mánudagur, febrúar 15, 2010

Hér á bæ máta menn búninga í gríð og erg fyrir öskudaginn...

Heimasætan vill ólm vera Batman en heimtar grímu! (hún gerir sér náttúrulega ekki grein fyrir að flestar hinar stelpurnar verða prinsessur og því verður sá búningur með í poka;))
Eiginmaðurinn spilaði í fjölda ára sem fagurblár fótboltamaður en hefur nú skipt yfir í fagurbláa Jiu Jitsu hetju:)

Þið fáið tvær myndir núna því ég stóð ekki við loforðið með að setja á myndasíðuna, nota vetrarleyfið pottþétt til að flokka og raða í það dæmi!


Engin ummæli: