þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Oh stundum þoli ég ekki sjálfa mig...

Uppgötvaði á síðasta þriðjudag nýjan þátt sem heitir Close to Home og ákvað að þetta væri nú eitthvað fyrir mig (væminn og hægt að væla mikið yfir) en þið sem þekkið mig vitið að ég næ aldrei að fylgjast með neinum þáttum í sjónvarpinu því ég gleymi alltaf að horfa á þá...og viti menn haldiði að ég hafi ekki verið að missa af Close to Home og ég sem grét úr mér augun í síðustu viku og var orðin spennt fyrir næsta þætti...ég er ömurlegur þáttaáhorfandi.

Jæja Lilly núna þarftu að muna Close to Home á þri 22:00 og Desperate á fim 22:25.
Spurning hvort maður þurfi að fara að færa þetta inn í litlu svörtu bókina, væri svo sem alveg möguleiki, allur fjandinn sem fer þangað inn;)

Annars eigið góðan dag á morgun;)
Linda

Engin ummæli: