fimmtudagur, mars 24, 2011


Langamma 98 ára!
Í dag fagnaði hún Ágústa langamma mín 98 árum. Ótrúlegur aldur og hún svo spræk að halda veislu fyrir fólkið á deildinni hennar ásamt okkur fjölskyldunni. Allir sungu afmælissönginn fyrir hana og hrópuðu húrra!
Mér fannst samt best þegar hún sagði að þetta væri nú engin veisla, hún væri bara að gera þetta að gamni sínu fyrir gamla fólkið! Hún er aldursforsetinn á deildinni:)

Engin ummæli: