mánudagur, september 12, 2011

Hitt og þetta...
Ára 4 ára: "Síðan fer litla systir bara út í vagn og við verðum bara tvær"

Þrátt fyrir spenning eru greinilega miklar pælingar um breytingar við komu þessarar nýju manneskju:)

Ára gisti síðan í fyrsta skipti hjá vinkonu sinni um helgina. Maður vanmetur þetta barn stundum alltof mikið, átti alveg von á símtali um að þetta væri ekki að ganga en gekk eins og í sögu sem betur fer:)

Ég ákvað síðan eftir miklar pælingar að skrá mig á jóganámskeið hérna í Borgartúninu, sama stað og ég fór með Áru þrátt fyrir að finnast þetta heldur væmið fyrir svona vélmenni eins og mig. Æfingarnar eru bara svo hrikalega góðar svo ég tali ekki um slökunina í lokin þar sem maður má sofna í 15-20 min ef ég man rétt. Fékk samt mátulegt refresh um væmnina þegar ég fékk póstinn um að ég mætti byrja: "Sæl og blessuð kæra Linda barnshafandi gyðja":) En gaman að því...barnshafandi gyðja - það er ég í hnotskurn!

Áran ætlar að prófa sundnámskeið en það er næsta stoppistöð í prógramminu "prófa sem flestar íþróttagreinar", nú þegar hefur dansinn, fótboltinn og fimleikar fengið falleinkunn um leið karlmaður birtist sem þjálfari, þessi elska erfði karlahræðsluna frá móður sinni en Sóley vinkona man nú vel eftir því þegar Gunna systir hennar þurfti alltaf að halda í höndina á mér fyrst þegar ég var heima hjá henni því ég var svo hrædd við bræður hennar og föður:)

En að sundinu sem er bara hérna uppi á Hrafnistu á sama stað og hjá sama kennara og við vorum í ungbarnasundi, frábært að geta labbað á staðinn og við mæðgur eigum örugglega eftir að eiga "kvolití tæm" í lauginni á þriðjudags-eftirmiðdögum.

Þessi vetur rúllar bara ljúflega af stað eins og þeir gera nú flestir nema hvað þessi er uppfullur af tilhlökkun og spenningi yfir desember mánuði og því sem framundan er.

Engin ummæli: