laugardagur, september 03, 2011

Þegar maður eignast almennilega myndavél verður svo þúsund sinnum skemmtilegra að taka myndir og þess vegna eru á annað hundrað myndir frá ágúst- mánuði inni á myndasíðunni:)

www.123.is/agustarut

Nú er formleg barnafataflokkun hafin á heimilinu sem excel skjalinu leiðist nú ekki, er að verða komin upp í stærð 92 og enn af nógu að taka - þó svo að meira en nóg sé til mun ég sem sérleg barnafataáhugamanneskja leyfa kaup á nokkrum flíkum í minnstu stærðum og einmitt þessa helgina er 50% afsláttur af öllu á Carter´s og við svo heppin að vera með allar þessar flugfreyjuvinkonur í kringum okkur sem ætla að ferja heim:) Ég meina hver sleppir jólakjól á 20 dollara?

Áran er spennt yfir komandi fjölgun og vildi hringja í leikskólann daginn sem hún fékk fréttirnar til að láta vita:) Næsta sem við vissum var að hún hafði sagt öllum að hún ætti von á systur og einnig að hún ætti að heita María! Þar vorum við nú ekki með í ráðum en hún sagði okkur þetta síðan seinna um daginn og bætti um betur með því að segja eins og ekkert væri sjálfsagðara að hún ætti að heita María Rut. Þá var tekið smá spjall um að foreldrarnir sæju nú yfirleitt um svona nafngift enda erum við með annað nafn í huga þó svo að María Rut sé mjög fallegt:)

Ég var líka að viðra það við hana hvort það gæti ekki verið að gaman að búa í útlöndum einhvern tímann og jújú hún var alveg til í það en sagði samt að þá þyrfti hún að giftast einhverjum enskum;) haha, róaðist samt strax aftur þegar ég sagði henni að hún gæti alveg gifts Eldi sínum. Hún spurði mig líka hvort að ég þyrfti að gifta mig aftur þegar ég eignaðist annað barn!

Vetrarrútínan er komin vel af stað og ég er svo mikið haustbarn að ég elska haustið og þegar byrjar að dimma og maður getur kveikt á kertum. Verður nóg að gera svo sem eins og alltaf en ég er samt ákveðin í því að vinna ekki lengur en til 9. des þó svo að ég verði ennþá alveg úberhress - taka skynsemina á þetta, maður er svo skynsamur alltaf hreint - right!

Við erum líka búin að hitta fæðingarlækni sem var klárlega waste of time en alveg efni í aðra færslu, aðalatriðið er þó að ég mun alltaf ráða hvað ég geri og því er stefnan sett á keisara milli jóla og nýárs - það er einhvern veginn meiri rómantík í kringum það heldur en 2. janúar sem er líka heldur nálægt settum tíma sem er jú þarna alveg í blábyrjun árs. Þetta kemur samt bara allt í ljós þegar nær dregur enda ekkert hægt að plana þegar kemur að þessum barnamálum - þau koma víst þegar þau eiga að koma eins mikil klisja og það er. Einhver góður maður líkti barneignum við gjafir - maður veit ekkert endilega hvenær maður fær gjöf og heldur ekkert hvernig hún verður - þannig er það nú bara.

Annars er bara mikil gleði á heimilinu yfir þessu öllu saman og álfurinn í maganum farinn að sparka duglega og láta finna fyrir sér. Ég er alveg súperhress og vona bara að það endist sem allra lengst:)

Har det brav....og nú mun þessi bloggsíða taka kipp fyrir alla þá sem búa úti og vilja fylgjast með gangi mála!

Engin ummæli: