Sushi, hvítvín, brúðkaup og karokí!
Síðastliðið föstudagskvöld gerðum við Álfrún og Regína okkur ansi glatt kvöld:) Við Regína byrjuðum á því að gæða okkur á dýrindis Sushi og hvítu og þegar leið á kvöldið fannst okkur ekkert sniðugara en að við myndum horfa á brúðkaupið mitt aftur því hún og Álfur voru því miður ekki á landinu þegar þessi stóri dagur átti sér stað fyrir tæpu ári síðan.
Eins og góðum brúðkaupum sæmir var drukkið vín og að þessu sinni ekki nema "litlar" þrjár flöskur. Gestirnir tveir skemmtu sér vel og brúðurinn fékk tár í augun yfir sumum atriðunum. Gamanið stóð sem hæst þegar AFO kom heim úr vinnuhitting upp úr miðnætti en að hans sögn vorum við þá farnar að syngja í flösku og taka eurovision atriði, klárlega smá sinnep á þeirri frásögn en breytir því ekki að þegar gleðin stóð sem hæst fannst okkur alltof langt síðan við hefðum farið í karokí og skelltum okkur því á hverfispöbbinn Ölver. Þar var Regína að sjálfsögðu drottningin enda höfum við Álfur lítið í hana þegar kemur að söng. Ég lét mig samt hafa það að taka lokalag kvöldsins "The Winner Takes It All" sem segir allt sem segja þarf. Það voru ansi hressar stúlkur sem röltu í gegnum dalinn sinn undir morgun og þökkuðu fyrir að engin myndavél hafði verið í fórum þeirra þetta kvöldið:)
Takk fyrir dásamlegt kvöld yndislegustu og beztu vinkonur mínar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli