mánudagur, ágúst 30, 2004

Mikið er ég fegin......

....að ég var að fá meil frá Francescu sem verður kennarinn minn á ítölsku námskeiðinu og ég og Hrafnhildur erum skráðar á námskeiðið. Við vorum nebblega ekki búnar að fá nein svör við umsóknunum okkar en Fran (eins og ég er farin að kalla hana) sagði að skrifstofan myndi venjulega ekki svara svona umsóknum....hversu skrýtið sem það nú er!! Skrýtnir þessir Ítalir...svona aðeins of tjillaðir fyrir inn smekk en ég verð orðin svona áður en langt um líður:)

Það er sem sagt orðið staðfest að ég er að fara að mæta í stöðupróf í ítölsku þann 6. september, hversu fyndið sem það nú verður, kann svona hva 2 orð eða svo!! hahahaha.

Í gærkvöldi snæddum við píurnar ljúffengan kjúlla í barbeque sósu með grjónum og salati og kókósbollurétturinn í eftirrétt, ekki slæmt það:)

Later,
Lindan

Engin ummæli: