föstudagur, september 05, 2008

Elsku litla blómið sem verður eins og hálfs á morgun...


Hef alveg verið afskaplega ódugleg við að taka myndir undanfarið en setti þó nokkrar inn á myndasíðuna í ágúst og september. Og þessar myndir sem ég hef tekið eru ekkert nógu hressandi, kannski ekkert svo sem sérstakt búið að vera í gangi - ég meira og minna ekki nógu hress út af kvefi, hósta og hálsbólgu en vil trúa því að þetta sé eitthvað minnka.

Síðan er óléttubylgja byrjuð once again, held án gríns að ég sé búin að heyra af nýrri óléttu daglega síðastliðna viku...
Ég, Álfrún og Auður erum samt bara rólegar enda fylgjum við sömu bylgu - er það ekki annars???:)


Nú er bara að krossa putta að leikskólarnir fari að ráða eitthvað fólk inn þannig að ÁRA geti byrjað en á meðan þrælar hún ömmu sinni út og lætur hana halda uppi standandi prógrammi allan liðlangan daginn. Amman er síðan ekkert bara að hugsa um barnið heldur dittar líka að ýmsum hlutum á heimilinum - djúphreinsar eldavélahellurnar, býr alltaf um rúmið, tekur glerplöturnar upp úr stofuborðunni (sem húsmóðirin hefur sig ALDREI í) og skrúbbar og pússar með eyrnapinna, hengir upp þvott og brýtur saman og guð má vita hvað hún gerir fleira og já mætir stundum með mat í potti sem foreldrar geta eldað um kvöldið - alveg ótrúleg þessi tengdamóðir mín. Maður á nú varla að segja frá þessu hversu ofdekruð við erum...
-Góða helgi-

Engin ummæli: