þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Jæja kæru vinir...

það er mikið að maður lætur sjá sig hérna á síðunni! Ég hef bara verið einstaklega upptekin og ekkert gefið mér mikinn tíma í tölvuhangs sem skýrir almennt mynda- og bloggleysi. Haustið er að byrja og það er minn tími, skólinn kominn af stað, Hreyfing að komast í gang en ég hef verið að leysa aðeins af undanfarnar þrjá vikur og alveg ljómandi skemmtilegt að fara að kenna aftur.

Í vetur verð ég síðan með freestyle fyrir 8-10 og 10-13 ára í Dansskóla Ragnars og hvet ykkur auðvitað til að skrá börn sem eru á þessum aldri og á ykkar snærum;) Og auðvitað ef þið viljið loksins láta drauminn rætast þá eru frábærir byrjendahópar í samkvæmisdönsum fyrir fullorðna líka!

Að lokum er ég búin að skrá mig í blessaða Reykjavíkurmaraþonið - 10 km verða það í ár og nú hvet ég ykkur öll kæru vinir og fjölskylda til að heita á mig til styrktar Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna en þið hafið jú flest öll fylgst með litlu hetjunni okkar honum Úlfari Jökli sem gekk í gegnum erfiða lyfjameðferð síðast liðinn vetur, aðeins nokkurra mánaða gamall.

Það geta allir séð af einum 500 eða 1000 kalli í gott málefni ekki satt? Hér er hægt að skrá áheit.

og svona ykkur að segja þá væri ég til í að hlaupa á 50 mínútum en látum það samt alveg liggja á milli hluta!

Jæja komið gott af áróðursbloggi og ég lofa myndum í vikunni:)

Engin ummæli: