Merkilega hreinskilið
Á leiðinni úr vinnunni í dag hitti ég eldri konu sem ég kannast við hérna í hverfinu, hún spjallar alltaf aðeins við mig þegar við hittumst enda opin og nokkuð hreinskilin.
Spjallið í dag var á þessa leið:
Konan: Nei hæ!
Ég: Hæ!
Konan: Flottar gammósíur sem þú ert í eða eru þetta sokkabuxur?
Ég: Já svona leggings bara...
Konan: Ertu ekki fegin alltaf á vorin þegar kennslu lýkur?
Ég: Jú jú, ég hef samt mjög gaman að þessu starfi en auðvitað alltaf gott að fara í sumarfrí
Konan: Ertu að fá einhverjar bólur þarna? (Og bendir fyrir neðan munninn á mér)
Ég: (Nokkuð góð bara í húðinni þessa stundina) Uh..ég veit það ekki...
Konan: Ég fékk nú bólur alveg fram til sextugs...
Ég: Já, ég hef nú heyrt um einhverja svoleiðis
Konan: Já, já eða kannski er þetta bara þetta mánaðarlega...
Ég: haha já getur verið en við sjáumst!
Konan: Já við sjáumst!
Alveg merkilegt hvað fólk telur sig geta verið hreinskilið við mig:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli