föstudagur, apríl 02, 2010

Lestur góðra bóka
Þegar ég var yngri las ég eins og vindurinn, ég spændi upp bókasafnið í Laugarnesskóla og taldi óeðlilegt ef ég var ekki með einhverja góða bók í farteskinu. Eftir því sem árin líða fer minna fyrir þessu, ég er þreyttari á kvöldin, gef mér minni tíma eða öllu heldur hef ekki tíma yfir daginn og þar frameftir götunum. Ég er nefnilega ekki eins og eiginmaðurinn sem virðist geta dottið í góða bók hvar sem er og hvenær sem er, ég þarf að setja mig í ákveðnar stellingar að nú sé ég að fara að lesa! Eftir að hafa klárað síðustu Stieg Larson bókina um jólin byrjaði ég á bókinni Þúsusnd bjartar sólir sem er átakanleg saga ungra kvenna í Afganistan, ég veit ekki hvort það er bara yfir höfuð erfitt að byrja á bók eftir Salander ævintýrið sem maður óskaði að engan enda tæki eða hvort þetta var bara grámyglan í janúar og febrúar sem gerði það að verkum að ég komst bara hálfa leið með bókina og var þar af leiðandi einhvern veginn búin að missa þráðinn þegar ég byrjaði að lesa aftur tæpum mánuði seinna. Í milli tíðinni byrjaði ég líka á bókinni Rán en komst einhvern veginn ekkert áleiðis.

Núna hins vegar sér ég fram á bjartari tíma í lestri góðra bóka. Eva María benti mér nefnilega á rithöfundinn Camillu Lackberg og fyrstu bók hennar Ísprinsessuna sem kom út árið 2003. Bókin so far lofar góðu og ég sé fram á gott vor og sumar vitandi að mín bíða fjórar aðrar bækur eftir sama höfund:) Spurning um að æfa sig í sænskunni svona áður en við förum í paraferðina í byrjun júlí!


Ég setti síðan restina af marsmyndum á myndasíðuna. Hér að neðan má sjá hluta af mjög svo eðlilegri fjölskyldu í bústað þar sem voru teknar ýmsar keppnisgreinar, þar á meðal 90 gráðu keppni en systurnar gáfust upp í öfugri aldursröð og AFO löngu fyrr:) Fleiri góðar keppnisgreinar má sjá á myndasíðunni. Njótið vel og gleðilega páska.


Eins og sjá má lagði frumburðurinn sig mjög mikið fram!

Engin ummæli: