þriðjudagur, júní 10, 2008

oh...

var búin að rita ansi langan pistill hérna sem fjallaði að mestu leyti um það hvernig á að haga sé sem supermom í orlofi, heimsókn til Auðar og tengdasonar míns í morgun og spjall okkar um barnauppeldi, svefntíma og brjóstagjöf...en það datt allt út og ekki nokkur leið að ég nenni að skrifa allt aftur en...

við mæðgur hjóluðum sem sagt á Sjafnargötuna til þeirra og eyddum morgninum með þeim í góðu yfirlæti og rúnstykkjum. Klárlega eitthvað sem verður endurtekið margoft í sumar.

við náðum síðan heim rétt í tæka tíð fyrir lúrinn hennar áru en hún dottaði aðeins á hjólinu á leiðinni:) Við lögðum okkur síðan í tæpa tvo tíma, ára í krossaranum og ég í rúminu - eittthvað sem verður líka örugglega endurtekið margoft í sumarfríinu!

flökkuðum síðan um bæinn og útréttuðum aðeins og komum heim um sama leyti og heimilisfaðirinn sem byrjar í sumarfríi á föstudaginn.

svo var það einn rpm tími og núna er ég bara ansi þreytt því það tekur á að vera supermom í orlofi;)

Engin ummæli: