sunnudagur, ágúst 29, 2004

Skemmtileg líðandi helgi...........

Já þetta var svo sannarlega skemmtileg helgi (sem er ekki búin enn) því ég er í fríi á morgun og þá er hægt að telja sunnudaginn með sem frídag, annars verður hann yfirleitt hálf leiðinlegur dagur. En vá hvað það er þægilegt að sofa alltaf svona út öss ég var búin að steingleyma því og enn á ég eftir tvo svona frídaga áður en ég fer. Reyndar ætlum við Andri að sækja Helga Magg út á flugvöll á þriðjudagsmorguninn......lendum svo líklegast í næs morgunrúnstykkjum og kakói hjá Ellu.

Á föstudagskvöldið hittist Laugarnesgengið eina sanna og var mikið étið og kjaftað. Mikið var nú gaman að hitta ykkur elskurnar mínar, alltaf sömu yndin knús og kossar fyrir það:) Þá um kvöldið fékk ég mjög undarlega símhringingu frá stúlku sem sagðist heita Sigrún og spurði hvort þetta væri ekki nr hjá Helga Magnússyni. Fyrsta sem flaug um hugann minn var að það væri verið að gera símaat í mér og datt strax Ragna í hug því hún hatar ekki að senda mér endalaust af smsum af netinu þegar hún er að leika net-smstýpuna, leiðinleg týpa það!! En ok allaveganna síðan var ég nú eiginlega farin að útiloka það því þessi stelpa hljómaði alveg eins og þetta væri ekkert grín og ég hugsaði með að ekki væri Skallinn farinn að gefa upp nr mitt þegar hann fílar ekki stelpur sem eru að reyna við hann. Stelpan var með ýmsar upplýsingar um sig eins og að hún væri í læknisfræði og hefði verið í ungfrú Ísland.is og væri því með lið á bakvið sig ef að Helgi væri eitthvað fíflast með hana og það endaði með því að ég gaf henni nr hjá Helga. Sem ég hefði ekki átt að gera því þá leit út fyrir að ég hefði fallið fyrir þessu, sem ég gerði ekki fröken Margrét Hugadóttir, þetta var nefnilega Magga bekkjarsystir mín að láta aðra stelpu rugla í mér til að hefna sín á mér síðan með Joyce Meyers og þegar ég hringdi í eigin persónu frá lungna- og berklavarnardeildinni að boða hana í viðtal múhahahaha og hún féll sko fyrir því, þannig að Magga mín þú færð nú bara hálft stig fyrir þessa frammistöðu, getur ekki einu sinni hringt í eigin persónu, slöpp frammistaða!!!

Í gærkvöldi var svo lundaboð hjá Ásu ömmu sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, takk fyrir það amma, sem ert örugglega ekki að lesa. Seinna um kvöldið smelltum ég Ragna og Helena okkur á Hressó og borguðum 50 kall fyrir vatnsglasið, hvaða er það? Kíktum síðan í partý til Hákonar sem er að vinna með mér og þar á eftir fórum við Ragna á ball ársins, STUÐMANNABALLIÐ Á NESINU og þar var geggjað stuð, dönsuðum sveittar í næstum tvo tíma og brunuðum svo bara heim. Mikið er nú gott að vakna ferskur eftir svona tjútt því síðasta helgi er nú ekki frásögufærandi nema hvað að ég held að ég eigi metin í að æla inni í ADIDAS búð, slæ meira að segja Örnu við og Fanný sem er ólétt!!!

Jæja er þetta ekki komið ágætt, í kvöld ætla Helena, Sóley og Ragna að kíkja til mín í mat, ég mun töfra eitthvað meistaralegt fram úr höndunum:)

Þangað til næst kveður Belinda
Cin cin!!

Engin ummæli: