enginn veit þó hvernig verður hverju sinni!

Engin ummæli: