þriðjudagur, maí 04, 2010

Viðburðarík helgi en ansi örmagna vika eftir á!

Litlu snúllurnar mínar þær Rebekka og Clara urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki - (Rebekka er svona laundóttir mín-hef verið spurð nokkrum sinnum hvort ég eigi hana!)

Áran mín fékk sér hjólreiðatúr og kíkti á mömmu gömlu á danskeppninni:)

Og síðan en þó ekki síst, allra nýjasti vinur minn, 3. Láru og Bennson fæddist á sunnudaginn var, heldur mikið að flýta sér í heiminn þessi ungi maður en algjör hetja og ekki annað að sjá en hann sé bara vel tjillaður og sáttur með lífið og tilveruna, hvað er annað hægt með yndislega foreldra og tvo dásamlega bræður.

Ég var svo heppin að fá að knúsa hann í dag og jesús hvað þessi börn eru lítil þegar þau fæðast, talandi um að vera fljótur að gleyma - Ágústa Rut var nefnilega bara eiginlega nákvæmlega jafnstór honum þegar hún fæddist!

Núna er eiginlega búið að vera alltof mikið að gera hjá mér og ég verð að slaka stundum á - gekk örlítið fram af sjálfri mér en það er nú erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, eins og það stendur!



Engin ummæli: