Sumarfrí!
Fyrstu sjö samvistarárin okkar AFO einkenndust af litlu sem engu sumarfríi, við vorum auðvitað alltaf í sumarvinnu til að drýgja tekjurnar fyrir skólaveturinn og síðan var hann auðvitað í boltanum og komst hvorki lönd né strönd. Við vorum heppin ef við náðum sólarhring í bústað en þá var alltaf komið seint að kveldi eftir æfingu og farið fyrir æfingu næsta dag.
Núna hefur þetta heldur betur breyst, ég með mitt "kennarafrí" eins og einhverjir vilja kalla það og Andri með sínar fimm vikur. Þannig að við erum að sjálfsögðu byrjuð að skipuleggja. Fyrstu drög líta svona út:
- Fyrstu þrjár og hálfa vikuna verð ég svo gott sem ein í fríi, AFO enn að vinna og ÁRA á leikskólanum - þá ætla ég sko heldur betur að slaka á, mæta á hlaup- og bjöllu-æfingar, endurskipuleggja skápa og taka heimilið alveg í nefið. Verð samt örugglega með einhverjar sumardansæfingar inni á milli.
- Daginn eftir að AFO byrjar í fríi eða þann 8. júlí höldum við hjónakornin í paraferð til Stokkhólms þar sem við munum dvelja í góðu yfirlæti hjá Helga og Gunnu, borða góðan mat, drekka góð vín, flatmaga á klettunum og ef buddan leyfir kíkja bara ogguponsulítið í búðir.
- Að lokinni Stokkhólsferð ætlum við að fara með Auði Öglu stórvinkonu og hennar þremur piltum í sumarbústað í nokkra daga.
- Andri B. sem vinnur með AFO er búinn að bjóða okkur að koma á Mærudaga á Húsavík síðustu helgina í júlí og það verður svona óvæntasta í sumar, ég hef aldrei komið þangað og eiginlega bara varla stigið fæti á Norðurlandið og á þó ættir að rekja á þessar slóðir. Algjör óvissa í gangi þar en mikil spenna og ekki síður að sjá hvernig litli bíldólgurinn okkar fílar langferðina.
- Toppurinn á sumrinu verður síðan Klofi Tómasar frænda en eins og flestir vita er Klofahátíðin um verslunarmannahelgina.
It's summertime....fyrir utan allt annað sem er alveg óplanað þá lofar þetta mjög góðu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli