Föstudagurinn 4. febrúar var tileinkaður degi stærðfræðinnar. Þemað í ár var stærðfræði og spil og því fengu nemendur mínir að spila ýmis "misskemmtileg" stærðfræðispil að þeirra mati:)
Mæli til dæmis með þessari síðu fyrir þá sem hafa gaman af Set Game, bara velja daily puzzle og þá hefst keppnin!
Í tilefni dagsins ætla ég að birta þraut sem ég sá hjá kollega mínum, vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem verður fyrstur að leysa! Ég vil að sjálfsögðu fá að leið að svarinu meðfylgjandi.
Hvaða jákvæða heiltala N uppfyllir eftirfarandi fimm skilyrði:
1. N er slétt.
2. Þegar deilt er í N með 5 fæst afgangurinn 1.
3. N er margfeldi af 7.
4. N er minni en 1000.
5. Summa tölustafa N (þegar N er skrifað miðað við venjulegt tugakerfi) er 23.
Koma svo, kveikja á stærðfræðiheilanum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli