laugardagur, janúar 31, 2004

Jæja snillingur hún litla Linda er búin að fiffa commenta dálkana og þeir eru komnir á sinn stað....á nú ekki alveg allan heiðurinn af þessu og þakka ég því Jóni risa góða aðstoð...heyr heyr.
Gærkvöldið var þrælskemmtilegt og ég HDW og Ragga fórum á Caruso og fengum okkur ljúffenga pizzu og hálfmána.....kjöftuðum og kjöftuðum þangað til okkur var orðið illt í kjaftinum og lá við að við þyrftum að fara í sjúkraþjálfun eins og einu sinni þegar ég talaði svo mikið og tók svo stóra bita að ég þurfti að fara til sjúkraþjálfara í bylgjur!! Nóg um það, við skelltum okkur svo á Vídalín í kveðjupartý til Völu svölu sem var nú alveg 10X ofvirkari en venjulega og í svaka stuði.....við vorum reyndar eins og þrjár litlar kellingar miðað við fólkið þarna....sátum bara með enga drykki og kjöftuðum um barneignir hehe....létum okkur svo bara hverfa og ég skellti mér á Kofann þar sem gengið mitt var......Doktor, Rex, Viðutan og Bjadni.....sátum þar góða stund og spjölluðum um daginn og veginn og fiskibollur því það var svo mikil fiskibollulykt af Bjadna...hann gjörsamlega angaði......spurningin var samt hvort eru betri bollur...litlu lambaspörðin í dósunum sem mar setur karrýsósuna út á eða farsið sem er hnoðað í bollur...við vissum það ekki alveg!!
Eftir kofann lá leið okkar á Ara í Ögri þar sem var rífandi stemning og lifandi tónlist.....við sátum þar í dágóða stund og skoðuðum mannlífið...ekkert spennandi sosum nema kannski konan í kvennahlaupsbolnum og toppnum yfir og gaurinn með franskarnar sem var alltaf að sofna greyið!!!
Við píurnar unnum svo veðmál við drengina svo þeir fóru að ná í bílinn meðan að við biðum í hlýjunni.
Á sunnudaginn er svo skipulögð hópferð hjá okkur í messu í Laugarneskirkju.....hver haldiðið að hafi skipulagt það jú engin annar en andrinn og nýjasta nýtt er síðan að við skellum okkur í eitthvað hjálparstarf.....það vantar ekki hugmyndirnar.....jæja ég er búin að vera marga tíma að drösla mér fram úr rúminu og peppa mig upp í smá læradóm.....í kvöld er svo ammli hjá Sóley....nánar um það síðar...
later

Engin ummæli: