laugardagur, janúar 08, 2011

Gleðilegt nýtt ár!
Við á Laugarnesveginum þökkum ykkur fyrir allt gamalt og gott og erum viss um það að 2011 verður gott ár:) Í ár verður enginn myndaannáll vegna þess að ég nenni því ekki og eitt af áramótaheitum 2011 er nefnilega leti og slökun, fækka excel skjölum og leggja sig þeim mun meira! Þið getið bara rúllað yfir myndirnar inni á myndasíðunni ef þið viljið rifja eitthvað upp:)

Við áttum dásamleg jól í faðmi vina og fjölskyldu og nutum þess að vera í fríi saman. Síðan er algjört janúarmöst hjá okkur að fá í það minnsta eina flensu og erum við mæðgurnar búnar að eyða síðast liðinni viku í slík skemmtilegheit - kvef, hósta og slen en ætlum að nota helgina til að hrista þetta af okkur.

Áran snéri sólarhringum alveg við í fríinu og var í ruglinu núna í vikunni þegar hún átti loks að mæta í leikskólann, vaknaði tvær nætur í röð um miðja nótt og vakti í þrjá tíma! Ekkert að henni, bara gat ekki sofið og var ekkert þreytt að eigin sögn. Frekar þreytandi fyrir foreldrana sem voru ekki að nenna þessu næturbrölti en gátu ekki annað en hlegið þegar hún spurði okkur hvort við vildum fimmu eða klesst´ann klukkan þrjú um nótt! Hressleikinn alveg í hámarki:)

Hún naut þess alveg að vera í fríi og slökun og sló svefnmet sitt á nýársdag þegar hún svaf til 13:00! Hún gat lesið á marga pakka og er farin að skrifa nöfnin á hennar nánasta fólki hjálparlaust enda dugleg að læra stafina, engin pressa samt þó ég viti að þið sjáið fyrir ykkur heræfingabúðir ala Linda:)

Inn á myndasíðunni má finna jóla og áramótamyndir, fimm ættliða myndir og nokkrar janúar myndir. Það er því algjör skylda að kvitta fyrir innlitið!

Engin ummæli: