föstudagur, janúar 30, 2004

Ólukkukrákan Andri!!

jæja þá byrjar ballið....BLOGGA....ég er nú ekki svo viss um að ég sé rétta manneskja í þetta...voðalega tímafrekt sko!!! Best að byrja á að segja aðeins frá deginum í gær. Eins og alltaf á fimmtudagsmorgnum klukkan 6 lá leið mín í hið bráðskemmtilega Baðhús til að þræla uppáhaldskonunum mínum áfram. Þær eru svo dúllegar og miklar dúllur!!! Gera allt sem ég segi þeim að gera.....eftir tímann ákvað ég nú að byrja í átaki, matarátaki eins og flesta aðra morgna í vikunni!! Fékk mér undursamlegt myoplex með jarðaberjabragði ummmm......eða hvað??
Þegar ég kom heim ákvað ég að fá mér smá lúr áður skólinn byrjaði...sá lúr var aðeins lengri en átti að vera og stóð til hádegis og ég drösslaðist af stað í skólann. Á leiðinni í skólann kom Andri með enn eina hugmyndina um eitthvað sem við getum gert......ekki það að við höfum alveg nóg að gera heldur er hann alltaf að koma með eitthvað NÝTT OG SPENNANDI!!! Í þetta skiptið voru það sinfóníutónleikar ójá sinfóníutónleikar það er málið. Þetta voru nefnilega einhverjir svakalegir tónleikar með 4. sinfoniu í c-moll op. 43 eftir Shostakovitsj sem er mjög frægt rússneskt tónskáld en þið getið kíkt hingað ef þið viljið skoða meira. Allevejene ég var nú alveg til í þetta og við enduðum með að fá miðana á 50% afslætti nokkuð gott.
Fyrir tónleikana fór ég samt með honum besta afa mínum í Sporthúsið, hann er nefnilega að spá í að fá sér kort þar og hjóla alltaf úr bryggjuhverfinu þangað til að lyfta. Skiljið kannski núna hvaðan ég fæ þessa geðveiki þetta er í ættinni!! Eftir för okkar þangað fannst afa nú komin tími á mat og stakk upp á American Style og þar fór átakið þann daginn!!
Jæja tilhlökkun komin vegna sinfóníunnar og ég beið eftir að doktorinn kæmi að sækja mig en nei hvað haldiði að hafi komið fyrir, hann var að keyra á Langholtsveginum og var að taka beygju með bækur í farþegasætinu og þær runnu eitthvað til og þessi ósjálfráðu viðbrögð hjá manni þegar svona lagað gerist og maður reynir að grípa, stýrir snýst eitthvað og hann upp á kant sem hefði verið í góðu lagi nema hvað að þar er einhver risa steypuhnullungur og andri gerir sér lítið fyrir og rennir sér yfir hann með þeim afleiðingum að stuðarinn og grillið og ljósið beyglast allt!!! Hvernig er hægt að vera svona óheppinn en svona er andrinn, markmiðið að klessa einn bíl á ári!! En við fórum á tónleikana og skemmtum okkur konunglega enda frekar dramatískir tónleika líkt og kvöldið.....
Í dag var ég svo mætt í BH um hálf sjöleytið til að kenna brjálaða brennslu með HDW sem var nú eins gott fyrir hana því hún svaf yfir sig......bara taka Berglindi á þetta!!! Nei segi svona. Þetta var samt svaka stuð og allar gellurnar trylltar í afró fíling en nú er tíminn að byrja gotta go
Later

Engin ummæli: