fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Ég veit ekki hvort að ég er með svona mikinn kúk og piss húmor en allaveganna fékk ég hláturskast fyrr í kvöld þegar ég fór á klóið og það var svona tiny tiny lítill kúkur í klósettinu, (AFO var sko á undan mér en samt er ekki víst að hann hafi átt þetta) ég náttúrulega sturtaði bara niður til að losa mig við þetta en hann vildi ekki fara, ég reyndi aftur en litli naggurinn kom bara alltaf til baka. Það endaði með að ég kallaði fram á gang að það væri lítill kúkur í klósettinu sem vildi ekki burt og ég væri ráðþrota. Restin af Geislafamilíunni var þá komin inn á bað til að kíkja á gripinn og Don Ruth var bara viss um að þetta væri einhver loftkúkur svokallaður (hef að vísu ekki heyrt þá nefnda!). Lottó kom þá með gott ráð að setja pappír í klóið og þvinga hann þannig niður...hann fór loks helvítis naggurinn:)

Ég er enn að hlæja...

Engin ummæli: