Ég var að enda við föstudagskríuna mína, hún er ein af mínum uppáhaldskríum, ég ætla samt að skvera mér í föt núna og hendast í Bónus, kaupa gos og snakk og nammi og Cookie Do því það er Idol í kvöld. Ég er búin að bjóða systrum mínum í mat, Pizza ala mango - ekkert vesen hér á bæ!
Laugardagur fer í örlítinn lærdóm og útsofelsi, um kvöldið er síðan elítuhittingur í Mosó...langt síðan að við höfum allar hist, vona að við kíkjum á Sylvíu Nótt og TIL HAMINGJU ÍSLAND...
Sunnudagur nýtist í aðeins meiri lærdóm, slappelsi og mat á Grunninum um kvöldið...
Ég ætla samt helst og mest af öllu að slappa ótrúlega mikið af um helgina, geispa oft og mörgum sinnum og halla höfði, það er þægilegt:)
Góða helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli