sunnudagur, október 30, 2011

Jesús er að koma sterkur inn hérna á heimilinu eftir tíðar ferðir Áru í sunnudagaskólann með Brynju vinkonu sinni. Síðast skrifaði ég um hvernig hún bjargaði mér fyrir horn með því að útskýra fyrir vinkonu sinni að Jesús hefði auðvitað sett þessa stelpu í magann á mér - ég meina hver annar!;)

Nýjasta afrek Jesú er síðan að ákveða að strákar þurfa ekki að þurrka sér eftir að þeir pissa. Þetta sagði hún við Andra eftir að hafa spurt hann af hverju strákar þyrftu ekki að þurrka sér þegar þeir væru búnir að pissa og Andri var eitthvað að reyna að útskýra það en hún greip inn í og kom með þessa fínu útskýringu: "æj Jesús hefur örugglega bara ákveðið að það ætti að vera þannig":) Og þá var það frágengið!

Samstarfskona Andra tók síðan þessa mynd af honum og þar sem Andri hefur aldrei bætt á sig aukagrammi finnst mér gaman að sjá hvernig hann mun líta út þegar kemur að því að ég þurfi að fara að kasta út einhverjum björgunarhringjum:)

Október myndir eru á leiðinni á myndasíðuna helst ekki seinna en á morgun!


Engin ummæli: