mánudagur, febrúar 02, 2004

enn ein vikan hafin og febrúar mættur í öllum sínum skrúða....það sem er svo gott við febrúar er að hann er svo stuttur=stutt í næstu útborgun!!! Afmælið hjá Sóley var bara fínt.....þrátt fyrir að ég þjáist af síþreytu þegar er fríhelgi og var bara komin heim upp úr miðnætti!!! Í gær var planið að fara í messu um tvöleytið....ég, doktor, bjadni, rex og viðutan ætluðum að mæta....viðutan fór síðan bara í fótbolta og rexið var svo löt en restin skellti sér og til mikillar ólukku var bara messa klukkan ellefu í Laugarneskirkju svo stefnan er sett á næsta sun......fórum samt í bíltúr með Óla litla keyptum ís og fórum í Kolaportið og heimsóttum aðalbásin - Deplubásin og keyptum hunangsreyktan lax og sósu og harðfisk og allar græjur....rifjuðum upp þegar ég og andri og addi og ingibjörg fórum þarna og keyptum alveg gommuna af hunangsreyktum, skelltum okkur svo heim til þeirra og fengum okkur ristað með öllu þessu á í forrétt og svo elduðum við pizzu...djö.....átum við mikið...ussss!!!
Restin af deginu var svo bara lærdómur og sjónvarpsgláp....algjört tjillll.....sofnaði svo sæl og glöð með bros á vör......

Engin ummæli: