Ertu kassi inni í kassanum?
Ég lenti í smá spjalli við einn nemanda minn um Stars Wars og ævintýramyndir og þætti yfir höfuð. Þetta byrjaði út frá því að ég sagði honum að ég væri ekki fyrir neitt ævintýra, hvorki bíómyndir, þætti eða annað slíkt. Hann vildi meina að maður yrði svo hugmyndaríkur með því að horfa á svona ævintýradótarí en ég þurfti í algjörri hreinskilni að segja honum að þetta hafi bara aldrei verið fyrir mig. Hann teiknaði þá svona kassa með fingrunum og spurði hvort ég væri bara inni í svona kassa, ég játti því og sagði honum að það kæmi alveg fyrir en þá bætti hann um betur teiknaði kassa inn í stóra kassann og spurði hvort ég væri kannski bara inni í kassa inni í kassa....!
Ég þarf að koma mér út úr þessum kassa stundum, það er alveg klárt mál. Ég get nefnilega hugsað út fyrir kassann en þarf að koma mér þaðan út hið snarasta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli