föstudagur, maí 23, 2008

Gott að það er komin helgi...

allt klárt fyrir námsmatið og ég búin að gefa öllum mínum 115 grísum einkunn - nokkuð vel af sér vikið held ég bara.

núna eru einungis fimm kennsludagar eftir og síðan foreldraviðtöl og starfsdagar og 10. júní verður fyrsti frídagurinn í laaaangan tíma. Mun óneitanlega minna á fæðingarorlofið.

ætla skella mér á námskeið í HR í byrjun ágúst og læra að verða enn betri stærðfræðikennari - hljómar spennandi ekki satt?

á þriðjudaginn byrja ég síðan aftur að kenna rpm eftir já ansi langa pásu! vona að ég hafi þetta enn í mér...

en aðalmálið er náttúrulega júrópartýið á L45 á morgun - þar verður þvíííííílíkt stuuuððð:)

Góða helgi og áfram Ísland

Engin ummæli: