föstudagur, febrúar 12, 2010

Aldurstakmark í "föstudagstrít"?

Ákvað í tilefni föstudags, námsmatsloka og fleira að panta mér eina litla 12 tommu núna í hádeginu, indælisstúlka svarar í símann og segir: "já, hvað ertu gamall?" Einmitt, ég er 27 ára sagði ég frekar pirruð á þessari fáránlegu spurningu, eina sem ég fékk tilbaka var að ég hefði hljómað einhvern veginn öðruvísi. Þetta aldursdæmi ætlar engan endi að taka hjá mér, það er nokkuð ljóst!

Annars eru ekki nema 21 ár í dag síðan hún Harpa frábæra systir mín leit dagsins ljós í bandbrjáluðu veðri og rafmagnsleysi sem er eins langt frá því að lýsa hennar geðgóða skapi og mögulegt er. Innilega til hamingju með daginn elsku Harpa:)

Ég er síðan búin að hlaða slatta af myndum inn á tölvuna og á bara eftir að koma þeim á myndasíðuna, ný myndavél komin í hús svo nú ætti ekki að vera neitt lát á myndum. Setti nokkrar áramótamyndir um daginn en lofa að bæta hinu við um helgina, nú þegar námsmatinu er senn að ljúka og vetrarleyfi á næstu grösum. Þarf endilega að gera mér einhvern almennilegan do to lista fyrir það frí, ansi mikið sem hefur setið á hakanum í annríkinu síðustu misseri. Þannig að mín afsökun fyrir blogg og myndaleysi er "brjálað að gera afsökunin" sem er kannski orðin þreytt en það er bara stundum nóg að gera í 50 stunda vinnuviku, ein tæplega þriggja ára og heimilishald.

Hafið það annars gott um helgina:)

Engin ummæli: